McGinley valdi Gallacher, Poulter og Westwood Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. september 2014 12:11 Ian Poulter er einn sá besti í holukeppni. Paul McGinley, fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum, tilkynnti fyrir stundu lið Evrópu sem mun taka á móti Bandaríkjamönnum í Ryder-bikarnum síðar í mánuðinum. McGinley gat valið þrjá kylfinga inn í lið sitt og valdi Skotann Stephen Gallacher og Englendinganna Ian Poulter og Lee Westwood. Níu kylfingar spiluðu sig beint inn í lið Evrópu en McGinley tilkynnti svo um þá þrjá síðustu á blaðamannafundi á Gleneagles golfvellinum í Skotlandi þar sem Ryder-bikarinn fer fram í lok mánaðarins. McGinley hafði úr mörgum sterkum kylfingum að velja. Meðal þeirra sem ekki fá sæti í liði Evrópu eru meðal annars Luke Donald, Miguel Angel Jimenez, Francesco Molinari og einnig öldunginn Bernhard Langer sem hefur leikið frábærlega á öldungamótaröðinni í Bandaríkjunum. „Ég er mjög heppinn að hafa úr svona miklum hæfileikum að velja,“ sagði McGinley í dag. „Þetta var mjög erfitt val. Ég tel mig hafa valið þrjá kylfinga sem munu gera Evrópuliðið eins sterkt og það getur orðið til að berjast við sterkt lið Bandaríkjanna.“Luke Donald verður ekki með í Ryder-bikarnum í ár.Donald svekktur Helst vekur athygli að Englendingurinn Luke Donald situr eftir með sárt ennið. Hann hefur raunar átt slæmu gengi að fagna í ár en hefur verið góður í liði Evrópu í síðustu keppnum. McGinley greindi frá því að hann hefði hringt í Donald til að tjá honum val sitt. Donald var skiljanlega afar svekktur en sagðist standa þétt við bakið á fyrirliðanum og liði Evrópu í keppninni. Gallacher er að leika í fyrsta sinn fyrir Evrópu í Ryder-bikarnum. Hann hefur áður leikið fyrir Evrópu í öðrum liðakeppnum en hefur ekki unnið leik í sjö leikjum. Gallacher þarf því að sanna sig á Gleneagles vellinum í Skotlandi í lok september. Tom Watson, fyrirliði Bandaríkjanna, mun tilkynna lið sitt í kvöld í beinni útsendingu frá New York.Lið Evrópu í Ryder-bikarnum 2014: Rory McIlroy, Norður-Írland Henrik Stensson, Svíþjóð Victor Dubuisson, Frakkland, Jamie Donaldson, Wales Sergio Garcia, Spánn Justin Rose, England Martin Kaymer, Þýskaland Thomas Bjørn, Danmörk Graeme McDowell, Norður-Írland Ian Poulter, England Lee Westwood, England Stephen Gallacher, Skotland Ryder-bikarinn fer fram 26.-28. september. Mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.#RyderCup Tweets Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Paul McGinley, fyrirliði Evrópu í Ryder-bikarnum, tilkynnti fyrir stundu lið Evrópu sem mun taka á móti Bandaríkjamönnum í Ryder-bikarnum síðar í mánuðinum. McGinley gat valið þrjá kylfinga inn í lið sitt og valdi Skotann Stephen Gallacher og Englendinganna Ian Poulter og Lee Westwood. Níu kylfingar spiluðu sig beint inn í lið Evrópu en McGinley tilkynnti svo um þá þrjá síðustu á blaðamannafundi á Gleneagles golfvellinum í Skotlandi þar sem Ryder-bikarinn fer fram í lok mánaðarins. McGinley hafði úr mörgum sterkum kylfingum að velja. Meðal þeirra sem ekki fá sæti í liði Evrópu eru meðal annars Luke Donald, Miguel Angel Jimenez, Francesco Molinari og einnig öldunginn Bernhard Langer sem hefur leikið frábærlega á öldungamótaröðinni í Bandaríkjunum. „Ég er mjög heppinn að hafa úr svona miklum hæfileikum að velja,“ sagði McGinley í dag. „Þetta var mjög erfitt val. Ég tel mig hafa valið þrjá kylfinga sem munu gera Evrópuliðið eins sterkt og það getur orðið til að berjast við sterkt lið Bandaríkjanna.“Luke Donald verður ekki með í Ryder-bikarnum í ár.Donald svekktur Helst vekur athygli að Englendingurinn Luke Donald situr eftir með sárt ennið. Hann hefur raunar átt slæmu gengi að fagna í ár en hefur verið góður í liði Evrópu í síðustu keppnum. McGinley greindi frá því að hann hefði hringt í Donald til að tjá honum val sitt. Donald var skiljanlega afar svekktur en sagðist standa þétt við bakið á fyrirliðanum og liði Evrópu í keppninni. Gallacher er að leika í fyrsta sinn fyrir Evrópu í Ryder-bikarnum. Hann hefur áður leikið fyrir Evrópu í öðrum liðakeppnum en hefur ekki unnið leik í sjö leikjum. Gallacher þarf því að sanna sig á Gleneagles vellinum í Skotlandi í lok september. Tom Watson, fyrirliði Bandaríkjanna, mun tilkynna lið sitt í kvöld í beinni útsendingu frá New York.Lið Evrópu í Ryder-bikarnum 2014: Rory McIlroy, Norður-Írland Henrik Stensson, Svíþjóð Victor Dubuisson, Frakkland, Jamie Donaldson, Wales Sergio Garcia, Spánn Justin Rose, England Martin Kaymer, Þýskaland Thomas Bjørn, Danmörk Graeme McDowell, Norður-Írland Ian Poulter, England Lee Westwood, England Stephen Gallacher, Skotland Ryder-bikarinn fer fram 26.-28. september. Mótið verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni.#RyderCup Tweets
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira