Timberlake hélt partí á heimsmælikvarða Kjartan Atli Kjartansson skrifar 24. ágúst 2014 22:23 Áhorfendur skemmtu sér konunglega á tónleikum Justin Timberlake í kvöld. Justin Timberlake bauð tónleikagestum í Kórnum í kvöld í sannkallað partí. Hann hélt gestum á tánum frá fyrstu mínútu alveg til þeirrar síðustu. Hann dansaði af innlifun; lék á píanó, hljómborð og gítar; söng af innlifun og sýndi raddsvið sitt. Hann söng ekki lögin sín, hann flutti þau. Justin hreyfði sig um sviðið með miklu sjálfstrausti, með miklu svægi. Hann spannaði allan skalann: Fór frá rólegum lögum yfir í hressari lög. Undirleikurinn frá hljómsveitinni The Tennessee Kids var magnaður. Fáir gátu setið á tónleikunum og voru stigagangarnir í stúkunni fullir af fólki sem dillaði sér í takt við tónlistina.Vísir/Andri Marinó Við hliðina á sviðinu voru tveir risaskjáir þar sem sjá mátti útsendingu Yahoo Live Nation frá tónleikunum. Þeir voru sýndir um allan heim og var Timberlake tíðrætt um fegurð landsins, hversu æðislegir tónleikagestir væru og hversu mikið hann naut þess að vera staddur á landinu. Frábær landkynning. Justin byrjaði tónleikana rólega. Áður en hann steig á svið var lagið My Way með Frank Sinatra leikið og sungu gestir með. Síðan var styrkurinn í hljóðkerfinu aukinn og Timberlake fór af stað. Lagið Pusher Love Girl hljómaði vel og kveikti upp í mannskapnum. Þirðja lag Justins, Rock Your Body, setti salinn í annan gír. Fólk tók meira við sér, söng með og hreyfði sig í takt. Skömmu seinna lýsti söngvarinn því yfir að stemningin fengi einkunnina 9,7 og ætlaði hann að ná henni upp í 10. Og það gekk heldur betur eftir og gott betur en það. Vísir/Andri Marinó Timberlake og The Tennessee Kids hlóðu í frábæra útgáfu af laginu My Love. Salurinn hreinlega ærðist af fögnuði. Hann róaði salinn og söng á háu nótunum, áður en taktfast undirspilið greip áhorfendur. Frábær afgreiðsla á flottu lagi og ekki skemmdi fyrir að sjá Timberlake taka svöl dansspor með laginu. JT hélt áfram að vinna sig í gegnum helstu slagarana sína. Lagið Summer Love greip ansi marga, enda var flutningurinn frumlegur. Lagið er frá árinu 2006 og var gífurlega vinsælt á sínum tíma. Grípandi viðlagið fékk fólk til að syngja með. Einn af hápunktum tónleikanna var fléttan á milli laganna Holy Grail og Cry Me a River. Holy Grail gerði Justin Timberlake með rapparanum Jay-Z og Cry Me a River er auðvitað eitt af hans þekktustu lögum. Hann tvinnaði lögin saman, þannig að skiptingin á milli þeirra var stutt. Cry Me a River hreinlega gerði allt vitlaust. Fólk iðaði, dansaði, söng. Það var ekki annað hægt en að hrífast með. Lagið hefur líklega aldrei hljómað svona vel.Vísir/Andri Marinó Þegar Justin Timberlake settist við píanó á sviðinu og bað fólk um að kveikja á ljósinu á símanum sínum eða setja kveikjara í loftið fengu líklega margir gæsahúð. Justin flutti lagið, Until the End of Time af slíkri innlifun að salurinn heillaðist. Samspil ljósa og tónlistar var hreinlega magnað. Hann sýndi þarna að hann er einn af allra færustu RnB-tónlistarmönnum heims. Taktvissan í söngnum vakti sérstaklega athygli. Fáir standast Timberlake snúning í svona lögum. Hann var duglegur að taka sín þekktustu lög. Lagið Seniorita er auðvitað orðið klassískt. Flutningurinn á því var afar vel heppnaður í kvöld. Dansspor söngvarans voru fumlaus og hjálparhellur hans á sviðinu skiluðu sínu. Vísir/Andri Marinó Justin tók svo upp gítar og flutti meðal annars lagið What Comes Around...Goes Around. Eitt af hans þekktustu lögum. Að heyra og sjá hann flytja lagið á gítar var mögnuð upplifun. Raddsvið söngvarans heyrist svo greinilega í laginu. Hæfileikar hans eru mældir á heimsmælikvarða og hann er einn af þeim allra bestu í sínu fagi. Það sannaði hann þegar hann flutti þetta þekkta lag. Hann endaði svo tónleikana á laginu Suit and Tie, einum af nýrri slögurum hans. Hann endaði lagið á að hneygja sig og þakka fyrir sig, en allir tónleikagestir vissu hvað var í vændum. Timberlake hvarf af sviðinu í örfáar mínútur og birtist svo aftur. Og þá kom rúsínan í pylsuendanum; lögin Sexy Back og Mirrors. Hann átti salinn á meðan hann flutti lögin. Öllu var tjaldaði til. Hljómsveitin var komin út á sviðið til hans, allir að dansa. Þvílíkt partí.Vísir/Andri Marinó Hann endaði svo tónleikana á því að þakka innilega fyrir sig. Þannig að gestir trúðu honum. Og maður gekk í burtu þakklátur fyrir þessa frammistöðu. Justin Timberlake spilaði í um 100 mínútur. Hann settist varla niður. Hann tók enga hvíld. Hann gaf áhorfendum í Kórnum allt sem hann átti og var ekki annað að sjá á gestum en að allir færu brosandi út. Justin Timberlake bauð í partí í kvöld. Hann fór yfir allan skallann, tók helstu lögin og skemmti fólki. Hann dansaði, spilaði á hljóðfæri, söng og spjallaði við áhorfendur. Hann virtist njóta þess að vera á sviðinu og áhrofendur virtust njóta þess að horfa á hann. Sviðsmyndin og lýsingin voru algjörlega til fyrirmyndar. Myndvinnslan sem sást á risaskjáunum við hliðina á sviðinu bætti miklu við upplifun manns. Partíið heppnaðist vel og var góð auglýsingin fyrir Ísland. Skipulag tónleikanna var frábært. Þetta sýnir okkur að það er vel hægt að halda stóra tónleika á Íslandi og virðist Kórinn henta afar vel í það. Það skemmdi líklega ekki fyrir að tónelikunum var sjónvarpað um allan heim. Söngvarinn tjaldaði öllu til og hefur vonandi skemmt heimsbyggðinni jafn vel og hann skemmti Íslendingum. Ein stærsta stjarna heims skein skært í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir eru líklega með þeim bestu sem hafa verið haldnir hér á landi.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó Tengdar fréttir Löng röð á klósettið Vissara að kasta af sér vatni áður en Justin stígur á stokk. 24. ágúst 2014 20:31 „Vissi ekki að hann væri svona svakalega góður dansari“ „Þetta var gjörsamlega frábært og ótrúlega vel að öllu staðið hér,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari í Diktu, eftir tónleika Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 24. ágúst 2014 23:47 Tveir miðar á Justin Timberlake á 100 þúsund krónur Óðum styttist í að Justin Timberlake og félagar trylli lýðinn í Kórnum. Kappinn stígur á svið klukkan 21 en húsið opnar þremur tímum fyrr. 24. ágúst 2014 15:10 Justin Timberlake: „Þú fallega Ísland“ Bandaríski hjartaknúsarinn deildi nokkrum myndum frá tíma sínum á Íslandi með fylgjendum sínum á Twitter í dag. 24. ágúst 2014 19:02 Justin gaf afgreiðslufólki VIP-miða Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake nýtti gærdaginn meðal annars í verslunarferð í Skeifunni í gær. 24. ágúst 2014 16:51 Tónleikagestir að gera sig klára Um 19 þúsund Íslendingar bíða spenntir eftir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 24. ágúst 2014 17:19 GusGus byrjuð: Salurinn að fyllast Töluverður kliður er í salnum í Kórnum þar sem GusGus hóf leik upp úr klukkan hálf átta. Íslenska hljómsveitin á að koma gestum í gírinn áður en Justin Timberlake stígur á stokk klukkan 21. 24. ágúst 2014 19:42 Justin Timberlake derhúfa á sex þúsund krónur Eflaust munu fjölmargir tónleikagestir nota tækifærið og kaupa sér minjagrip um kvöldið í Kórnum. 24. ágúst 2014 20:01 Sérstakur safabar fyrir Justin Samkvæmt heimildum Vísis hefur fyrirtækið Joe & The Juice opnað safabar baksviðs á tónleikum Justin Timberlake. 24. ágúst 2014 18:33 Fyrstar í röðina á tónleika Justin Timberlake Mæðgur frá Danmörku voru fyrstar í röðina en þær segja Dani yfirleitt mæta tíu tímum fyrir tónleika. 24. ágúst 2014 13:52 Stemningin inni í Kórnum Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30. 24. ágúst 2014 18:47 „Við ætlum að dansa til að gleyma“ "Útlitið segir nú ekki allt,“ sögðu tveir grjótharðir aðdáendur Justin Timberlake, fyrir utan Kórinn í kvöld. Þeir voru á leiðinni á tónleika með popparanum. 24. ágúst 2014 18:30 Fólk flykktist á Justin Ljósmyndari Vísis fylgdist með tónleikagestum mæta á svæðið í dag 24. ágúst 2014 21:29 Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26 Allt um risatónleika Justins Timberlake í kvöld Þetta þurfa tónleikagestir að vera með á hreinu. 24. ágúst 2014 14:37 Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið Viðbúnaðar vegna tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake er sá mesti sem þekkist í kringum tónleika hér á landi og aðdáendur sem keyptu miða voru mættir snemma á tónleikastaðinn, sumir fimm klukkutímum áður en Timberlake stígur á svið. 24. ágúst 2014 19:09 Hundrað manna teymi með Justin á Íslandi Hópurinn hefur skemmt sér vel undanfarna daga. Farið var á Gullfoss og Geysi, í Bláa Lónið og út að borða á íslenskum veitingastöðum. 24. ágúst 2014 15:56 Bill Gates fylgdist með Justin úr einkastúku Líkt og Vísir greindi fyrst frá kom Bill Gates til Íslands á einkaþotu í vikunni. 24. ágúst 2014 22:39 Timberlake sló í gegn Hægt er að horfa á tónleika Timberlake heima í stofu. 24. ágúst 2014 16:27 Halda mikið upp á Justin Timberlake Þessar stúlkur segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þær mættu snemma, voru komnar fyrir utan Kórinn talsvert löngu fyrir opnun. 24. ágúst 2014 18:32 „Þetta var það flottasta sem maður hefur séð hér á Íslandi" "Þetta var alveg á heimsmælikvarða,“ segir Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, eftir tónleikanna með Justin Timberlake í kvöld. Bjarni var mættur á svæðið með fjölskyldunni. 24. ágúst 2014 23:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Justin Timberlake bauð tónleikagestum í Kórnum í kvöld í sannkallað partí. Hann hélt gestum á tánum frá fyrstu mínútu alveg til þeirrar síðustu. Hann dansaði af innlifun; lék á píanó, hljómborð og gítar; söng af innlifun og sýndi raddsvið sitt. Hann söng ekki lögin sín, hann flutti þau. Justin hreyfði sig um sviðið með miklu sjálfstrausti, með miklu svægi. Hann spannaði allan skalann: Fór frá rólegum lögum yfir í hressari lög. Undirleikurinn frá hljómsveitinni The Tennessee Kids var magnaður. Fáir gátu setið á tónleikunum og voru stigagangarnir í stúkunni fullir af fólki sem dillaði sér í takt við tónlistina.Vísir/Andri Marinó Við hliðina á sviðinu voru tveir risaskjáir þar sem sjá mátti útsendingu Yahoo Live Nation frá tónleikunum. Þeir voru sýndir um allan heim og var Timberlake tíðrætt um fegurð landsins, hversu æðislegir tónleikagestir væru og hversu mikið hann naut þess að vera staddur á landinu. Frábær landkynning. Justin byrjaði tónleikana rólega. Áður en hann steig á svið var lagið My Way með Frank Sinatra leikið og sungu gestir með. Síðan var styrkurinn í hljóðkerfinu aukinn og Timberlake fór af stað. Lagið Pusher Love Girl hljómaði vel og kveikti upp í mannskapnum. Þirðja lag Justins, Rock Your Body, setti salinn í annan gír. Fólk tók meira við sér, söng með og hreyfði sig í takt. Skömmu seinna lýsti söngvarinn því yfir að stemningin fengi einkunnina 9,7 og ætlaði hann að ná henni upp í 10. Og það gekk heldur betur eftir og gott betur en það. Vísir/Andri Marinó Timberlake og The Tennessee Kids hlóðu í frábæra útgáfu af laginu My Love. Salurinn hreinlega ærðist af fögnuði. Hann róaði salinn og söng á háu nótunum, áður en taktfast undirspilið greip áhorfendur. Frábær afgreiðsla á flottu lagi og ekki skemmdi fyrir að sjá Timberlake taka svöl dansspor með laginu. JT hélt áfram að vinna sig í gegnum helstu slagarana sína. Lagið Summer Love greip ansi marga, enda var flutningurinn frumlegur. Lagið er frá árinu 2006 og var gífurlega vinsælt á sínum tíma. Grípandi viðlagið fékk fólk til að syngja með. Einn af hápunktum tónleikanna var fléttan á milli laganna Holy Grail og Cry Me a River. Holy Grail gerði Justin Timberlake með rapparanum Jay-Z og Cry Me a River er auðvitað eitt af hans þekktustu lögum. Hann tvinnaði lögin saman, þannig að skiptingin á milli þeirra var stutt. Cry Me a River hreinlega gerði allt vitlaust. Fólk iðaði, dansaði, söng. Það var ekki annað hægt en að hrífast með. Lagið hefur líklega aldrei hljómað svona vel.Vísir/Andri Marinó Þegar Justin Timberlake settist við píanó á sviðinu og bað fólk um að kveikja á ljósinu á símanum sínum eða setja kveikjara í loftið fengu líklega margir gæsahúð. Justin flutti lagið, Until the End of Time af slíkri innlifun að salurinn heillaðist. Samspil ljósa og tónlistar var hreinlega magnað. Hann sýndi þarna að hann er einn af allra færustu RnB-tónlistarmönnum heims. Taktvissan í söngnum vakti sérstaklega athygli. Fáir standast Timberlake snúning í svona lögum. Hann var duglegur að taka sín þekktustu lög. Lagið Seniorita er auðvitað orðið klassískt. Flutningurinn á því var afar vel heppnaður í kvöld. Dansspor söngvarans voru fumlaus og hjálparhellur hans á sviðinu skiluðu sínu. Vísir/Andri Marinó Justin tók svo upp gítar og flutti meðal annars lagið What Comes Around...Goes Around. Eitt af hans þekktustu lögum. Að heyra og sjá hann flytja lagið á gítar var mögnuð upplifun. Raddsvið söngvarans heyrist svo greinilega í laginu. Hæfileikar hans eru mældir á heimsmælikvarða og hann er einn af þeim allra bestu í sínu fagi. Það sannaði hann þegar hann flutti þetta þekkta lag. Hann endaði svo tónleikana á laginu Suit and Tie, einum af nýrri slögurum hans. Hann endaði lagið á að hneygja sig og þakka fyrir sig, en allir tónleikagestir vissu hvað var í vændum. Timberlake hvarf af sviðinu í örfáar mínútur og birtist svo aftur. Og þá kom rúsínan í pylsuendanum; lögin Sexy Back og Mirrors. Hann átti salinn á meðan hann flutti lögin. Öllu var tjaldaði til. Hljómsveitin var komin út á sviðið til hans, allir að dansa. Þvílíkt partí.Vísir/Andri Marinó Hann endaði svo tónleikana á því að þakka innilega fyrir sig. Þannig að gestir trúðu honum. Og maður gekk í burtu þakklátur fyrir þessa frammistöðu. Justin Timberlake spilaði í um 100 mínútur. Hann settist varla niður. Hann tók enga hvíld. Hann gaf áhorfendum í Kórnum allt sem hann átti og var ekki annað að sjá á gestum en að allir færu brosandi út. Justin Timberlake bauð í partí í kvöld. Hann fór yfir allan skallann, tók helstu lögin og skemmti fólki. Hann dansaði, spilaði á hljóðfæri, söng og spjallaði við áhorfendur. Hann virtist njóta þess að vera á sviðinu og áhrofendur virtust njóta þess að horfa á hann. Sviðsmyndin og lýsingin voru algjörlega til fyrirmyndar. Myndvinnslan sem sást á risaskjáunum við hliðina á sviðinu bætti miklu við upplifun manns. Partíið heppnaðist vel og var góð auglýsingin fyrir Ísland. Skipulag tónleikanna var frábært. Þetta sýnir okkur að það er vel hægt að halda stóra tónleika á Íslandi og virðist Kórinn henta afar vel í það. Það skemmdi líklega ekki fyrir að tónelikunum var sjónvarpað um allan heim. Söngvarinn tjaldaði öllu til og hefur vonandi skemmt heimsbyggðinni jafn vel og hann skemmti Íslendingum. Ein stærsta stjarna heims skein skært í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir eru líklega með þeim bestu sem hafa verið haldnir hér á landi.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó
Tengdar fréttir Löng röð á klósettið Vissara að kasta af sér vatni áður en Justin stígur á stokk. 24. ágúst 2014 20:31 „Vissi ekki að hann væri svona svakalega góður dansari“ „Þetta var gjörsamlega frábært og ótrúlega vel að öllu staðið hér,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari í Diktu, eftir tónleika Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 24. ágúst 2014 23:47 Tveir miðar á Justin Timberlake á 100 þúsund krónur Óðum styttist í að Justin Timberlake og félagar trylli lýðinn í Kórnum. Kappinn stígur á svið klukkan 21 en húsið opnar þremur tímum fyrr. 24. ágúst 2014 15:10 Justin Timberlake: „Þú fallega Ísland“ Bandaríski hjartaknúsarinn deildi nokkrum myndum frá tíma sínum á Íslandi með fylgjendum sínum á Twitter í dag. 24. ágúst 2014 19:02 Justin gaf afgreiðslufólki VIP-miða Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake nýtti gærdaginn meðal annars í verslunarferð í Skeifunni í gær. 24. ágúst 2014 16:51 Tónleikagestir að gera sig klára Um 19 þúsund Íslendingar bíða spenntir eftir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 24. ágúst 2014 17:19 GusGus byrjuð: Salurinn að fyllast Töluverður kliður er í salnum í Kórnum þar sem GusGus hóf leik upp úr klukkan hálf átta. Íslenska hljómsveitin á að koma gestum í gírinn áður en Justin Timberlake stígur á stokk klukkan 21. 24. ágúst 2014 19:42 Justin Timberlake derhúfa á sex þúsund krónur Eflaust munu fjölmargir tónleikagestir nota tækifærið og kaupa sér minjagrip um kvöldið í Kórnum. 24. ágúst 2014 20:01 Sérstakur safabar fyrir Justin Samkvæmt heimildum Vísis hefur fyrirtækið Joe & The Juice opnað safabar baksviðs á tónleikum Justin Timberlake. 24. ágúst 2014 18:33 Fyrstar í röðina á tónleika Justin Timberlake Mæðgur frá Danmörku voru fyrstar í röðina en þær segja Dani yfirleitt mæta tíu tímum fyrir tónleika. 24. ágúst 2014 13:52 Stemningin inni í Kórnum Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30. 24. ágúst 2014 18:47 „Við ætlum að dansa til að gleyma“ "Útlitið segir nú ekki allt,“ sögðu tveir grjótharðir aðdáendur Justin Timberlake, fyrir utan Kórinn í kvöld. Þeir voru á leiðinni á tónleika með popparanum. 24. ágúst 2014 18:30 Fólk flykktist á Justin Ljósmyndari Vísis fylgdist með tónleikagestum mæta á svæðið í dag 24. ágúst 2014 21:29 Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26 Allt um risatónleika Justins Timberlake í kvöld Þetta þurfa tónleikagestir að vera með á hreinu. 24. ágúst 2014 14:37 Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið Viðbúnaðar vegna tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake er sá mesti sem þekkist í kringum tónleika hér á landi og aðdáendur sem keyptu miða voru mættir snemma á tónleikastaðinn, sumir fimm klukkutímum áður en Timberlake stígur á svið. 24. ágúst 2014 19:09 Hundrað manna teymi með Justin á Íslandi Hópurinn hefur skemmt sér vel undanfarna daga. Farið var á Gullfoss og Geysi, í Bláa Lónið og út að borða á íslenskum veitingastöðum. 24. ágúst 2014 15:56 Bill Gates fylgdist með Justin úr einkastúku Líkt og Vísir greindi fyrst frá kom Bill Gates til Íslands á einkaþotu í vikunni. 24. ágúst 2014 22:39 Timberlake sló í gegn Hægt er að horfa á tónleika Timberlake heima í stofu. 24. ágúst 2014 16:27 Halda mikið upp á Justin Timberlake Þessar stúlkur segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þær mættu snemma, voru komnar fyrir utan Kórinn talsvert löngu fyrir opnun. 24. ágúst 2014 18:32 „Þetta var það flottasta sem maður hefur séð hér á Íslandi" "Þetta var alveg á heimsmælikvarða,“ segir Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, eftir tónleikanna með Justin Timberlake í kvöld. Bjarni var mættur á svæðið með fjölskyldunni. 24. ágúst 2014 23:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Löng röð á klósettið Vissara að kasta af sér vatni áður en Justin stígur á stokk. 24. ágúst 2014 20:31
„Vissi ekki að hann væri svona svakalega góður dansari“ „Þetta var gjörsamlega frábært og ótrúlega vel að öllu staðið hér,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari í Diktu, eftir tónleika Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 24. ágúst 2014 23:47
Tveir miðar á Justin Timberlake á 100 þúsund krónur Óðum styttist í að Justin Timberlake og félagar trylli lýðinn í Kórnum. Kappinn stígur á svið klukkan 21 en húsið opnar þremur tímum fyrr. 24. ágúst 2014 15:10
Justin Timberlake: „Þú fallega Ísland“ Bandaríski hjartaknúsarinn deildi nokkrum myndum frá tíma sínum á Íslandi með fylgjendum sínum á Twitter í dag. 24. ágúst 2014 19:02
Justin gaf afgreiðslufólki VIP-miða Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake nýtti gærdaginn meðal annars í verslunarferð í Skeifunni í gær. 24. ágúst 2014 16:51
Tónleikagestir að gera sig klára Um 19 þúsund Íslendingar bíða spenntir eftir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í kvöld. 24. ágúst 2014 17:19
GusGus byrjuð: Salurinn að fyllast Töluverður kliður er í salnum í Kórnum þar sem GusGus hóf leik upp úr klukkan hálf átta. Íslenska hljómsveitin á að koma gestum í gírinn áður en Justin Timberlake stígur á stokk klukkan 21. 24. ágúst 2014 19:42
Justin Timberlake derhúfa á sex þúsund krónur Eflaust munu fjölmargir tónleikagestir nota tækifærið og kaupa sér minjagrip um kvöldið í Kórnum. 24. ágúst 2014 20:01
Sérstakur safabar fyrir Justin Samkvæmt heimildum Vísis hefur fyrirtækið Joe & The Juice opnað safabar baksviðs á tónleikum Justin Timberlake. 24. ágúst 2014 18:33
Fyrstar í röðina á tónleika Justin Timberlake Mæðgur frá Danmörku voru fyrstar í röðina en þær segja Dani yfirleitt mæta tíu tímum fyrir tónleika. 24. ágúst 2014 13:52
Stemningin inni í Kórnum Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30. 24. ágúst 2014 18:47
„Við ætlum að dansa til að gleyma“ "Útlitið segir nú ekki allt,“ sögðu tveir grjótharðir aðdáendur Justin Timberlake, fyrir utan Kórinn í kvöld. Þeir voru á leiðinni á tónleika með popparanum. 24. ágúst 2014 18:30
Fólk flykktist á Justin Ljósmyndari Vísis fylgdist með tónleikagestum mæta á svæðið í dag 24. ágúst 2014 21:29
Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26
Allt um risatónleika Justins Timberlake í kvöld Þetta þurfa tónleikagestir að vera með á hreinu. 24. ágúst 2014 14:37
Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið Viðbúnaðar vegna tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake er sá mesti sem þekkist í kringum tónleika hér á landi og aðdáendur sem keyptu miða voru mættir snemma á tónleikastaðinn, sumir fimm klukkutímum áður en Timberlake stígur á svið. 24. ágúst 2014 19:09
Hundrað manna teymi með Justin á Íslandi Hópurinn hefur skemmt sér vel undanfarna daga. Farið var á Gullfoss og Geysi, í Bláa Lónið og út að borða á íslenskum veitingastöðum. 24. ágúst 2014 15:56
Bill Gates fylgdist með Justin úr einkastúku Líkt og Vísir greindi fyrst frá kom Bill Gates til Íslands á einkaþotu í vikunni. 24. ágúst 2014 22:39
Halda mikið upp á Justin Timberlake Þessar stúlkur segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þær mættu snemma, voru komnar fyrir utan Kórinn talsvert löngu fyrir opnun. 24. ágúst 2014 18:32
„Þetta var það flottasta sem maður hefur séð hér á Íslandi" "Þetta var alveg á heimsmælikvarða,“ segir Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, eftir tónleikanna með Justin Timberlake í kvöld. Bjarni var mættur á svæðið með fjölskyldunni. 24. ágúst 2014 23:30