Lífið

„Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost?“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Við vorum þrjú saman, nýbúin að borða á Laugaveginum, á leiðinni til vinkonu minnar á Hverfisgötu. Þetta var um sex leytið og maður gengur framhjá okkur. Ég sagði þá við annan vin minn: Þessi er svolítið líkur Sayid úr Lost. Svo sneri maðurinn sér að mér og þá sagð ég: Þetta er Sayid úr Lost,“ segir menntaskólaneminn Ísfold Rán Grétarsdóttir.

Ísfold datt í lukkupottinn síðustu helgi þegar hún fékk mynd af sér með leikaranum Naveen Andrews, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttaröðinni Lost. Ísfold var ekki feimin við að gefa sig á tal við kappann.

„Ég gekk bara upp að honum og spurði: Lost? Hann svaraði játandi og hló,“ segir Ísfold en hún og vinur hennar, Rúnar Gíslason, sem sést á myndinni hér fyrir ofan, hafa horft talsvert á Lost. 

„Við kvöddum hann með því að segja: You must return to the island. Þá hló hann að okkur,“ segir Ísfold brosandi og bætir við að Naveen hafi verið afar viðkunnalegur og skemmtilegur. 

„Við spurðum hann hvort við mættum taka mynd og hann tók vel í það. Seinna á menningarnótt hittum við fullt af íslensku, frægu fólki, eins og Vigdísi Hauks, en það var ekki eins merkilegt lengur. Ég var alveg „starstruck“ yfir því að hitta Naveen. Ég hef aldrei hitt svona fræga manneskju,“ segir Ísfold.

Naveen er hér á landi til að leika í Netflix-sjónvarpsþáttaseríunni Sense8 í leikstjórn í Andy og Lönu Wachowski, systkinanna sem leikstýrðu meðal annars Matrix-þríleiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.