Lífið

Tveir miðar á Justin Timberlake á 100 þúsund krónur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Justin Timberlake.
Justin Timberlake. Vísir/Getty
Óðum styttist í að Justin Timberlake og félagar trylli lýðinn í Kórnum. Kappinn stígur á svið klukkan 21 en húsið opnar þremur tímum fyrr.

Löngu er uppselt á tónleikana og komast færri að en vilja. Á samfélagsmiðlum eru margir í leit að miðum og sömuleiðis einhverjir að selja. Margir hverjir ætla sér greinilega að græða í dag og vilja háa upphæð fyrir miða.

Á Bland.is má til að mynda finna tvo stúkumiða til sölu á litlar 100 þúsund krónur. Algengara miðaverð er í kringum 30 þúsund krónur og einnig virðist vera hægt að fá miða á 20 þúsund krónur.

Hafa skal í huga að þótt fjölmörgum fyrirmyndarkaup hafi verið gerð í gegnum árin á Bland.is leynast þar óprúttnir aðilar. Það kom berlega í ljós þegar óheiðarlegur karlmaður seldi 25 miða á landsleik Íslands og Króatíu. Miðana afhenti hann þó aldrei.

Miðarnir á tónleikana kostuðu frá 14.990 krónum upp í 24.990 krónur þegra þeir fóru í sölu í mars.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.