Lífið

Stjörnufans á opnun Hlaðgerðar

Ellý Ármanns skrifar
Margir lögðu leið sína í Gallerí Listamenn um helgina þegar listmálarinn Hlaðgerður Íris Björnsdóttir opnaði sýninguna Einsögn”.

Þóra Hallgrímsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sveppi, Ebba Guðný Guðmundsdóttir og Yesmine Olsson voru á meðal gesta.

Hlaðgerður var valin ein af áhugaverðustu listamönnum Norðurlandanna árið 2008 þegar verk hennar voru sýnd í Listasafni Gautaborgar. Verkin eru unnin af mikilli nákvæmni en Hlaðgerður er þekkt fyrir að draga upp myndir af náttúru og fólki í anda raunsæisstefnu.

Sýning Hlaðgerðar stendur yfir til 13. september í Gallerí Listamenn, Skúlagötu 32.

Smelltu á efstu mynd í frétt til að skoða albúmið í heild sinni.

Heimasíða Hlaðgerðar.

Fjölmiðlakonurnar og vinkonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir mættu.
Haukur Ingi Guðnason,Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ebba Guðný Guðmundsdóttir.
Þóra Hallgrímsson skoðar verk Hlaðgerðar ásamt vinkonum.
Sveppi var hress að vanda.
Runólfur Ágústsson og Magnús Grétar Ingibergsson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×