Lykilatriði fyrir heilbrigðar og fallegar tennur Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 1. september 2014 15:30 Vísir/Getty Góð tannheilsa skiptir gríðarlega miklu máli og því mikilvægt að kunna að hugsa vel um tennurnar. Mælt er með því að fara til tannlæknis að minnsta kosti einu sinni á ári og leita strax til tannlæknis ef einhver vandamál koma upp í tönnum, tannholdi eða gómi. Það skiptir þó mestu máli að hugsa vel um tennurnar á hverjum degi og passa að hafa þær hreinar. Tennurnar þurfa að endast okkur út ævina og það vilja allir hafa fallegar tennur. Það er því eins gott að hugsa almennilega um þær. Hér koma nokkur mikilvæg atriði til þess að halda tönnunum heilbrigðum og fallegum.Burstaðu tennurnar vel og vandlegaFlestir eru meðvitaðir um mikilvægi þess að bursta tennurnar og gera það samviskusamlega kvölds og morgna. Það er þó mikilvægt að bursta tennurnar rétt til þess að þær séu eins hreinar og mögulegt er. Best er að bursta allar hliðar tannanna í að minnsta kosti tvær mínútur. Gætið þess að bursta ekki of fast. Best er að bursta tennurnar 2-3 á dag.Tannþráðurinn er lykilatriðiÞað er ekki bara nóg að bursta tennurnar heldur er mjög mikilvægt fyrir heilbrigði tanna að nota tannþráð reglulega. Tannþráðurinn getur fjarlægt óhreinindi og matarleifar þaðan sem tannburstinn nær ekki til. Tannþráðurinn hjálpar líka til við að koma í veg fyrir að tannsteinn myndist á yfirborði tannanna. Best er að nota tannþráð daglega.Mataræði skiptir máliMataræði hefur líka áhrif á heilbrigði og útlit tanna. Sykur er sérstaklega vondur fyrir tennurnar og mikil sykurneysla getur valdið skemmdum á tönnum. Forðastu sykraðan mat, gosdrykki og drykki sem eru með hátt sýrumagn til þess að viðhalda heilbrigði tannanna. Það er gott að skola munninn með volgu vatni eftir að hafa drukkið eða borðað eitthvað með sterkum lit til þess að koma í veg fyrir að tennurnar litist.Það er ekki gott að gnísta tönnumStreita og skakkt bit ásamt öðrum þáttum geta orðið til þess að við gnístum tönnum í svefni án þess að vita af því. Eymsli eða verkir í tönnum eða kjálka geta verið merki þess að þú gnístir tönnum. Ef það er tilfellið hjá þér er mikilvægt að leita til tannlæknis og fá lausn við því vandamáli. Tennurnar eyðast upp með tímanum og það getur orðið verulegt vandamál. í þessu myndbandi er farið yfir það hvernig er best að bursta tennurnar til þess að halda þeim hreinum og heilbrigðum Heilsa Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Góð tannheilsa skiptir gríðarlega miklu máli og því mikilvægt að kunna að hugsa vel um tennurnar. Mælt er með því að fara til tannlæknis að minnsta kosti einu sinni á ári og leita strax til tannlæknis ef einhver vandamál koma upp í tönnum, tannholdi eða gómi. Það skiptir þó mestu máli að hugsa vel um tennurnar á hverjum degi og passa að hafa þær hreinar. Tennurnar þurfa að endast okkur út ævina og það vilja allir hafa fallegar tennur. Það er því eins gott að hugsa almennilega um þær. Hér koma nokkur mikilvæg atriði til þess að halda tönnunum heilbrigðum og fallegum.Burstaðu tennurnar vel og vandlegaFlestir eru meðvitaðir um mikilvægi þess að bursta tennurnar og gera það samviskusamlega kvölds og morgna. Það er þó mikilvægt að bursta tennurnar rétt til þess að þær séu eins hreinar og mögulegt er. Best er að bursta allar hliðar tannanna í að minnsta kosti tvær mínútur. Gætið þess að bursta ekki of fast. Best er að bursta tennurnar 2-3 á dag.Tannþráðurinn er lykilatriðiÞað er ekki bara nóg að bursta tennurnar heldur er mjög mikilvægt fyrir heilbrigði tanna að nota tannþráð reglulega. Tannþráðurinn getur fjarlægt óhreinindi og matarleifar þaðan sem tannburstinn nær ekki til. Tannþráðurinn hjálpar líka til við að koma í veg fyrir að tannsteinn myndist á yfirborði tannanna. Best er að nota tannþráð daglega.Mataræði skiptir máliMataræði hefur líka áhrif á heilbrigði og útlit tanna. Sykur er sérstaklega vondur fyrir tennurnar og mikil sykurneysla getur valdið skemmdum á tönnum. Forðastu sykraðan mat, gosdrykki og drykki sem eru með hátt sýrumagn til þess að viðhalda heilbrigði tannanna. Það er gott að skola munninn með volgu vatni eftir að hafa drukkið eða borðað eitthvað með sterkum lit til þess að koma í veg fyrir að tennurnar litist.Það er ekki gott að gnísta tönnumStreita og skakkt bit ásamt öðrum þáttum geta orðið til þess að við gnístum tönnum í svefni án þess að vita af því. Eymsli eða verkir í tönnum eða kjálka geta verið merki þess að þú gnístir tönnum. Ef það er tilfellið hjá þér er mikilvægt að leita til tannlæknis og fá lausn við því vandamáli. Tennurnar eyðast upp með tímanum og það getur orðið verulegt vandamál. í þessu myndbandi er farið yfir það hvernig er best að bursta tennurnar til þess að halda þeim hreinum og heilbrigðum
Heilsa Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira