Fannst eftir 46 ár Finnur Thorlacius skrifar 18. september 2014 16:08 Jaguar E-Type bíllinn kominn aftur til eiganda síns. Þessum Jaguar E-Type var stolið af lögfræðingnum Ivan Schneider í New York borg árið 1968. Þá hafði hann aðeins átt bílinn í 6 mánuði og hefur saknað hans ógurlega síðan. Marga bílana hefur hann keypt síðan og varð í hvert skipti hugsað til draumabílsins sem hann tapaði. Nú hefur hann hinsvegar endurheimt þennan flotta bíl og gott ef hann er ekki meira virði nú en þegar hann keypti hann. Bíllinn fannst í Los Angeles er lögreglan var að skoða farm sem var á leið útúr landi. Þegar lögreglan sá VIN-númer bílsins sást í gagnabanka lögreglunnar að þessum bíl hefði verið stolið. Jaguarinn var alls ekki eini bíllinn í þessum farmi sem hafði verið stolið, því þarna leyndust einnig Mercedes Benz 280 af árgerð 1976, annar Benz E350 árgerð 2007 og 2014 árgerðin af Chevrolet Camaro ZL1. Allt saman verðmætir bílar og öllum þeirra hafði verið stolið. Þegar lögreglan hafði samband við Schneider, sem fluttur er til Flórída eins og margir aðrir eldri borgarar Bandaríkjanna, trúði hann þeim ekki en er nú með kátari mönnum eftir að hafa fengið bílinn aftur í hendur. Hann hyggst gera hann upp, en bíllinn er ekki í sem bestu ástandi, en engu að síður gullmoli. Orðinn fremur óhrjálegur eftir öll þessi ár. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent
Þessum Jaguar E-Type var stolið af lögfræðingnum Ivan Schneider í New York borg árið 1968. Þá hafði hann aðeins átt bílinn í 6 mánuði og hefur saknað hans ógurlega síðan. Marga bílana hefur hann keypt síðan og varð í hvert skipti hugsað til draumabílsins sem hann tapaði. Nú hefur hann hinsvegar endurheimt þennan flotta bíl og gott ef hann er ekki meira virði nú en þegar hann keypti hann. Bíllinn fannst í Los Angeles er lögreglan var að skoða farm sem var á leið útúr landi. Þegar lögreglan sá VIN-númer bílsins sást í gagnabanka lögreglunnar að þessum bíl hefði verið stolið. Jaguarinn var alls ekki eini bíllinn í þessum farmi sem hafði verið stolið, því þarna leyndust einnig Mercedes Benz 280 af árgerð 1976, annar Benz E350 árgerð 2007 og 2014 árgerðin af Chevrolet Camaro ZL1. Allt saman verðmætir bílar og öllum þeirra hafði verið stolið. Þegar lögreglan hafði samband við Schneider, sem fluttur er til Flórída eins og margir aðrir eldri borgarar Bandaríkjanna, trúði hann þeim ekki en er nú með kátari mönnum eftir að hafa fengið bílinn aftur í hendur. Hann hyggst gera hann upp, en bíllinn er ekki í sem bestu ástandi, en engu að síður gullmoli. Orðinn fremur óhrjálegur eftir öll þessi ár.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent