Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Fram 4-2 | FH sigur í fjörugum leik Anton Ingi Leifsson á Kaplakrikavelli skrifar 21. september 2014 00:01 FH náði þriggja stiga forystu í Pepsi-deild karla með sigri á Fram í ansi fjörugum leik. Sex mörk voru skoruð í úrhellisrigningu í Krikanum. Leikurinn var fjörugur, en FH-ingar voru ívið betri aðilinn í leiknum. Atli Guðnason var frábær í leiknum og mataði félaga sína hvað eftir annað. Fyrsta markið var ekki lengi að koma en það kom eftir einungis þrjár mínútru þegar Atli Guðnason skoraði eftir sendingu frá Steven Lennon. Atli skaut að marki, Denis varði, en tók sjálfur frákastið og skoraði. Hvítklæddir heimamenn voru í miklu stuði í byrjun og voru búnir að tvöfalda forystuna þegar fjórtán mínútur voru liðnar en þar var að verki Emil Pálsson. Heimamenn voru með öll völd í leiknum og voru líklegri til að bæta við þriðja markinu heldur en Framarar að minnka muninn. Veðrið gerði báðum liðum algjöran óleik, en í Krikanum var trylltur vindur og úrhellisrigning. Vindurinn var þó ekkert sérstaklega á annað markið, heldur meira þvert fyrir allan völlinn. Staðan var 2-0 þegar rennblautir leikmenn gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var mikið um fjör. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn á því að pressa heimamenn og uppskáru mark á 56. mínútu þegar Orri Gunnarsson skoraði eftir laglegt spil. Stuttu síðar vildu þeir fá víti en Vilhjálmur Alvar, dómari, lét sér fátt um finnast. FH-ingar geystust svo í sókn og þar voru fyrrum Framararnir Steven Lennon og Sam Hewson sem bjuggu til mark FH. Gestirnir voru þó alls ekki hættir og minnkuðu muninn þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Fimm marka leikur í Krikanum og nægur tími til stefnu. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu til að troða inn jöfnunarmarki, en það tókst ekki og eins sterkt lið og FH-refsar.Heimir Guðjónsson var nýbúinn að senda markahrókinn Atla Viðar Björnsson inná sem skoraði eftir hörmuleg mistök í vörn Framara og leik lokið. Lokatölur 4-2. Framarar geta sjálfum sér kennt um hvernig fór. Þeir voru arfadaprir í upphafi fyrri hálfleiks og gáfu FH tvö mörk í upphafi leiks. Eftir það komu þeir til baka og áttu nokkrar skemmtilegar sóknir og fína takta. FH-ingar hafa oft spilað betur, en stigin þrjú er það sem skiptir máli í þessum fótbolta.Heimir: Var of lengi að bregðast við „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt yfir í hálfleik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í leikslok. „Í síðari hálfleik hægðist á þessu hjá okkur og eftir að þeir breyttu í 4-4-2 var ég bara of lengi að bregðast við, en kredit á Fram-liðið. Þeir héldu áfram allan leikinn og létu okkur hafa fyrir þessu." „Það voru forsendur fyrir því að klára þennan leik í fyrri hálfleik, en þeir komu til baka og áttu góða spretti. Við lentum bara í vandræðum." „Í Kaplakrika er það þannig að þótt það sé vont veður í kringum völlinn þá er oft beta veður niðri á vellinum." „Það eru bara tveir gífurlega erfiðir leikir framundan og fyrst er það Valur á sunnudag," sagði Heimir að lokum.Bjarni: Hér er erfitt að dæma „Á tíma var eins og við værum að klóra okkur aftur inn í þetta, en við byrjun leikinn skelfilega og færum þeim tvö mörk á silfurfati," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram í leikslok. „Það er erfitt á móti liði eins og FH. Þeir eru með hörkusterkt lið og þeir refsa fyrir mistök andstæðinga. Við unnum okkur þá ágætlega inn í leikinn og síðari hálfleikurinn var mikið betri." „Ég sagði eitthverntímann að ég ætlaði ekki að hrósa mönnum fyrir að leggja sig fram og ég ætla ekki að breyta því núna." „Þetta var klárt víti, en hér er erfitt að dæma. Við áttum að fá víti líka í fyrri hálfleik. Guðmundur Steinn stóð inni í vítateignum og hálf treyjan var farin af honum, en dómarinn horfði á það og dæmdi ekkert." „Hér er erfitt að koma sem útilið og greinilega erfitt að koma einnig sem dómari." „Fyrsta markið hjá okkur byrjaði niðri á hornfána hjá okkur og við spilum okkur upp allan völlinn og endar með frábæru marki. Menn geta varist, en hugurinn þarf að fylgja og það þarf allt að smella." „Það eru tveir leikir eftir og næst er það Stjarnan. Við spiluðum vel á móti Stjörnunni í klukkutíma í fyrri leiknum í Laugardal. Þeir eru að berjast á toppnum, en við þurfum að fara þangað og ná í eitt stig, helst vinna og sjá það hvert það tekur okkur," sagði Bjarni Guðjónsson í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
FH náði þriggja stiga forystu í Pepsi-deild karla með sigri á Fram í ansi fjörugum leik. Sex mörk voru skoruð í úrhellisrigningu í Krikanum. Leikurinn var fjörugur, en FH-ingar voru ívið betri aðilinn í leiknum. Atli Guðnason var frábær í leiknum og mataði félaga sína hvað eftir annað. Fyrsta markið var ekki lengi að koma en það kom eftir einungis þrjár mínútru þegar Atli Guðnason skoraði eftir sendingu frá Steven Lennon. Atli skaut að marki, Denis varði, en tók sjálfur frákastið og skoraði. Hvítklæddir heimamenn voru í miklu stuði í byrjun og voru búnir að tvöfalda forystuna þegar fjórtán mínútur voru liðnar en þar var að verki Emil Pálsson. Heimamenn voru með öll völd í leiknum og voru líklegri til að bæta við þriðja markinu heldur en Framarar að minnka muninn. Veðrið gerði báðum liðum algjöran óleik, en í Krikanum var trylltur vindur og úrhellisrigning. Vindurinn var þó ekkert sérstaklega á annað markið, heldur meira þvert fyrir allan völlinn. Staðan var 2-0 þegar rennblautir leikmenn gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik var mikið um fjör. Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn á því að pressa heimamenn og uppskáru mark á 56. mínútu þegar Orri Gunnarsson skoraði eftir laglegt spil. Stuttu síðar vildu þeir fá víti en Vilhjálmur Alvar, dómari, lét sér fátt um finnast. FH-ingar geystust svo í sókn og þar voru fyrrum Framararnir Steven Lennon og Sam Hewson sem bjuggu til mark FH. Gestirnir voru þó alls ekki hættir og minnkuðu muninn þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir. Fimm marka leikur í Krikanum og nægur tími til stefnu. Þeir reyndu allt hvað þeir gátu til að troða inn jöfnunarmarki, en það tókst ekki og eins sterkt lið og FH-refsar.Heimir Guðjónsson var nýbúinn að senda markahrókinn Atla Viðar Björnsson inná sem skoraði eftir hörmuleg mistök í vörn Framara og leik lokið. Lokatölur 4-2. Framarar geta sjálfum sér kennt um hvernig fór. Þeir voru arfadaprir í upphafi fyrri hálfleiks og gáfu FH tvö mörk í upphafi leiks. Eftir það komu þeir til baka og áttu nokkrar skemmtilegar sóknir og fína takta. FH-ingar hafa oft spilað betur, en stigin þrjú er það sem skiptir máli í þessum fótbolta.Heimir: Var of lengi að bregðast við „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt yfir í hálfleik," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, í leikslok. „Í síðari hálfleik hægðist á þessu hjá okkur og eftir að þeir breyttu í 4-4-2 var ég bara of lengi að bregðast við, en kredit á Fram-liðið. Þeir héldu áfram allan leikinn og létu okkur hafa fyrir þessu." „Það voru forsendur fyrir því að klára þennan leik í fyrri hálfleik, en þeir komu til baka og áttu góða spretti. Við lentum bara í vandræðum." „Í Kaplakrika er það þannig að þótt það sé vont veður í kringum völlinn þá er oft beta veður niðri á vellinum." „Það eru bara tveir gífurlega erfiðir leikir framundan og fyrst er það Valur á sunnudag," sagði Heimir að lokum.Bjarni: Hér er erfitt að dæma „Á tíma var eins og við værum að klóra okkur aftur inn í þetta, en við byrjun leikinn skelfilega og færum þeim tvö mörk á silfurfati," sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram í leikslok. „Það er erfitt á móti liði eins og FH. Þeir eru með hörkusterkt lið og þeir refsa fyrir mistök andstæðinga. Við unnum okkur þá ágætlega inn í leikinn og síðari hálfleikurinn var mikið betri." „Ég sagði eitthverntímann að ég ætlaði ekki að hrósa mönnum fyrir að leggja sig fram og ég ætla ekki að breyta því núna." „Þetta var klárt víti, en hér er erfitt að dæma. Við áttum að fá víti líka í fyrri hálfleik. Guðmundur Steinn stóð inni í vítateignum og hálf treyjan var farin af honum, en dómarinn horfði á það og dæmdi ekkert." „Hér er erfitt að koma sem útilið og greinilega erfitt að koma einnig sem dómari." „Fyrsta markið hjá okkur byrjaði niðri á hornfána hjá okkur og við spilum okkur upp allan völlinn og endar með frábæru marki. Menn geta varist, en hugurinn þarf að fylgja og það þarf allt að smella." „Það eru tveir leikir eftir og næst er það Stjarnan. Við spiluðum vel á móti Stjörnunni í klukkutíma í fyrri leiknum í Laugardal. Þeir eru að berjast á toppnum, en við þurfum að fara þangað og ná í eitt stig, helst vinna og sjá það hvert það tekur okkur," sagði Bjarni Guðjónsson í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira