Umfjöllun, viðtöl. myndir og einkunnir: Víkingur - FH 2-3 | FH á toppinn á ný Guðmundur Marinó Ingvarsson á Víkingsvelli skrifar 25. ágúst 2014 15:41 FH tyllti sér á topp Pepsí deildar karla í fótbolta á nýjan leik í kvöld þegar liðið lagði Víking 3-2 á útivelli. Staðan í hálfleik var 0-0.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill í kvöld þó FH hafi verið mikið meira með boltann og leikurinn fór nánast eingöngu fram á vallarhelmingi heimamanna. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Michael Abnett kom Víkingi yfir strax á fjórðu mínútu seinni hálfleiks. FH kann ekki vel við að vera undir jafnaði strax í fyrstu sókn eftir markið en mun meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og munaði mikið um að Aron Elís Þrándarson kom inn á í hálfleik en hann var settur á bekkinn fyrir leik. Þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum skipti Heimir Guðjónsson Atla Guðnasyni inn á og í kjölfarið náði FH yfirhöndinni í leiknum á ný og ekki hjálpaði það Víkingum að varamaðurinn Ventseslav Ivanov fékk rautt spjald 17 mínútum eftir að hann kom inn á. FH lagði allt í sóknarleikinn vitandi það að Stjarnan missteig sig í gær. Stórsóknin skilaði FH tveimur mörkum á lokamínútunum en Atli Viðar Björnsson kom FH yfir skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Það er gríðarlegur styrkur fyrir FH að geta skipt eins öflugum vararmönnum inn á og raun ber vitni. Með þessa breidd er erfitt að sjá liðið misstíga sig á lokasprettinum þó enginn geti afskrifað Stjörnuna eða KR sem lúrir rétt fyrir aftan. Víkingur náði að malda í móinn í uppbótartíma en skaðinn var skeður og úrslitin ráðin. FH er komið með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur er sem fyrr í fjórða sæti en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í þremur síðustu leikjum sínum og hefur kvatt toppbaráttuna. Davíð Þór: Alltaf líklegir til að skora með Atla Viðar á vellinum„Við sköpuðum okkur ekki nóg í fyrri hálfleik og vorum aðeins of hægir en svo fáum við þetta mark í andlitið en að sama skapi jöfnuðum við mínútu seinna. Við lentum ekkert í það miklum vandræðum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson miðjumaður FH. „Við vorum einum fleiri og pressuðum þvílíkt á þá og auðvitað fer aðeins um mann þegar maður sækir og sækir og sækir og það kemur ekki nógu mikið út úr því en þegar maður er með Atli Viðar Björnsson inni á vellinum þá er maður alltaf líklegur til að skora. „Þeir gáfu okkur eitt mark og við gáfum þeim eitt mark, það var 1-1 í því,“ sagði Davíð og átti við tvö síðustu mörk leiksins. „Það var kæruleysi hjá okkur í lokin en það skiptir ekki öllu, við unnum þennan leik. Við vorum búnir að vera duglegir að halda boltanum og þeir komust ekki neitt. Þá gerðumst við sekir um smá kæruleysi en mér er alveg sama. „Við komumst aftur á toppinn og erum í flottum málum. Við ætlum okkur að vinna þetta mót og Stjarnan tapar ekki mörgum stigum og við þurfum að vinna okkar leiki. Við stefnum að því að vinna alla leiki fram að síðasta leiknum gegn Stjörnunni í október og þá sér maður hvort það verði úrslitaleikur,“ sagði Davíð. Ólafur Þórðarson: Dómarinn hafði ekki kjark í að dæma á FH„Ég er ósáttur við aulaskap minna leikmanna að hafa gefið þennan leik frá sér í dag,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Mér fannst fyrsta markið ekki vera gegn gangi leiksins. Við vörðumst vel og þeir voru ekki að skapa neitt. Þeir fengu ekkert fleiri færi en við og svo skorum við fínt mark úr fyrsta færinu okkar. „Ef við byrjum á byrjuninni þá er stærsta atvikið í leiknum þegar dómarinn sleppir því að reka Jón Ragnar (Jónsson) útaf í fyrri hálfleik. Hann hafði ekki kjark í að dæma á FH eins og hann átti að gera í kvöld. „Hann var síðasti maður og Viktor (Jónsson) er sloppinn í gegn. Ef hann flautar þá er það rautt spjald,“ sagði Ólafur sem var ekki heldur sáttur við rauða spjaldið sem Ivanov fékk. „Ég sé ekki nógu vel hvort Ivanov sé með olnbogann uppi. Mér fannst hann fara upp í þetta til að skalla boltann og það tók dómarann langan tíma að ákveða hvað hann ætti að gera þarna og hann lét FH tala þetta spjald á hann.“ Ólafur var ekki heldur sáttur við fyrra spjaldið sem Ivanov fékk en þar var hann ekki síður ósáttur við leikmanninn sem fékk spjaldið fyrir dýfu. „Hann fór niður, það er klárt. Hann gat staðið og fengið markmanninn á sig. Það átti hann að gera. Markmaðurinn fór í hann, það er engin spurning og fyrir mér er það brot.“ Aron Elís Þrándarson byrjaði á bekknum í dag en innkoma hans í upphafi seinni hálfleiks breytti leiknum fyrir Víking. „Hann hefur ekki verið að standa sig nógu vel að undanförnu. Það er þannig að ungir strákar spila upp og niður og hann er ungur og á langt í land ennþá. Það var ekki verið að refsa honum. Maður velur það lið sem maður treystir best hverju sinni. Það var vitað að Aron myndi koma inn í leiknum. Hann stóð sig nokkuð vel eftir að hann kom inn á,“ sagði Ólafur að lokum.Vísir/Stefán Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
FH tyllti sér á topp Pepsí deildar karla í fótbolta á nýjan leik í kvöld þegar liðið lagði Víking 3-2 á útivelli. Staðan í hálfleik var 0-0.Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum sem sjá má hér fyrir ofan. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill í kvöld þó FH hafi verið mikið meira með boltann og leikurinn fór nánast eingöngu fram á vallarhelmingi heimamanna. Það kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar Michael Abnett kom Víkingi yfir strax á fjórðu mínútu seinni hálfleiks. FH kann ekki vel við að vera undir jafnaði strax í fyrstu sókn eftir markið en mun meira jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og munaði mikið um að Aron Elís Þrándarson kom inn á í hálfleik en hann var settur á bekkinn fyrir leik. Þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum skipti Heimir Guðjónsson Atla Guðnasyni inn á og í kjölfarið náði FH yfirhöndinni í leiknum á ný og ekki hjálpaði það Víkingum að varamaðurinn Ventseslav Ivanov fékk rautt spjald 17 mínútum eftir að hann kom inn á. FH lagði allt í sóknarleikinn vitandi það að Stjarnan missteig sig í gær. Stórsóknin skilaði FH tveimur mörkum á lokamínútunum en Atli Viðar Björnsson kom FH yfir skömmu eftir að hann kom inn á sem varamaður. Það er gríðarlegur styrkur fyrir FH að geta skipt eins öflugum vararmönnum inn á og raun ber vitni. Með þessa breidd er erfitt að sjá liðið misstíga sig á lokasprettinum þó enginn geti afskrifað Stjörnuna eða KR sem lúrir rétt fyrir aftan. Víkingur náði að malda í móinn í uppbótartíma en skaðinn var skeður og úrslitin ráðin. FH er komið með tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar en Víkingur er sem fyrr í fjórða sæti en liðið hefur aðeins náð í eitt stig í þremur síðustu leikjum sínum og hefur kvatt toppbaráttuna. Davíð Þór: Alltaf líklegir til að skora með Atla Viðar á vellinum„Við sköpuðum okkur ekki nóg í fyrri hálfleik og vorum aðeins of hægir en svo fáum við þetta mark í andlitið en að sama skapi jöfnuðum við mínútu seinna. Við lentum ekkert í það miklum vandræðum,“ sagði Davíð Þór Viðarsson miðjumaður FH. „Við vorum einum fleiri og pressuðum þvílíkt á þá og auðvitað fer aðeins um mann þegar maður sækir og sækir og sækir og það kemur ekki nógu mikið út úr því en þegar maður er með Atli Viðar Björnsson inni á vellinum þá er maður alltaf líklegur til að skora. „Þeir gáfu okkur eitt mark og við gáfum þeim eitt mark, það var 1-1 í því,“ sagði Davíð og átti við tvö síðustu mörk leiksins. „Það var kæruleysi hjá okkur í lokin en það skiptir ekki öllu, við unnum þennan leik. Við vorum búnir að vera duglegir að halda boltanum og þeir komust ekki neitt. Þá gerðumst við sekir um smá kæruleysi en mér er alveg sama. „Við komumst aftur á toppinn og erum í flottum málum. Við ætlum okkur að vinna þetta mót og Stjarnan tapar ekki mörgum stigum og við þurfum að vinna okkar leiki. Við stefnum að því að vinna alla leiki fram að síðasta leiknum gegn Stjörnunni í október og þá sér maður hvort það verði úrslitaleikur,“ sagði Davíð. Ólafur Þórðarson: Dómarinn hafði ekki kjark í að dæma á FH„Ég er ósáttur við aulaskap minna leikmanna að hafa gefið þennan leik frá sér í dag,“ sagði Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings. „Mér fannst fyrsta markið ekki vera gegn gangi leiksins. Við vörðumst vel og þeir voru ekki að skapa neitt. Þeir fengu ekkert fleiri færi en við og svo skorum við fínt mark úr fyrsta færinu okkar. „Ef við byrjum á byrjuninni þá er stærsta atvikið í leiknum þegar dómarinn sleppir því að reka Jón Ragnar (Jónsson) útaf í fyrri hálfleik. Hann hafði ekki kjark í að dæma á FH eins og hann átti að gera í kvöld. „Hann var síðasti maður og Viktor (Jónsson) er sloppinn í gegn. Ef hann flautar þá er það rautt spjald,“ sagði Ólafur sem var ekki heldur sáttur við rauða spjaldið sem Ivanov fékk. „Ég sé ekki nógu vel hvort Ivanov sé með olnbogann uppi. Mér fannst hann fara upp í þetta til að skalla boltann og það tók dómarann langan tíma að ákveða hvað hann ætti að gera þarna og hann lét FH tala þetta spjald á hann.“ Ólafur var ekki heldur sáttur við fyrra spjaldið sem Ivanov fékk en þar var hann ekki síður ósáttur við leikmanninn sem fékk spjaldið fyrir dýfu. „Hann fór niður, það er klárt. Hann gat staðið og fengið markmanninn á sig. Það átti hann að gera. Markmaðurinn fór í hann, það er engin spurning og fyrir mér er það brot.“ Aron Elís Þrándarson byrjaði á bekknum í dag en innkoma hans í upphafi seinni hálfleiks breytti leiknum fyrir Víking. „Hann hefur ekki verið að standa sig nógu vel að undanförnu. Það er þannig að ungir strákar spila upp og niður og hann er ungur og á langt í land ennþá. Það var ekki verið að refsa honum. Maður velur það lið sem maður treystir best hverju sinni. Það var vitað að Aron myndi koma inn í leiknum. Hann stóð sig nokkuð vel eftir að hann kom inn á,“ sagði Ólafur að lokum.Vísir/Stefán
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira