Sport

Hrafnhildur hafnaði í 8. sæti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur varð síðust í mark í úrslitunum.
Hrafnhildur varð síðust í mark í úrslitunum. Vísir/Vilhelm
Hrafnhildur Lúthersdóttir synti nú rétt í þessu í úrslitum í 50 metra bringusundi á Evrópumótinu í 50 metra laug í Berlín.

Hún kom í mark á 31,53 sekúndum og hafnaði í 8. sæti af átta keppendum. Hin 17 ára gamla Ruta Meilutyte frá Litháen varð hlutskörpust, en hún synti á 29,89 sekúndum. Heimsmet Meilutyte í greininni er 29,48 sekúndur, en hún setti það í Barcelona í fyrra. Hin sænska Jennie Johansson kom önnur í mark og Moniek Nijhuis frá Hollandi þriðja.

Hrafnhildur varð þriðja í sínum riðli í undanúrslitunum í gær þar sem hún synti á 31,31 sekúndu. Hrafnhildur setti Íslandsmet í undanrásunum í gærmorgun þegar hún kom í mark á 31,21 sekúndu.


Tengdar fréttir

Hrafnhildur komst í undanúrslitin í Berlín

Hrafnhildur Lúthersdóttir hóf leik á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 metra laug í Berlín í dag og tryggði sæti sitt í undanúrslitum er hún kom í mark á 1:09,12 mínútu.

Hrafnhildur sekúndu frá Íslandsmetinu er hún komst í undanúrslitin

Hrafnhildur Lúthersdóttir, sundkonan úr SH, komst í dag í undanúrslit í 200 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem fer fram í Berlín. Var hún tæplega sekúndu frá Íslandsmeti sínu en undanúrslitin fara fram seinna í dag.

Hrafnhildur í undanúrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sig inn í undanúrslit í 50 metra bringusundi á Evrópumótinu í sundi í Berlín í morgun á nýju Íslandsmeti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×