Lífið

GusGus byrjuð: Salurinn að fyllast

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr Kórnum klukkan 19:30.
Úr Kórnum klukkan 19:30. Vísir/Stefán Árni
Töluverður kliður er í salnum í Kórnum þar sem GusGus hóf leik upp úr klukkan hálf átta. Íslenska hljómsveitin á að koma gestum í gírinn áður en Justin Timberlake stígur á stokk klukkan 21.

Ólíkt því sem ætla mætti þegar svo margir koma saman er ekki mikill hiti í salnum heldur nokkuð svalt. Fólk er að koma sér fyrir og hafa meðlimir GusGus beðið fólk um að hagræða staðsetningu sinni svo að allt plássið nýtist sem best. Þannig er að mun fleiri gestir eru í þeim hluta salarins þar sem hleypt er inn. Fyrir vikið er töluvert af ónýttu plássi á hinum endanum.

Þónokkur röð er fyrir utan Kórinn. Bílastæðið næst Kórnum, þar sem þeir máttu leggja sem komu fjórir eða fleiri saman á tónleikana, er þó ekki enn orðið fullt. Lýsti tónleikagestur því fyrir blaðamanni Vísis á staðnum að honum og þremur öðrum, sem saman voru í bíl, hefði verið skipað að leggja annars staðar en í þau stæði.

Vísir minnir á að hægt er að horfa á tónleikana í beinni útsendingu, þ.e. frá því Justin Timberlake stígur á svið klukkan 21. Nánar um það hér.

Myndin var tekin rétt fyrir klukkan 19:30. Mun fleiri eru í hægri hluta salarins en þeim vinstri.Vísir/Stefán Árni

Tengdar fréttir

„Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið"

Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum.

Sérstakur safabar fyrir Justin

Samkvæmt heimildum Vísis hefur fyrirtækið Joe & The Juice opnað safabar baksviðs á tónleikum Justin Timberlake.

Stemningin inni í Kórnum

Fjölmargir eru komnir inn í salinn þótt Gus Gus hefji ekki leik fyrr en klukkan 19:30.

„Við ætlum að dansa til að gleyma“

"Útlitið segir nú ekki allt,“ sögðu tveir grjótharðir aðdáendur Justin Timberlake, fyrir utan Kórinn í kvöld. Þeir voru á leiðinni á tónleika með popparanum.

„Hann er mjög sætur"

"Við erum mjög spenntar fyrir tónleikunum,“ sögðu fjórar vinkonur fyrir utan Kórinn í kvöld. Hópurinn var á leiðinni á tónleika með stórstjörnunni Justin Timberlake í Kópavoginum.

Stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið

Viðbúnaðar vegna tónleika stórstjörnunnar Justin Timberlake er sá mesti sem þekkist í kringum tónleika hér á landi og aðdáendur sem keyptu miða voru mættir snemma á tónleikastaðinn, sumir fimm klukkutímum áður en Timberlake stígur á svið.

Halda mikið upp á Justin Timberlake

Þessar stúlkur segjast vera miklir aðdáendur söngvarans. Þær mættu snemma, voru komnar fyrir utan Kórinn talsvert löngu fyrir opnun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.