Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 2-2 | Ellefta jafntefli Breiðabliks Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 31. ágúst 2014 00:01 Vísir/Daníel Breiðablik og Fylkir skildu jöfn 2-2 í hörku leik á Kópavogsvelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það tók liðin nokkurn tíma að fá einhvern takt í sinn leik þó veðrið hafi ekki sett stórkostlegan lit á leikinn. Leikurinn var mjög hægur framan af en liðin hresstust þó er leið á fyrri hálfleik. Fylkir komst yfir á 40. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson skoraði með skalla en leikmenn Breiðabliks gátu nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki farið með að minnsta kosti jafna stöðu inn í hálfleik því liðið fékk fjölda dauðafæra bæði áður og eftir að Fylkir skoraði. Breiðablik var mun meira með boltann og sótti meira í leiknum þó Fylkismenn hafi alltaf verið hættulegir í skyndisóknum sínum. Það tók Breiðablik aðeins átta mínútur í seinni hálfleik að jafna metin og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka komust heimamenn yfir. Fylkir jafnaði þó strax eftir að liðið tók miðju og voru loka mínútur leiksins æsilegar. Bæði lið vildu öll stigin og fengu færi til að skora meira en Fylkir fékk besta færið undir lokin sem Gunnleifur Gunnleifsson í marki Breiðabliks varði. Breiðablik hefur nú gert ellefu jafntefli í átján leikjum. Spilamennska liðsins var á löngum köflum góð í kvöld og fékk liðið færi til að vinna leikinn. Gríðarlegur uppgangur hefur verið í leik Fylkis seinni hluta tímabilsins en liðið hefur nú leikið fimm leiki án þess að tapa og er langt komið með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Fylkir er í 6. sæti með 22 stig, tveimur stigum meira en Breiðablik sem er í sjöunda sæti. Fjölnir er í næst neðsta sæti með 16 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Gunnar Örn: Stutt í botninn og Evrópusæti„Það var fínt að skora en leiðinlegt að geta ekki stolið sigrinum. Það var gott að ná að jafna en þetta er hálf súrsætt,“ sagði Gunnar Örn Jónsson sem skoraði fyrra mark Fylkis í kvöld en hann er alinn upp hjá Breiðabliki. „Við misstum þetta niður og héldum að við værum að fara að tapa en svo komum við til baka sterkir og það var karakter yfir því. „Með smá heppni hefðum við getað stolið þremur stigum en þeir voru sterkir í kvöld og þetta var járn í járn. „Það ætlaði allt um koll að keyra á tímabili. Það voru allir brjálaðir í dómaranum sem átti ágætis leik en við vildum fá aukaspyrnu í fyrsta markinu þeirra og erum svekktir með það. „Við þurfum alltaf að vera á tánum. Það er bæði stutt í botninn og stutt upp í Evrópusæti,“ sagði Gunnar Örn að lokum um stöðu Fylkis í deildinni. Guðmundur Benediktsson: Erum að berjast fyrir lífi okkar„Við erum að gera of mörg jafntefli. Við höfum aðeins tapað tveimur leikjum frá því að ég tók við og það erum við ánægðir með og það er erfitt að spila á móti okkur en því miður þá dettur þetta ekki alveg með okkur í allt of mörgum leikjum,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Það hefur áhrif að þurfa að breyta aðeins í öftustu línu. Það er ekki eitthvað sem við kjósum. Svo þurftum við að gera aftur breytingu vegna meiðsla seinna í leiknum. Auðvitað getur það gert hlutina flóknari en það á ekki að hafa áhrif,“ sagði Guðmundur um að hafa þurft að gera breytingu á liði sínu snemma leiks vegna meiðsla. „Við spiluðum mjög vel heilt yfir í fyrri hálfleik. Það var með ólíkindum að við værum ekki búnir að skora mark eða mörk í fyrri hálfleiknum. Svo fáum við eitt í andlitið. „Þetta jöfnunarmark þeirra á svo ekki að sjást í neinum fótbolta að mínu mati. Þetta var eins barnalegt og það verður. „Þeir lyftu boltanum út til vinstri og í stað þess að gera árás á boltann þá dettur hann fyrir þá og svo eiga þeir skot sem fer í varnarmann og í markið. Það var eins ódýrt og það verður,“ sagði Guðmundur. „Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að halda okkur í þessari deild. Við förum næst til Eyja og það verður hörku leikur, það er klárt mál. Við erum að berjast fyrir lífi okkar, það er ekki flóknara en það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Breiðablik og Fylkir skildu jöfn 2-2 í hörku leik á Kópavogsvelli í Pepsí deild karla í fótbolta í kvöld. Það tók liðin nokkurn tíma að fá einhvern takt í sinn leik þó veðrið hafi ekki sett stórkostlegan lit á leikinn. Leikurinn var mjög hægur framan af en liðin hresstust þó er leið á fyrri hálfleik. Fylkir komst yfir á 40. mínútu þegar Gunnar Örn Jónsson skoraði með skalla en leikmenn Breiðabliks gátu nagað sig í handarbökin yfir því að hafa ekki farið með að minnsta kosti jafna stöðu inn í hálfleik því liðið fékk fjölda dauðafæra bæði áður og eftir að Fylkir skoraði. Breiðablik var mun meira með boltann og sótti meira í leiknum þó Fylkismenn hafi alltaf verið hættulegir í skyndisóknum sínum. Það tók Breiðablik aðeins átta mínútur í seinni hálfleik að jafna metin og þegar ellefu mínútur voru til leiksloka komust heimamenn yfir. Fylkir jafnaði þó strax eftir að liðið tók miðju og voru loka mínútur leiksins æsilegar. Bæði lið vildu öll stigin og fengu færi til að skora meira en Fylkir fékk besta færið undir lokin sem Gunnleifur Gunnleifsson í marki Breiðabliks varði. Breiðablik hefur nú gert ellefu jafntefli í átján leikjum. Spilamennska liðsins var á löngum köflum góð í kvöld og fékk liðið færi til að vinna leikinn. Gríðarlegur uppgangur hefur verið í leik Fylkis seinni hluta tímabilsins en liðið hefur nú leikið fimm leiki án þess að tapa og er langt komið með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Fylkir er í 6. sæti með 22 stig, tveimur stigum meira en Breiðablik sem er í sjöunda sæti. Fjölnir er í næst neðsta sæti með 16 stig þegar fjórar umferðir eru eftir. Gunnar Örn: Stutt í botninn og Evrópusæti„Það var fínt að skora en leiðinlegt að geta ekki stolið sigrinum. Það var gott að ná að jafna en þetta er hálf súrsætt,“ sagði Gunnar Örn Jónsson sem skoraði fyrra mark Fylkis í kvöld en hann er alinn upp hjá Breiðabliki. „Við misstum þetta niður og héldum að við værum að fara að tapa en svo komum við til baka sterkir og það var karakter yfir því. „Með smá heppni hefðum við getað stolið þremur stigum en þeir voru sterkir í kvöld og þetta var járn í járn. „Það ætlaði allt um koll að keyra á tímabili. Það voru allir brjálaðir í dómaranum sem átti ágætis leik en við vildum fá aukaspyrnu í fyrsta markinu þeirra og erum svekktir með það. „Við þurfum alltaf að vera á tánum. Það er bæði stutt í botninn og stutt upp í Evrópusæti,“ sagði Gunnar Örn að lokum um stöðu Fylkis í deildinni. Guðmundur Benediktsson: Erum að berjast fyrir lífi okkar„Við erum að gera of mörg jafntefli. Við höfum aðeins tapað tveimur leikjum frá því að ég tók við og það erum við ánægðir með og það er erfitt að spila á móti okkur en því miður þá dettur þetta ekki alveg með okkur í allt of mörgum leikjum,“ sagði Guðmundur Benediktsson þjálfari Breiðabliks. „Það hefur áhrif að þurfa að breyta aðeins í öftustu línu. Það er ekki eitthvað sem við kjósum. Svo þurftum við að gera aftur breytingu vegna meiðsla seinna í leiknum. Auðvitað getur það gert hlutina flóknari en það á ekki að hafa áhrif,“ sagði Guðmundur um að hafa þurft að gera breytingu á liði sínu snemma leiks vegna meiðsla. „Við spiluðum mjög vel heilt yfir í fyrri hálfleik. Það var með ólíkindum að við værum ekki búnir að skora mark eða mörk í fyrri hálfleiknum. Svo fáum við eitt í andlitið. „Þetta jöfnunarmark þeirra á svo ekki að sjást í neinum fótbolta að mínu mati. Þetta var eins barnalegt og það verður. „Þeir lyftu boltanum út til vinstri og í stað þess að gera árás á boltann þá dettur hann fyrir þá og svo eiga þeir skot sem fer í varnarmann og í markið. Það var eins ódýrt og það verður,“ sagði Guðmundur. „Við þurfum að leggja allt í sölurnar til að halda okkur í þessari deild. Við förum næst til Eyja og það verður hörku leikur, það er klárt mál. Við erum að berjast fyrir lífi okkar, það er ekki flóknara en það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira