Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Þór 2-0 | Evrópudraumur Vals lifir enn Kristinn Ásgeir Gylfason á Vodavone-vellinum skrifar 21. september 2014 00:01 Vísir/Stefán Magnús Már Lúðvíksson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals sem vann sigur á Þór í Pepsi-deild karla í dag. Mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins en Valur á enn möguleika á að tryggja sér Evrópusæti í deildinni. Þór féll í síðustu umferð og er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Valsmenn lágu mikið á gestunum í byrjun leiks. Allt útlit var fyrir mark á fyrstu 10 mínútum leiksins. Svo datt leikur beggja liða niður og lítið geriðst fram að hálfleik. Mikið var þó um hornspyrnur, leikmenn virtust eiga í basli við vindinn á vellinum og misreiknuðu oft sendingar. Valsmenn voru duglegir að bjarga vonlausum sendingum og græða á þeim hornspyrnur. Annað gerðist ekki marktækt í daufum fyrri hálfleik.Janez Vrenko varnarmaður Þórs átti ljótt brot í byrjun seinni hálfleiks sem hefði hugsanlega getað orðið rautt spjald. Sveinn Elías Jónsson fékk svo gult spjald skömmu seinna sem var að öllum líkindum fyrir kjaftbrúk. Magnús Már Lúðvíksson skoraði svo fyrra mark heimamanna á 73. minútu sem hleypti lífi í þá. Þórsarar héldu þó áfram að reyna. Seinna markið var endanlega til þess að norðanmenn hættu að reyna.Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Við tókum þetta á þolinmæðinni„Sáttur við mína menn, hefðum viljað nýta meðvindinn betur. Það er reyndar auðveldara að spila á móti vindinum þrátt fyrir að það hafi verið brjálað rok. Við tókum þetta á þolinmæðinni. Við bjuggumst alveg við Þórsurum sterkum, þeir voru ekkert að gefast upp,“ sagði Magnús sáttur við sína menn.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs: Seinna markið rothögg„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. En svo skildi á milli í seinni. Valur var með meiri gæði og voru klókari en við og unnu sanngjarnan sigur. Mörk breyta leikjum og seinna markið var rothögg. Við ætlum að njóta þess að spila leikina sem eru eftir og reyna að fá út úr þeim það sem við getum,“ sagði Páll eftir leikinn.Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður Vals: Sætt að skora fyrsta markið„Meðan það er möguleiki á Evrópusæti erum við sáttir. Þessi leikur lagaði markatöluna okkar. Nú eru bara tvö stig á milli okkar og Víkings. Við reynum ef við getum.“ Aðspurður hvort það væri ekki gaman að skora svaraði hann: „Auðvitað er alltaf gaman að skora, þetta var mikilvægt mark. Sætt að skora fyrsta markið. Það var rok og rigning og erfitt að spila þennan leik.“ Nú varst þú að spila aðra stöðu en venjulega, það er langt síðan þú hefur hlaupið svona mikið í leik: „Jú svona fimm ár. Ég er þreyttur,“ sagði Magnús, maður leiksins. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Magnús Már Lúðvíksson og Patrick Pedersen skoruðu mörk Vals sem vann sigur á Þór í Pepsi-deild karla í dag. Mörkin komu á síðustu 20 mínútum leiksins en Valur á enn möguleika á að tryggja sér Evrópusæti í deildinni. Þór féll í síðustu umferð og er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar. Valsmenn lágu mikið á gestunum í byrjun leiks. Allt útlit var fyrir mark á fyrstu 10 mínútum leiksins. Svo datt leikur beggja liða niður og lítið geriðst fram að hálfleik. Mikið var þó um hornspyrnur, leikmenn virtust eiga í basli við vindinn á vellinum og misreiknuðu oft sendingar. Valsmenn voru duglegir að bjarga vonlausum sendingum og græða á þeim hornspyrnur. Annað gerðist ekki marktækt í daufum fyrri hálfleik.Janez Vrenko varnarmaður Þórs átti ljótt brot í byrjun seinni hálfleiks sem hefði hugsanlega getað orðið rautt spjald. Sveinn Elías Jónsson fékk svo gult spjald skömmu seinna sem var að öllum líkindum fyrir kjaftbrúk. Magnús Már Lúðvíksson skoraði svo fyrra mark heimamanna á 73. minútu sem hleypti lífi í þá. Þórsarar héldu þó áfram að reyna. Seinna markið var endanlega til þess að norðanmenn hættu að reyna.Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Við tókum þetta á þolinmæðinni„Sáttur við mína menn, hefðum viljað nýta meðvindinn betur. Það er reyndar auðveldara að spila á móti vindinum þrátt fyrir að það hafi verið brjálað rok. Við tókum þetta á þolinmæðinni. Við bjuggumst alveg við Þórsurum sterkum, þeir voru ekkert að gefast upp,“ sagði Magnús sáttur við sína menn.Páll Viðar Gíslason, þjálfari Þórs: Seinna markið rothögg„Við spiluðum fínan fyrri hálfleik. En svo skildi á milli í seinni. Valur var með meiri gæði og voru klókari en við og unnu sanngjarnan sigur. Mörk breyta leikjum og seinna markið var rothögg. Við ætlum að njóta þess að spila leikina sem eru eftir og reyna að fá út úr þeim það sem við getum,“ sagði Páll eftir leikinn.Magnús Már Lúðvíksson, leikmaður Vals: Sætt að skora fyrsta markið„Meðan það er möguleiki á Evrópusæti erum við sáttir. Þessi leikur lagaði markatöluna okkar. Nú eru bara tvö stig á milli okkar og Víkings. Við reynum ef við getum.“ Aðspurður hvort það væri ekki gaman að skora svaraði hann: „Auðvitað er alltaf gaman að skora, þetta var mikilvægt mark. Sætt að skora fyrsta markið. Það var rok og rigning og erfitt að spila þennan leik.“ Nú varst þú að spila aðra stöðu en venjulega, það er langt síðan þú hefur hlaupið svona mikið í leik: „Jú svona fimm ár. Ég er þreyttur,“ sagði Magnús, maður leiksins.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira