Sportveiðiblaðið er komið út Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2014 22:03 ,,Það er bara mjög fjölbeytt hjá okkur blaðið og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi,, sagði Gunnar Bender ritstjóri er var á fleygiferð að dreifa blaðinu á Norðurland, i þegar við höfum samband við hannm en Sportveiðiblaðið var að koma í gærdag. Annað tölublað ársins af Sportveiðiblaðinu er komið úr prentun og er það væntanlegt til áskrifenda á næstu dögum. Í blaðinu er skemmtilegt viðtal við Bubba Morthens, kónginn sjálfan, en Eggert Skúlason blaðamaður fer yfir málin með honum. Skúli Björn Gunnarsson fer yfir ævintýralegan veiðiferill föðurs síns, Gunnars Gutt, sem er orðið 85 ára og er sennilega fyrsti eða með fyrstu veiðileiðsögumönnum með hreindýraveiðum, auk þess að vera ein afkastamesta refaskytta landsins í gegnum tíðina. Árni Friðleifsson er löggan sem stýrir Stangó, en hann tók að sér formennsku í SVFR á síðasta aðalfundi. Eggert Skúlason spjallar við hann um félagið og veiðiskap. Ríkarður Hjálmarsson er öflugur veiðimaður og byrjaði snemma að veiða. Hann er afkomandi fyrstu fluguveiðimanna landsins. Trausti Hafliðason tók viðtal við kappan þar sem við skyggnumst inn í hans veiðilíf. Við kíkjum til Þór Nielsen, fluguhnýtara og veiðimanns og tökum hann tali. Hann sýnir okkur í kistuna sína og við tókum myndir af eftirlætis silungaflugunum hans. Skagaheiðin er paradís veiðimannsins. Í blaðinu er kort af svæðinu og smá umfjöllun. Erling Ingvason, tannlæknir, segir okkur frá uppáhaldsánni sinni, Hafralónsá. Ragnar Hólm Ragnarsson segir okkur frá degi í Mýrarkvísl og Elías Pétur Þórarinsson segir okkur frá ósasvæðinu í Laxá í Ásum. Fluguhnýtingahornið er á sínum stað... .... og margt fleira Stangveiði Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Sprækir urriðar í Elliðaánum Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Erfitt fyrstu dagana í Laxá í Kjós Veiði
,,Það er bara mjög fjölbeytt hjá okkur blaðið og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi,, sagði Gunnar Bender ritstjóri er var á fleygiferð að dreifa blaðinu á Norðurland, i þegar við höfum samband við hannm en Sportveiðiblaðið var að koma í gærdag. Annað tölublað ársins af Sportveiðiblaðinu er komið úr prentun og er það væntanlegt til áskrifenda á næstu dögum. Í blaðinu er skemmtilegt viðtal við Bubba Morthens, kónginn sjálfan, en Eggert Skúlason blaðamaður fer yfir málin með honum. Skúli Björn Gunnarsson fer yfir ævintýralegan veiðiferill föðurs síns, Gunnars Gutt, sem er orðið 85 ára og er sennilega fyrsti eða með fyrstu veiðileiðsögumönnum með hreindýraveiðum, auk þess að vera ein afkastamesta refaskytta landsins í gegnum tíðina. Árni Friðleifsson er löggan sem stýrir Stangó, en hann tók að sér formennsku í SVFR á síðasta aðalfundi. Eggert Skúlason spjallar við hann um félagið og veiðiskap. Ríkarður Hjálmarsson er öflugur veiðimaður og byrjaði snemma að veiða. Hann er afkomandi fyrstu fluguveiðimanna landsins. Trausti Hafliðason tók viðtal við kappan þar sem við skyggnumst inn í hans veiðilíf. Við kíkjum til Þór Nielsen, fluguhnýtara og veiðimanns og tökum hann tali. Hann sýnir okkur í kistuna sína og við tókum myndir af eftirlætis silungaflugunum hans. Skagaheiðin er paradís veiðimannsins. Í blaðinu er kort af svæðinu og smá umfjöllun. Erling Ingvason, tannlæknir, segir okkur frá uppáhaldsánni sinni, Hafralónsá. Ragnar Hólm Ragnarsson segir okkur frá degi í Mýrarkvísl og Elías Pétur Þórarinsson segir okkur frá ósasvæðinu í Laxá í Ásum. Fluguhnýtingahornið er á sínum stað... .... og margt fleira
Stangveiði Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Frábær opnun í Jöklu Veiði Skæðustu flugurnar í laxveiðiánum 2014 Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Sprækir urriðar í Elliðaánum Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Erfitt fyrstu dagana í Laxá í Kjós Veiði