Lífið

Timberlake kom á stórri einkaþotu til landsins

Randver Kári Randversson skrifar
Justin Timberlake.
Justin Timberlake. Vísir/Getty
Samkvæmt heimildum Vísis er bandaríski tónlistarmaðurinn Justin Timberlake kominn til landsins og lenti hann ásamt fylgdarliði á Reykjavíkurflugvelli síðdegis í dag. 

Að sögn sjónarvottar kom söngvarinn út úr stórri dökkblárri einkaþotu, og gekk hann út úr vélinni með húfu og sólgleraugu. Hann mun gista á Nordica Hotel á meðan dvöl hans hér á landi stendur.

Justin Timberlake heldur tónleika í Kórnum í Kópavogi á sunnudagskvöld og er löngu uppselt á þá.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.