Stór Cadillac gegn þýskum Finnur Thorlacius skrifar 21. ágúst 2014 10:18 Cadillac Elmiraj tilraunabíllinn. Vonandi verður sá nýi sem líkastur honum. Cadillac bílar teljast í lúxusflokki en þó framleiðir fyrirtækið ekki bíl sem keppt getur við stærstu fólksbíla þýsku lúxusframleiðendanna. Er þar átt við BMW 7-línuna, Audi A8 og Mercedes Benz S-Class. Þessu hyggst Cadillac breyta með nýjum bíl. Hann á að fá nýjan undirvagn og eiga í raun fátt sameiginlegt með þeim gerðum sem Cadillac framleiðir í dag. Hann verður, eins og stórum lúxuskerrum sæmir, með afturhjóladrifi. Cadillac er í eigu General Motors og svo mikið liggur þeim á að koma þessum bíl á markað að hann á að vera tilbúinn til sölu strax á næsta ári. Hvað útlit nýja bílsins varðar er veðjað á að hann erfi að mestu útlit tilraunabílsins Cadillac Elmiraj, sem sýndur var á flestum bílasýningum heims á síðasta ári. Hann þykir ógnarfagur bíll svo ef Cadillac eru trúr útliti hans, er von á góðu. Segja má að mikið sé undir hjá Cadillac hvað þennan nýja bíl varðar. Staða bandarísku framleiðendanna nú er sú að þeir bjóða í raun engan frambærilegan stóran lúxusbíll sem keppir við lúxusmerkin frá Þýskalandi, Ítalíu og Bretland. Hefur svo verið í nokkurn tíma þó að annað hafi átt við á blómatíma bandarískrar bílaframleiðslu. Með þessum bíl gæti Cadillac stimplað sinn sem raunverulegan keppanda í þessum flokki bíla, eða gjörsamlega klúðrað hlutunum og þá sykkju bandarískir bílar enn neðar í samanburði við þá evrópsku. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Cadillac bílar teljast í lúxusflokki en þó framleiðir fyrirtækið ekki bíl sem keppt getur við stærstu fólksbíla þýsku lúxusframleiðendanna. Er þar átt við BMW 7-línuna, Audi A8 og Mercedes Benz S-Class. Þessu hyggst Cadillac breyta með nýjum bíl. Hann á að fá nýjan undirvagn og eiga í raun fátt sameiginlegt með þeim gerðum sem Cadillac framleiðir í dag. Hann verður, eins og stórum lúxuskerrum sæmir, með afturhjóladrifi. Cadillac er í eigu General Motors og svo mikið liggur þeim á að koma þessum bíl á markað að hann á að vera tilbúinn til sölu strax á næsta ári. Hvað útlit nýja bílsins varðar er veðjað á að hann erfi að mestu útlit tilraunabílsins Cadillac Elmiraj, sem sýndur var á flestum bílasýningum heims á síðasta ári. Hann þykir ógnarfagur bíll svo ef Cadillac eru trúr útliti hans, er von á góðu. Segja má að mikið sé undir hjá Cadillac hvað þennan nýja bíl varðar. Staða bandarísku framleiðendanna nú er sú að þeir bjóða í raun engan frambærilegan stóran lúxusbíll sem keppir við lúxusmerkin frá Þýskalandi, Ítalíu og Bretland. Hefur svo verið í nokkurn tíma þó að annað hafi átt við á blómatíma bandarískrar bílaframleiðslu. Með þessum bíl gæti Cadillac stimplað sinn sem raunverulegan keppanda í þessum flokki bíla, eða gjörsamlega klúðrað hlutunum og þá sykkju bandarískir bílar enn neðar í samanburði við þá evrópsku.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent