Lífið

„Vissi ekki að hann væri svona svakalega góður dansari“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haukur Heiðar.
Haukur Heiðar. visir/sáp
„Þetta var gjörsamlega frábært og ótrúlega vel að öllu staðið hér,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari í Diktu, eftir tónleika Justin Timberlake í Kórnum í kvöld.

Timberlake spilaði fyrir framan 17.000 manns og virtust allir skemmta sér vel.

„Umgjörðin og tæknihliðin var algjörlega frábær og tónleikarnir ennþá betri. Ég bjóst við svakalegu „show-i“ og það var nákvæmlega raunin.“

Haukur segist aldrei nokkur tímann hafa séð annað eins hér á Íslandi.

„Þetta er klárlega stærsti listamaðurinn sem hefur komið hingað til lands. Ég viðurkenni það fúslega að ég hef ekki hlustað mikið á Justin Timberlake í gegnum tíðina en ég vissi ekki að hann væri svona svakalega góður dansari.“




Tengdar fréttir

Stemningin inni í Kórnum

Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.