Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 2-0 | FH á toppinn á ný Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 20. ágúst 2014 12:00 Sindri Snær Magnússon og Hólmar Örn Rúnarsson eigast við í Kaplakrika í kvöld. Vísir/andri marinó FH er aftur komið í efsta sæti Pepsí deildar karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á Keflavík á heimavelli í kvöld. Leikurinn var aldrei rismikill. FH var mun betri aðilinn án þess þó að leika eins vel og liðið getur best. Liðið þurfti hreinlega ekki að setja í þriðja gír. Keflvíkingar virkuðu á köflum þreyttir eftir tapið í bikarúrslitum um helgina og gerðu sig oft seka um klaufaleg mistök. Sérstaklega voru dýr þau fáu skyndiupphlaup sem liðið átti möguleika á í leiknum þegar auðveldar sendingar rötuðu frekar útaf en á samherja. Þrátt fyrir mikla yfirburði FH og slaka frammistöðu Keflavíkur gerðist ekki margt í leiknum. FH komst yfir snemma leiks þegar Magnús Þórir Matthíasson varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið net og fékk FH ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir yfirburðina. Keflavík var aldrei líklegt til að skora en átti þó eitt skot í stöngina þegar hálftími var eftir úr þröngu færi og FH lét ekki segja sér það tvisvar að Keflavík væri bara einu færi frá því að stela stigi og gerði út um leikinn með fallegu marki Steven Lennon tveimur mínútum síðar. Ákaflega sanngjarn og verðskuldaður sigur FH staðreynd og liðið komið á topp Pepsí deildarinnar á nýjan leik með betri markamun en Stjarnan. Keflavík féll niður í 7. sætið með tapinu og er liðið nú komið í bullandi fallbaráttu, aðeins þremur stigum frá fallsæti.vísir/andri marinóHeimir: Reynslunni ríkar frá fyrri leiknum „Það er aldrei létt að spila á móti Keflavík. Þeir eru með gott lið en við vorum reynslunni ríkari frá því í fyrri leiknum,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH en liðin skildu jöfn í fyrri leiknum í Keflavík. „Keflavík byrjar alltaf leikina sína vel og ná oft að skora snemma. Það gerðist í fyrri leiknum en við byrjuðum leikinn vel og náðum að skora snemma og vorum með yfirhöndina lengstum. „Keflavík er með frábærlega útfærðar skyndisóknir og við náðum að loka á það í leiknum öfugt við í fyrri leiknum þar sem við lentum í vandræðum. „Við unnum fyrir þessu. Við lögðum okkur fram og spiluðum á köflum góðan fótbolta og sköpuðum góð færi og nýttum vængina vel. Við vorum öflugir í kvöld,“ sagði Heimir sem er ekki farinn að láta sig dreyma um úrslitaleik við Stjörnuna í Kaplakrika í byrjun október. „Við einbeitum okkur að einum leik í einu. Stjarnan er búin að spila frábærlega í sumar og þeir vinna alla sína leiki. Ef við ætlum að hanga í þeim þá þurfum við að vera vel samstilltir í leikjunum sem eru eftir. Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta,“ sagði Heimir.vísir/andri marinóKristján: Horfum bara í efri hlutann „Við spiluðum frekar illa. Við gerðum ansi margar vitleysur. Bæði ótrúlegar ákvarðanatökur og margar slakar sendingar. Þetta var mjög dapurt hjá okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur. „Það er erfitt að finna eina skýringu núna en við vorum auðvitað að spila á móti mjög góðu liði. Bikarúrslitin hafa einhver áhrif en það er orka í okkur. Við vorum að hlaupa og við vorum ekkert að leggjast til baka eða neitt slíkt. Við þrýstum á þá. Það vantaði eitthvað upp á einbeitinguna og að framkvæma. Tækniatriðin voru slök en orkan var til staðar. „Við vildum þrýsta á þá og koma í veg fyrir að þeir myndu ná takt í sinn leik og halda áfram að vera með hröðu sóknirnar okkar en það gekk afskaplega illa upp. Sérstaklega vegna þess að sendingarnar okkar rötuðu ekki á samherja og þegar við áttum færi á að sækja þá vorum við allt of mikið í að rekja boltann til baka. „Þeir leikmenn sem hafa getu til að rekja boltann og sækja á markið gerðu það ekki. Við vorum að taka tæknilega rangar ákvarðanir. Við vorum aldrei með tök á boltanum,“ sagði Kristján sem horfir bara upp á við og vildi ekki nefna að Keflavík væri komið í bullandi fallbaráttu. „Deildin er jöfn fyrir utan ofurliðin þrjú. Nú er hvert einasta mark dýrmætt, það er ekki bara hvert einasta stig. „Mér sýnist að hver einasti leikur sem eftir er vera mikilvægur. Það er hægt að dragast niður í neðri hlutann en það er líka möguleiki að vera áfram í efri hlutanum og við horfum bara þangað,“ sagði Kristján. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
FH er aftur komið í efsta sæti Pepsí deildar karla í fótbolta eftir 2-0 sigur á Keflavík á heimavelli í kvöld. Leikurinn var aldrei rismikill. FH var mun betri aðilinn án þess þó að leika eins vel og liðið getur best. Liðið þurfti hreinlega ekki að setja í þriðja gír. Keflvíkingar virkuðu á köflum þreyttir eftir tapið í bikarúrslitum um helgina og gerðu sig oft seka um klaufaleg mistök. Sérstaklega voru dýr þau fáu skyndiupphlaup sem liðið átti möguleika á í leiknum þegar auðveldar sendingar rötuðu frekar útaf en á samherja. Þrátt fyrir mikla yfirburði FH og slaka frammistöðu Keflavíkur gerðist ekki margt í leiknum. FH komst yfir snemma leiks þegar Magnús Þórir Matthíasson varð fyrir því óláni að senda boltann í eigið net og fékk FH ekki mörg dauðafæri þrátt fyrir yfirburðina. Keflavík var aldrei líklegt til að skora en átti þó eitt skot í stöngina þegar hálftími var eftir úr þröngu færi og FH lét ekki segja sér það tvisvar að Keflavík væri bara einu færi frá því að stela stigi og gerði út um leikinn með fallegu marki Steven Lennon tveimur mínútum síðar. Ákaflega sanngjarn og verðskuldaður sigur FH staðreynd og liðið komið á topp Pepsí deildarinnar á nýjan leik með betri markamun en Stjarnan. Keflavík féll niður í 7. sætið með tapinu og er liðið nú komið í bullandi fallbaráttu, aðeins þremur stigum frá fallsæti.vísir/andri marinóHeimir: Reynslunni ríkar frá fyrri leiknum „Það er aldrei létt að spila á móti Keflavík. Þeir eru með gott lið en við vorum reynslunni ríkari frá því í fyrri leiknum,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH en liðin skildu jöfn í fyrri leiknum í Keflavík. „Keflavík byrjar alltaf leikina sína vel og ná oft að skora snemma. Það gerðist í fyrri leiknum en við byrjuðum leikinn vel og náðum að skora snemma og vorum með yfirhöndina lengstum. „Keflavík er með frábærlega útfærðar skyndisóknir og við náðum að loka á það í leiknum öfugt við í fyrri leiknum þar sem við lentum í vandræðum. „Við unnum fyrir þessu. Við lögðum okkur fram og spiluðum á köflum góðan fótbolta og sköpuðum góð færi og nýttum vængina vel. Við vorum öflugir í kvöld,“ sagði Heimir sem er ekki farinn að láta sig dreyma um úrslitaleik við Stjörnuna í Kaplakrika í byrjun október. „Við einbeitum okkur að einum leik í einu. Stjarnan er búin að spila frábærlega í sumar og þeir vinna alla sína leiki. Ef við ætlum að hanga í þeim þá þurfum við að vera vel samstilltir í leikjunum sem eru eftir. Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta,“ sagði Heimir.vísir/andri marinóKristján: Horfum bara í efri hlutann „Við spiluðum frekar illa. Við gerðum ansi margar vitleysur. Bæði ótrúlegar ákvarðanatökur og margar slakar sendingar. Þetta var mjög dapurt hjá okkur,“ sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur. „Það er erfitt að finna eina skýringu núna en við vorum auðvitað að spila á móti mjög góðu liði. Bikarúrslitin hafa einhver áhrif en það er orka í okkur. Við vorum að hlaupa og við vorum ekkert að leggjast til baka eða neitt slíkt. Við þrýstum á þá. Það vantaði eitthvað upp á einbeitinguna og að framkvæma. Tækniatriðin voru slök en orkan var til staðar. „Við vildum þrýsta á þá og koma í veg fyrir að þeir myndu ná takt í sinn leik og halda áfram að vera með hröðu sóknirnar okkar en það gekk afskaplega illa upp. Sérstaklega vegna þess að sendingarnar okkar rötuðu ekki á samherja og þegar við áttum færi á að sækja þá vorum við allt of mikið í að rekja boltann til baka. „Þeir leikmenn sem hafa getu til að rekja boltann og sækja á markið gerðu það ekki. Við vorum að taka tæknilega rangar ákvarðanir. Við vorum aldrei með tök á boltanum,“ sagði Kristján sem horfir bara upp á við og vildi ekki nefna að Keflavík væri komið í bullandi fallbaráttu. „Deildin er jöfn fyrir utan ofurliðin þrjú. Nú er hvert einasta mark dýrmætt, það er ekki bara hvert einasta stig. „Mér sýnist að hver einasti leikur sem eftir er vera mikilvægur. Það er hægt að dragast niður í neðri hlutann en það er líka möguleiki að vera áfram í efri hlutanum og við horfum bara þangað,“ sagði Kristján.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira