Lífið

Justin gaf afgreiðslufólki VIP-miða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Justin Timberlake.
Justin Timberlake. Vísir/Getty
Bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake nýtti gærdaginn meðal annars í verslunarferð í Skeifunni í gær. Timberlake kom við í verslun 66° Norður í Faxafeni ásamt öryggisliði sínu.

Samkvæmt heimildum Vísis var Justin í góðum gír, kurteis og hress. Hann keypti töluvert af klæðnaði á sig og konu sína, Jessicu Biel.

Kvaddi hann afgreiðslufólkið með VIP-miðum á tónleikana í kvöld. Húsið verður opnað klukkan 18 en Justin stígur á stokk klukkan 21.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.