Lífið

Löng bílaröð í Kórahverfið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Bílalestin í Kórahverfinu upp úr klukkan 17 í dag.
Bílalestin í Kórahverfinu upp úr klukkan 17 í dag. Vísir/Stefán Árni
Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. Miklar ráðstafanir hafa verið gerðar svo að umferð og annað gangi sem best fyrir sig en á nítjánda þúsund manns koma til með að mæta í Kórinn í kvöld.

Fólk sem er í aðstöðu til þess að ganga eða hjóla á tónleikastað er hvatt til þess að gera það, að nota leigubíla, almenningssamgöngur eða deila einkabílum. Tónleikamiðinn gildir í strætó á höfuðborgarsvæðinu bæði fyrir og eftir tónleikana.

„Sit fastur í bílaröð á leiðinni á @jtimberlake Lýðveldishátíð '94 all over,“ skrifar Sigurður Kári á Twitter.

Fólk er byrjað að safnast saman fyrir utan Kórinn.Vísir/Stefán Árni
Fyrir utan Kórinn klukkan 17:40 í dag.Vísir/Stefán Árni
Húsið verður opnað klukkan 17.Vísir/Stefán Árni

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×