Það er farið fögrum orðum um bardagakappann Gunnar Nelson á heimasíðunni The Score, en vefsíðan heldur úti fréttum af norður írsku íþróttalífi.
„Ekki síðan John Aldridge og Andy Townsed voru upp á sitt besta hefur "ættleiddur" Íri verið jafn elskaður og Gunnar Nelson," hefst frétt írska miðilsins um okkar mann, Gunnar Nelson.
„Fólk hélst í fyrstu að ég væri frá Írlandi og sumt fólk heldur það ennþá. Þetta er mitt annað heimili og ég verð ekki fyrir miklum truflunum hér. Ég eyði öllum tímum mínum í ræktinni," sagði Gunnar Nelson í viðtali við síðuna.
Gunnar er sem stendur að undirbúa sig fyrir bardaga gegn Rick Story sem fer fram á UFC kvöldi í Stokkhólmi þann fjórða október.
„Hann er mjög sterkur strákur og hann hefur verið í þessu lengi og unnið nokkra af þeim af bestu. Þetta verður erfitt og ég er mjög ánægður að berjast við mann eins og hann," sagði Gunnar.
Dáðasti ættleiddi Írinn síðan John Aldridge og Andy Townsend
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn
Íslenski boltinn

Ósáttur Ólafur á förum
Íslenski boltinn

Kidd kominn í eigendahóp Everton
Enski boltinn

„Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“
Körfubolti

„Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“
Íslenski boltinn

„Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“
Íslenski boltinn



„Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“
Körfubolti

„Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“
Íslenski boltinn