Lífið

Stiklað á ferli Richards Attenborough

Anna Ágústsdóttir skrifar
Richard Attenborough
Richard Attenborough Vísir/Getty
Einn fremsti leikari Breta, Richard Attenborough, er látinn. Hann var dáður leikari og leikstjóri. Hann var eldri bróðir hins geðþekka Davids Attenborough sem er 88 ára gamall og enn starfandi. 

Hápunkti ferilsins náði Richard þegar hann fékk tvenn óskarsverðlaun 1983 fyrir kvikmyndina Gandhi.

Verkefnið var draumaverkefni Attenborough sem var bæði framleiðandi myndarinnar og leikstjóri. Meira en 20 ár liðu frá því að hugmyndin kom upp og tökur hófust.  

Meðal þekktra kvikmynda sem Attenborough lék í, í seinni tíð, eru endurgerð sígildu jólamyndarinnar Miracle on 34th Street (1994) og Jurassic Park (1993).

Jurassic Park. Attenborough í hlutverki John Hammond.Skjáskot
Fyrsta kvikmyndahlutverkið sitt fékk Attenborough 1942 þegar hann fór með lítið hlutverk í myndinni In Which We Serve. 

Tímamótahlutverkið fékk hann svo fimm árum síðar þegar hann lék Pinkie í  kvikmyndinni Brighton Rock 1947. Þá fór boltinn að rúlla og fór hann með mörg stór hlutverk í framhaldinu. Hann lék meðal annars í stórmyndinni The Great Escape (1963) og 10 Rillington Place (1971).

Attenborough kom einnig fram á leiksviði. Hann fór með hlutverk í upprunalegri uppfærslu á Músagildru Agöthu Christie 1952 en verkið er enn í sýningu á West End í London. Eiginkona hans til 70 ára Sheila Sim lék einnig í þeirri uppfærslu. 

Richard og Sheila Sim. Þau kynntust við uppsetningu Músagildrunnar í London 1952.Visir/Getty
Bræðurnir Richard og David Attenborough.Vísir/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×