Gleymdi dóttur sinni í sigurvímu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. ágúst 2014 15:43 Benedikt Guðmundsson til vinstri. Pavel Ermolinskij og Jón Arnór styðja við meiddan Hlyn Bæringsson að leik loknum í gær. Vísir/ÓskarÓ Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Bretum í undankeppni Evrópumótsins í gærkvöldi en leikið var í London. Með sigrinum tryggðu íslensku strákarnir því sem næst sæti sitt í lokakeppni EM á næsta ári. Liðið hefur tryggt sér annað sætið í riðlinum og raunar er framundan úrslitaleikur um efsta sætið við Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn. „Ég held að það séu meiri líkur á heimsendi en að við förum ekki á EM,“ segir körfuknattleiksþjálfarinn Benedikt Guðmundsson. Allt þurfi að fara á versta veg í hinum riðlunum í undankeppninni og því sé algjörlega fjarri að það geti gerst. Benedikt lýsti leiknum á RÚV og skemmti sér konunglega. Íslenska liðið var undir fram í síðari hálfleik en með mikilli þrautseigju jöfnuðu strákarnir metin, komust yfir og sigldu sigrinum í hús í fjórða leikhluta. Benni missti sig af gleði í útsendingunni líkt og leikmenn og þjálfarar í Koparhöllinni í London. „Þetta var náttúrulega með ólíkindum. Ég veit ekki hvar ég var eftir þennan leik,“ segir Benni. „Ég er nokkuð viss um að ég hafi bara bullað eitthvað í settinu því ég vissi varla hvar ég var.“ Benedikt þjálfar karlalið Þórs í Þorlákshöfn þar sem hann er búsettur. Að lokinni útsendingu í Efstaleiti brunaði hann sem leið lá um Þrengslin heim í Þorlákshöfn. Hann gleymdi hins vegar einu. „Ég var að renna inn í Höfnina þegar ég fattaði að stelpan mín var ekki með mér,“ segir Benedikt. Dóttir Benna hafði verið með honum í höfuðborginni en var í heimsókn hjá vinkonu sinni. Hún hafði ekki áttað sig á því að pabbi hennar hefði gleymt sér. Taldi honum bara hafa seinkað. „Við fórum bara í góða pizzzu og málið dautt. Svo gerir maður bara grín að sjálfum sér,“ segir þjálfarinn eldhress.Jón Arnór í leiknum í gær.Mynd/KKÍInnkoma Jóns skipti öllu Jón Arnór Stefánsson hafði ekki spilað með íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppninni gegn Bretum og Bosníu. Jón Arnór vildi ekki taka áhættuna á því að meiðast en hann leitar sér nú að nýju félagi í Evrópu. Þegar ljóst var að Ísland gæti svo gott sem tryggt sæti sitt á EM með sigri í London sló Jón Arnór til. Hann hélt utan ásamt Helga Má Magnússyni og styrkti liðið eðlilega mjög mikið. Hann skoraði 23 stig og gátu strákarnir leitað til síns reynslumesta manns þegar taugarnar voru þandar í lokafjórðungnum. „Við hefðum ekki unnið leikinn ef hans hefði ekki notið við í fjórða leikhluta,“ segir Benni. Liðið hafi staðið sig mjög vel í hinum leikjunum tveimur án hans en Jón Arnór hafi gert gæfumuninn í gær. „Að fá hann inn í gær var algjörlega ómetanlegt. Þá meina ég að hafa hann í fjórða leikhluta. Hann er leiðtogi liðsins og hans nærvera, einbeiting og hæfileikar skipta miklu máli.“Landsliðið fyrir leikinn í London í gær.Mynd/KKÍLíður eins og afa Benedikt steig sín fyrstu skref sem þjálfari á tíunda áratugnum í yngri flokkum KR í Vesturbænum. Jón Arnór, Jakob Sigurðarson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson eru allir fæddir á því herrans ári 1982 og nutu leiðsagnar Benna á sínum tíma. „Þú getur ímyndað þér hvað þetta gleður mig. Við byrjuðum eiginlega allir saman í körfunni. Þeir byrjuðu að æfa og ég var að byrja að þjálfa. Þetta var upphafið hjá okkur öllum þannig lagað. Við fylgdumst að lengi,“ segir Benni. Engin leið sé þó að þakka einum manni hve góðir leikmenn pjakkarnir urðu. „Það eru svo margir sem hafa komið að þessu. Hundruð manna hafa komið að þessum strákum og gert þá að því sem þeir eru. Ingi Þór (Steinþórsson), Frikki Rúnars (Friðrik Ingi Rúnarsson) og ég gæti talið upp endalaust,“ segir Benni og nefnir einnig stjórnarfólk sem skapað hafi umgjörðina. Hann líti ekki á strákana sem börnin sín en hann fái þó skrýtna tilfinningu þegar þeir eignist börn. „Þetta er auðvitað fáránlegt en þegar þessir guttar eignast börn þá líður mér eins og ég sé að verða afi,“ segir Benni og hlær.Hlynur Bæringsson á vítalínunni í gær.Mynd/KKÍFæri alltaf á EM Óljóst er hvar úrslitakeppni EM á næsta ári fer fram. Efsta liðið í hverjum riðlanna sjö kemst í úrslitakeppnina og sömuleiðis sex lið af sjö sem hafna í öðru sæti. Benni segist ekkert vera að pæla í úrslitum í öðrum leikjum. Hans hugur er við leikinn gegn Bosníu á miðvikudaginn. „Ég ætla að mæta í Höllina á miðvikudaginn til að horfa á sigur í leiknum og sigur í riðlinum,“ segir Benni og telur möguleika okkar manna ágæta. Hann vonast eftir miklum stuðningi. „Ef það verður ekki full höll er eitthvað mikið að.“ Óljóst er hvort Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson verði með Íslandi í leiknum. Hlynur meiddist á ökkla seint í leiknum í gær eftir að hafa tekið hetjulegt frákast sem skilaði tveimur stigum. „Ég sá þennan snúning og sá hversu kvalinn hann var. Venjulegur maður er ekki að fara að spila á miðvikudaginn. En ég þekki Hlyn þannig að ég er nánast viss um að hann verði þarna í búning. Bara af því þetta er ofurmenni. Hann er ekkert venjulegur.“ Jón Arnór hefur ekki gengið frá samningi við nýtt félag. Óvíst er hvort leikurinn muni skipta máli enda gæti sæti Íslands á EM verið tryggt fyrir lokaleikinn. Benni segir jákvætt að sjá hve vel liðið hafi spjarað sig þrátt fyrir allt í fjarveru Jóns til þessa. „Þeir sýndu það í þessum tveimur leikjum gegn Bretum og Bosníu að það verður líf hjá landsliðinu þegar Jón hættir.“ En ætlar Benni að fylgja íslenska landsliðinu á EM á næsta ári? „Já, mér er alveg sama hvar það verður haldið. Ég færi til Aserbaídsjan.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Formaðurinn réð sér ekki fyrir kæti eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 23:12 Logi: Orðnir gott körfuboltalið á evrópskan mælikvarða Njarðvíkingurinn vill ekki fagna of snemma þó staðan sé góð. 20. ágúst 2014 23:24 Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Hlynur frákastahæstur | Pavel gefið flestar stoðsendingar Íslenska körfuboltalandsliðið er sem kunnugt er komið með annan fótinn inn á EM 2015 eftir ævintýranlegan tveggja stiga sigur á Bretlandi í London í gær. 21. ágúst 2014 16:15 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta vann frækinn sigur á Bretum í undankeppni Evrópumótsins í gærkvöldi en leikið var í London. Með sigrinum tryggðu íslensku strákarnir því sem næst sæti sitt í lokakeppni EM á næsta ári. Liðið hefur tryggt sér annað sætið í riðlinum og raunar er framundan úrslitaleikur um efsta sætið við Bosníu í Laugardalshöllinni á miðvikudaginn. „Ég held að það séu meiri líkur á heimsendi en að við förum ekki á EM,“ segir körfuknattleiksþjálfarinn Benedikt Guðmundsson. Allt þurfi að fara á versta veg í hinum riðlunum í undankeppninni og því sé algjörlega fjarri að það geti gerst. Benedikt lýsti leiknum á RÚV og skemmti sér konunglega. Íslenska liðið var undir fram í síðari hálfleik en með mikilli þrautseigju jöfnuðu strákarnir metin, komust yfir og sigldu sigrinum í hús í fjórða leikhluta. Benni missti sig af gleði í útsendingunni líkt og leikmenn og þjálfarar í Koparhöllinni í London. „Þetta var náttúrulega með ólíkindum. Ég veit ekki hvar ég var eftir þennan leik,“ segir Benni. „Ég er nokkuð viss um að ég hafi bara bullað eitthvað í settinu því ég vissi varla hvar ég var.“ Benedikt þjálfar karlalið Þórs í Þorlákshöfn þar sem hann er búsettur. Að lokinni útsendingu í Efstaleiti brunaði hann sem leið lá um Þrengslin heim í Þorlákshöfn. Hann gleymdi hins vegar einu. „Ég var að renna inn í Höfnina þegar ég fattaði að stelpan mín var ekki með mér,“ segir Benedikt. Dóttir Benna hafði verið með honum í höfuðborginni en var í heimsókn hjá vinkonu sinni. Hún hafði ekki áttað sig á því að pabbi hennar hefði gleymt sér. Taldi honum bara hafa seinkað. „Við fórum bara í góða pizzzu og málið dautt. Svo gerir maður bara grín að sjálfum sér,“ segir þjálfarinn eldhress.Jón Arnór í leiknum í gær.Mynd/KKÍInnkoma Jóns skipti öllu Jón Arnór Stefánsson hafði ekki spilað með íslenska liðinu í fyrstu tveimur leikjunum í undankeppninni gegn Bretum og Bosníu. Jón Arnór vildi ekki taka áhættuna á því að meiðast en hann leitar sér nú að nýju félagi í Evrópu. Þegar ljóst var að Ísland gæti svo gott sem tryggt sæti sitt á EM með sigri í London sló Jón Arnór til. Hann hélt utan ásamt Helga Má Magnússyni og styrkti liðið eðlilega mjög mikið. Hann skoraði 23 stig og gátu strákarnir leitað til síns reynslumesta manns þegar taugarnar voru þandar í lokafjórðungnum. „Við hefðum ekki unnið leikinn ef hans hefði ekki notið við í fjórða leikhluta,“ segir Benni. Liðið hafi staðið sig mjög vel í hinum leikjunum tveimur án hans en Jón Arnór hafi gert gæfumuninn í gær. „Að fá hann inn í gær var algjörlega ómetanlegt. Þá meina ég að hafa hann í fjórða leikhluta. Hann er leiðtogi liðsins og hans nærvera, einbeiting og hæfileikar skipta miklu máli.“Landsliðið fyrir leikinn í London í gær.Mynd/KKÍLíður eins og afa Benedikt steig sín fyrstu skref sem þjálfari á tíunda áratugnum í yngri flokkum KR í Vesturbænum. Jón Arnór, Jakob Sigurðarson, Helgi Már Magnússon og Hlynur Bæringsson eru allir fæddir á því herrans ári 1982 og nutu leiðsagnar Benna á sínum tíma. „Þú getur ímyndað þér hvað þetta gleður mig. Við byrjuðum eiginlega allir saman í körfunni. Þeir byrjuðu að æfa og ég var að byrja að þjálfa. Þetta var upphafið hjá okkur öllum þannig lagað. Við fylgdumst að lengi,“ segir Benni. Engin leið sé þó að þakka einum manni hve góðir leikmenn pjakkarnir urðu. „Það eru svo margir sem hafa komið að þessu. Hundruð manna hafa komið að þessum strákum og gert þá að því sem þeir eru. Ingi Þór (Steinþórsson), Frikki Rúnars (Friðrik Ingi Rúnarsson) og ég gæti talið upp endalaust,“ segir Benni og nefnir einnig stjórnarfólk sem skapað hafi umgjörðina. Hann líti ekki á strákana sem börnin sín en hann fái þó skrýtna tilfinningu þegar þeir eignist börn. „Þetta er auðvitað fáránlegt en þegar þessir guttar eignast börn þá líður mér eins og ég sé að verða afi,“ segir Benni og hlær.Hlynur Bæringsson á vítalínunni í gær.Mynd/KKÍFæri alltaf á EM Óljóst er hvar úrslitakeppni EM á næsta ári fer fram. Efsta liðið í hverjum riðlanna sjö kemst í úrslitakeppnina og sömuleiðis sex lið af sjö sem hafna í öðru sæti. Benni segist ekkert vera að pæla í úrslitum í öðrum leikjum. Hans hugur er við leikinn gegn Bosníu á miðvikudaginn. „Ég ætla að mæta í Höllina á miðvikudaginn til að horfa á sigur í leiknum og sigur í riðlinum,“ segir Benni og telur möguleika okkar manna ágæta. Hann vonast eftir miklum stuðningi. „Ef það verður ekki full höll er eitthvað mikið að.“ Óljóst er hvort Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson verði með Íslandi í leiknum. Hlynur meiddist á ökkla seint í leiknum í gær eftir að hafa tekið hetjulegt frákast sem skilaði tveimur stigum. „Ég sá þennan snúning og sá hversu kvalinn hann var. Venjulegur maður er ekki að fara að spila á miðvikudaginn. En ég þekki Hlyn þannig að ég er nánast viss um að hann verði þarna í búning. Bara af því þetta er ofurmenni. Hann er ekkert venjulegur.“ Jón Arnór hefur ekki gengið frá samningi við nýtt félag. Óvíst er hvort leikurinn muni skipta máli enda gæti sæti Íslands á EM verið tryggt fyrir lokaleikinn. Benni segir jákvætt að sjá hve vel liðið hafi spjarað sig þrátt fyrir allt í fjarveru Jóns til þessa. „Þeir sýndu það í þessum tveimur leikjum gegn Bretum og Bosníu að það verður líf hjá landsliðinu þegar Jón hættir.“ En ætlar Benni að fylgja íslenska landsliðinu á EM á næsta ári? „Já, mér er alveg sama hvar það verður haldið. Ég færi til Aserbaídsjan.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Formaðurinn réð sér ekki fyrir kæti eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 23:12 Logi: Orðnir gott körfuboltalið á evrópskan mælikvarða Njarðvíkingurinn vill ekki fagna of snemma þó staðan sé góð. 20. ágúst 2014 23:24 Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35 Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45 Hlynur frákastahæstur | Pavel gefið flestar stoðsendingar Íslenska körfuboltalandsliðið er sem kunnugt er komið með annan fótinn inn á EM 2015 eftir ævintýranlegan tveggja stiga sigur á Bretlandi í London í gær. 21. ágúst 2014 16:15 Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41 Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02 Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04 Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56 Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08 Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Hannes: Skref í átt að því að skrifa nýjan og stóran kafla í íslenskri íþróttasögu Formaðurinn réð sér ekki fyrir kæti eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 23:12
Logi: Orðnir gott körfuboltalið á evrópskan mælikvarða Njarðvíkingurinn vill ekki fagna of snemma þó staðan sé góð. 20. ágúst 2014 23:24
Sjáðu sigurræðu þjálfaranna í Koparkassanum Craig Pedersen, Arnar Guðjónsson og Finn Frey Stefánsson ræða við strákana okkar eftir sigurinn á Bretum. 20. ágúst 2014 22:35
Leik lokið: Bretland - Ísland 69-71 | Strákarnir eru á leiðinni á EM Íslenska körfuboltalandsliðið er á leiðinni á EM eftir frábæran 71-69 endurkomusigur á Bretum í Koparkassanum í London í kvöld. Íslenska liðið var tíu stigum undir í hálfleik en gafst ekki upp og tryggði sér sigurinn með stórkostlegum seinni hálfleik. 20. ágúst 2014 17:45
Hlynur frákastahæstur | Pavel gefið flestar stoðsendingar Íslenska körfuboltalandsliðið er sem kunnugt er komið með annan fótinn inn á EM 2015 eftir ævintýranlegan tveggja stiga sigur á Bretlandi í London í gær. 21. ágúst 2014 16:15
Jón Arnór kom Pavel á óvart í kvöld: Þvílík frammistaða Pavel Ermolinskij í sjöunda himnir eftir sigurinn í Koparkassanum. 20. ágúst 2014 22:41
Jón Arnór: Það getur enginn tekið þetta frá mér Tók slaginn með landsliðinu í Koparkassanum og sér ekki eftir því. 20. ágúst 2014 22:02
Hörður Axel: Getur ekki fundið lið með stærra hjarta Bakvörðurinn lipri spilaði frábærlega í seinni hálfleik gegn Bretum. 20. ágúst 2014 22:04
Haukur Helgi: Gaman að geta gert þetta fyrir eldri kynslóðina í liðinu Ísland setti í gírinn í þriðja leikhluta og vann Bretland. 20. ágúst 2014 22:56
Jón Arnór og Pavel báru Hlyn á milli sín - meiddist illa í leiknum Fyrirliðinn þurfti aðstoð við að komast út í rútu eftir leikinn í kvöld. 20. ágúst 2014 23:08
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti