Sykurlaus september - ertu með? Rikka skrifar 2. september 2014 15:07 Mynd/Getty Heilsan er eitt af því dýrmætasta sem að við eigum. Við áttum okkur oft ekki á því hvað hún var okkur mikilvæg fyrr en hún er farin. Dagsdaglega tökum við henni sem sjálfsögðum hlut. Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. Átakið fer þannig fram að þú átt eftir bestu getu að sneiða framhjá viðbættum sykri út september. Heilsuvísir verður með góð ráð og greinar um hvernig þú getur sneitt framhjá sykri allan september.Af hverju ættirðu að taka þátt? Kostirnir við það að minnka sykur eru óendanlegir en þeir eru meðal annars þessir: - Af því að þér mun líða betur- Þetta er það besta sem að þú getur gert fyrir heilsuna- Þú sefur betur - Því nú er rétti tíminn til að koma heilsunni í lag - Af því að þú kemur til með að minnka mittismálið - Af því að húðin á þér verður betri og hárið líka. - Þú minnkar líkurnar á lífstílssjúkdómum Hverjar eru reglurnar?Það er undir þér komið hvað þú vilt fara langt í átakinu enda stöndum við misjafnlega vel og illa gagnvart sykurpúkanum. Átakið er fyrst og fremst til þess að gera okkur meðvitaðari um það sem að við setjum ofan í okkur. Grunnreglurnar eru samt sem áður þannig að þú þarft að sneiða hjá gosi, sælgæti og sætmeti en borða venjulega og holla fæðu að öðru leyti. Fyrir þá sem vilja fara lengra þá mælum við með því að þú skerir út sykur algerlega og lesir vel á allar matvælaumbúðir og forðist þær sé sykur í þeim. Þetta er allt undir þér komið enda ertu að gera þetta fyrir þína eigin heilsu. Heilsuvísir vill verðlauna þig Við á Heilsuvísi viljum hvetja þig til góðra verka og drögum út heilsutengda vinninga vikulega í september. Vertu með á Facebook og Instagram og hastaggaðu #Heilsuvísir #sykurlausseptember. Myndirnar geta verið af hvatningarorðum, drykkjum, sykurlausum mataruppskriftum, sætum bitum án sykurs, fyrirmyndum og öllu sem að tengist ferðalagi þínu í sykurlausum september. Að lokum hvetjum þig eindregið til að horfa á úttekt um sykur sem fréttakonan Gillian Findlay í kanadíska fréttaþættinum The Fifth Estate á sjónvarpsstöðinni CBC gerði.Margir vísindamenn bera sykurinn saman við áfengi og tóbak, aðrir vilja ganga svo langt að líkja sykri við alvarlega ávanabindandi eiturlyf. Eitt er víst að hann er verri fyrir okkur en við gerum okkur grein fyrir. Heilsa Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Heilsan er eitt af því dýrmætasta sem að við eigum. Við áttum okkur oft ekki á því hvað hún var okkur mikilvæg fyrr en hún er farin. Dagsdaglega tökum við henni sem sjálfsögðum hlut. Við á Heilsuvísi viljum stuðla að bættri heilsu og betra líferni og skorum á þig að taka þátt í Sykurlausum september. Átakið fer þannig fram að þú átt eftir bestu getu að sneiða framhjá viðbættum sykri út september. Heilsuvísir verður með góð ráð og greinar um hvernig þú getur sneitt framhjá sykri allan september.Af hverju ættirðu að taka þátt? Kostirnir við það að minnka sykur eru óendanlegir en þeir eru meðal annars þessir: - Af því að þér mun líða betur- Þetta er það besta sem að þú getur gert fyrir heilsuna- Þú sefur betur - Því nú er rétti tíminn til að koma heilsunni í lag - Af því að þú kemur til með að minnka mittismálið - Af því að húðin á þér verður betri og hárið líka. - Þú minnkar líkurnar á lífstílssjúkdómum Hverjar eru reglurnar?Það er undir þér komið hvað þú vilt fara langt í átakinu enda stöndum við misjafnlega vel og illa gagnvart sykurpúkanum. Átakið er fyrst og fremst til þess að gera okkur meðvitaðari um það sem að við setjum ofan í okkur. Grunnreglurnar eru samt sem áður þannig að þú þarft að sneiða hjá gosi, sælgæti og sætmeti en borða venjulega og holla fæðu að öðru leyti. Fyrir þá sem vilja fara lengra þá mælum við með því að þú skerir út sykur algerlega og lesir vel á allar matvælaumbúðir og forðist þær sé sykur í þeim. Þetta er allt undir þér komið enda ertu að gera þetta fyrir þína eigin heilsu. Heilsuvísir vill verðlauna þig Við á Heilsuvísi viljum hvetja þig til góðra verka og drögum út heilsutengda vinninga vikulega í september. Vertu með á Facebook og Instagram og hastaggaðu #Heilsuvísir #sykurlausseptember. Myndirnar geta verið af hvatningarorðum, drykkjum, sykurlausum mataruppskriftum, sætum bitum án sykurs, fyrirmyndum og öllu sem að tengist ferðalagi þínu í sykurlausum september. Að lokum hvetjum þig eindregið til að horfa á úttekt um sykur sem fréttakonan Gillian Findlay í kanadíska fréttaþættinum The Fifth Estate á sjónvarpsstöðinni CBC gerði.Margir vísindamenn bera sykurinn saman við áfengi og tóbak, aðrir vilja ganga svo langt að líkja sykri við alvarlega ávanabindandi eiturlyf. Eitt er víst að hann er verri fyrir okkur en við gerum okkur grein fyrir.
Heilsa Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira