Ólíklegt að skuldaleiðréttingin verði dregin til baka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. september 2014 16:10 Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána. Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, sagði í viðtali hjá RÚV í dag að hugsanlegt sé að hluti aðgerða ríkistjórnarinnar, þ.e skuldaleiðréttinga, verði tekinn til baka fáist ekki fjármögnun fyrir þeim. Frestur til að sækja um leiðréttingu rann út í fyrradag og bárust hátt í 70 þúsund umsóknir frá rúmlega 100 þúsund manns í 61 landi.Líkt og fram kom í fréttum RÚV í gær ætlar þrotabú Glitnis að láta reyna á bankaskattinn fyrir dómi, en hann verður notaður til að fjármagna lækkun á höfuðstóli húsnæðislána. Tryggvi er þó ekki jafn afdráttarlaus í samtali við Vísi og segir fólk engar áhyggjur þurfa að hafa. Vissulega séu líkur á að illa geti farið en á því séu hverfandi líkur. „Ég tel engar líkur á því að þetta verði dæmt ólöglegt, það er samhengið. Þjóðarríkið hefur gríðarlega sterkan rétt til að leggja skatta á borgarana og fyrirtæki. Og þetta er bara þannig að staðið að við höfum engar áhyggjur af þessu,“ segir Tryggvi. Hann segist ekki hafa skilið formann slitastjórnar þannig að búið væri að ákveða að höfða dómsmál. „Slitastjórn Arion og Landsbankans hafa sagt að það hafi ekki komið neitt til tals að fara út í mál og það séu engar hugleiðingar um það. Slitastjórn Glitnis talaði um það að það væri, þegar skatturinn yrði lagður á, þá yrði afstaða tekin um það hvort farið yrði í mál.“ Stjórnmálamenn mótfallnir aðgerðunum létu ekki á skoðunum sínum standa þegar aðgerðir voru kynntar og gagnrýndu þær harðlega. Töldu þeir bankaskattinum betur varið í niðurgreiðslur skulda ríkissjóðs. Þá lá það nokkurn veginn fyrir að höfðað yrði mál á hendur ríkisins af hálfu bankanna. Aðspurður hvort ekki hafi þurft að grípa til einhverra ráðstafana, fari svo að dómsmál yrði höfðað, segir hann svo ekki vera. „Okkar færustu sérfræðingar fóru yfir þetta og töldu engar líkur á því að við myndum tapa dómsmáli sem þessu. Við höfum engar áhyggjur af þessu.“ Tengdar fréttir Frestur til að sækja um leiðréttingu rennur út í dag Þeir sem ekki sækja um úrræðin fyrir lok dags fá höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána ekki lækkaðan. 1. september 2014 08:18 Rúmlega 65 þúsund hafa sótt um leiðréttingu Frestur til að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána rennur út á mánudagskvöld. 30. ágúst 2014 10:55 Styttist í lækkun höfuðstóls húsnæðislána Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls húsnæðislána rennur út 1. september. Fólk gæti farið að sjá lækkun afborgana fyrir áramót. 19. ágúst 2014 15:58 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, sagði í viðtali hjá RÚV í dag að hugsanlegt sé að hluti aðgerða ríkistjórnarinnar, þ.e skuldaleiðréttinga, verði tekinn til baka fáist ekki fjármögnun fyrir þeim. Frestur til að sækja um leiðréttingu rann út í fyrradag og bárust hátt í 70 þúsund umsóknir frá rúmlega 100 þúsund manns í 61 landi.Líkt og fram kom í fréttum RÚV í gær ætlar þrotabú Glitnis að láta reyna á bankaskattinn fyrir dómi, en hann verður notaður til að fjármagna lækkun á höfuðstóli húsnæðislána. Tryggvi er þó ekki jafn afdráttarlaus í samtali við Vísi og segir fólk engar áhyggjur þurfa að hafa. Vissulega séu líkur á að illa geti farið en á því séu hverfandi líkur. „Ég tel engar líkur á því að þetta verði dæmt ólöglegt, það er samhengið. Þjóðarríkið hefur gríðarlega sterkan rétt til að leggja skatta á borgarana og fyrirtæki. Og þetta er bara þannig að staðið að við höfum engar áhyggjur af þessu,“ segir Tryggvi. Hann segist ekki hafa skilið formann slitastjórnar þannig að búið væri að ákveða að höfða dómsmál. „Slitastjórn Arion og Landsbankans hafa sagt að það hafi ekki komið neitt til tals að fara út í mál og það séu engar hugleiðingar um það. Slitastjórn Glitnis talaði um það að það væri, þegar skatturinn yrði lagður á, þá yrði afstaða tekin um það hvort farið yrði í mál.“ Stjórnmálamenn mótfallnir aðgerðunum létu ekki á skoðunum sínum standa þegar aðgerðir voru kynntar og gagnrýndu þær harðlega. Töldu þeir bankaskattinum betur varið í niðurgreiðslur skulda ríkissjóðs. Þá lá það nokkurn veginn fyrir að höfðað yrði mál á hendur ríkisins af hálfu bankanna. Aðspurður hvort ekki hafi þurft að grípa til einhverra ráðstafana, fari svo að dómsmál yrði höfðað, segir hann svo ekki vera. „Okkar færustu sérfræðingar fóru yfir þetta og töldu engar líkur á því að við myndum tapa dómsmáli sem þessu. Við höfum engar áhyggjur af þessu.“
Tengdar fréttir Frestur til að sækja um leiðréttingu rennur út í dag Þeir sem ekki sækja um úrræðin fyrir lok dags fá höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána ekki lækkaðan. 1. september 2014 08:18 Rúmlega 65 þúsund hafa sótt um leiðréttingu Frestur til að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána rennur út á mánudagskvöld. 30. ágúst 2014 10:55 Styttist í lækkun höfuðstóls húsnæðislána Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls húsnæðislána rennur út 1. september. Fólk gæti farið að sjá lækkun afborgana fyrir áramót. 19. ágúst 2014 15:58 69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48 Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Frestur til að sækja um leiðréttingu rennur út í dag Þeir sem ekki sækja um úrræðin fyrir lok dags fá höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána ekki lækkaðan. 1. september 2014 08:18
Rúmlega 65 þúsund hafa sótt um leiðréttingu Frestur til að sækja um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána rennur út á mánudagskvöld. 30. ágúst 2014 10:55
Styttist í lækkun höfuðstóls húsnæðislána Frestur til að sækja um lækkun höfuðstóls húsnæðislána rennur út 1. september. Fólk gæti farið að sjá lækkun afborgana fyrir áramót. 19. ágúst 2014 15:58
69 þúsund umsóknir Áfram verður tekið við umsóknum um ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán og hafa 27.500 einstaklingar þegar sótt um þann hluta aðgerðar stjórnvalda um lækkun höfuðstóls húsnæðisskulda. 2. september 2014 12:48