Æfingar lagðar niður hjá körfuboltaliðum til að fylla Höllina Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. ágúst 2014 11:45 Ingi Þór Steinþórsson mætir með góðum hópi úr Stykkishólmi. vísir/daníel „Ég mælti með því að menn myndu gefa frí - þetta er auðvitað einstakt tækifæri hjá íslenska liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Dominos-deildinni í körfubolta við Vísi. Ingi Þór lagði það til við aðra körfuboltaþjálfara á Íslandi að þeir myndu gefa frí á æfingum sínum annað kvöld þannig allir iðkenndur komist í Höllina að sjá leik Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2015. Vel var tekið í þá hugmynd. „Miði er möguleiki og því vil ég að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í þessari hátíð,“ segir Ingi Þór, en með sigri gulltryggir Ísland sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. „Strákarnir eiga einfaldlega skilið stuðning. Ef við í hreyfingunni styðjum þá ekki, hvernig getum við ætlast til að aðrir mæti og styðji þá?“ segir Ingi Þór, en ekkert verður æft hjá Snæfelli á morgun. „Það eru allir að sameinast í bíla. Það verður fullt af fólki sem mætir úr Hólminum. Ég hef ekki upplifað fulla höll á körfuboltaleik þannig ég vona sem flestir mæti.“ Ingi Þór er bjartsýnn á sögulegan sigur gegn firnasterku liði Bosníu, en telur möguleika liðsins ekki betri vegna þess að Mirza Teletovic, besti leikmaður Bosníu, mætir ekki til leiks. „Ég held það sé jafnvel verra. Þá vita hinir leikmennirnir í liðinu að þeir þurfa að taka meira á því. Ekki bara bíða eftir að hann geri allt eins og í fyrri leiknum. Verkefnið gæti verið erfiðara án hans. Það besta við þetta er, að þetta er í okkar höndum. Ég er bjartsýnn á sigur enda bjartsýnn maður að eðlisfari,“ segir Ingi Þór Steinþórsson. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27 Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59 Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00 Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48 Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
„Ég mælti með því að menn myndu gefa frí - þetta er auðvitað einstakt tækifæri hjá íslenska liðinu,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Dominos-deildinni í körfubolta við Vísi. Ingi Þór lagði það til við aðra körfuboltaþjálfara á Íslandi að þeir myndu gefa frí á æfingum sínum annað kvöld þannig allir iðkenndur komist í Höllina að sjá leik Íslands og Bosníu í undankeppni EM 2015. Vel var tekið í þá hugmynd. „Miði er möguleiki og því vil ég að sem flestir fái tækifæri til að taka þátt í þessari hátíð,“ segir Ingi Þór, en með sigri gulltryggir Ísland sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni. „Strákarnir eiga einfaldlega skilið stuðning. Ef við í hreyfingunni styðjum þá ekki, hvernig getum við ætlast til að aðrir mæti og styðji þá?“ segir Ingi Þór, en ekkert verður æft hjá Snæfelli á morgun. „Það eru allir að sameinast í bíla. Það verður fullt af fólki sem mætir úr Hólminum. Ég hef ekki upplifað fulla höll á körfuboltaleik þannig ég vona sem flestir mæti.“ Ingi Þór er bjartsýnn á sögulegan sigur gegn firnasterku liði Bosníu, en telur möguleika liðsins ekki betri vegna þess að Mirza Teletovic, besti leikmaður Bosníu, mætir ekki til leiks. „Ég held það sé jafnvel verra. Þá vita hinir leikmennirnir í liðinu að þeir þurfa að taka meira á því. Ekki bara bíða eftir að hann geri allt eins og í fyrri leiknum. Verkefnið gæti verið erfiðara án hans. Það besta við þetta er, að þetta er í okkar höndum. Ég er bjartsýnn á sigur enda bjartsýnn maður að eðlisfari,“ segir Ingi Þór Steinþórsson.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27 Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59 Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00 Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48 Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Jón Arnór: Kominn tími til að fólk mæti "Ef það verður ekki full Laugardalshöll á miðvikudaginn, þá eigum við aldrei eftir að fylla hana. Það er kominn tími til að fólk mæti og sýni okkur þann stuðning sem við eigum skilið,“ sagði Jón Arnór Stefánsson í viðtali við Valtý Björn Valtýsson, íþróttafréttamann Stöðvar 2. 24. ágúst 2014 22:27
Bosnískur sigur á Bretum Bosnía vann sex stiga sigur, 74-68, á Bretlandi í næstsíðasta leik A-riðils í undankeppni EM 2015 í körfubolta. 24. ágúst 2014 23:59
Þeir koma ekki mikið harðari þannig að við erum bjartsýnir Hlynur Bæringsson er ekki brotinn og hefur sett stefnuna á það að ná lokaleik íslenska körfuboltalandsliðsins á móti Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið. 25. ágúst 2014 08:00
Bosníumenn án síns besta manns í Höllinni NBA-leikmaðurinn Mirza Teletovic, stigahæsti leikmaður undankeppni EM, verður ekki með bosníska landsliðinu í leiknum á móti Íslandi í Laugardalshöllinni á miðvikudag. Karfan.is hefur það eftir vefsíðunni Sportsport.ba að Mirza Teletovic komi ekki með til Íslands af persónulegum ástæðum en Bosníumenn hafa þegar tryggt sér sæti á EM. 25. ágúst 2014 15:48
Utan vallar: Stærsti litli stóri maðurinn í Evrópu Íslenska körfuboltalandsliðið vann stórbrotinn og dramatískan sigur á Bretum í London á miðvikudagskvöldið og er komið með níu og hálfan putta á farseðilinn á EM. 23. ágúst 2014 13:30
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum