Söngvari Muse hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði Orri Freyr Rúnarsson skrifar 15. september 2014 14:32 Liðsmenn Muse gefa stjórnvöldum puttann Nú styttist í að Skotar gangi að kjörborðinu og kjósa um hvort að landið fái sjálfstæði frá Bretlandi. Fjölmargir hafa reynt að hafa áhrif á hvernig Skotar haga atkvæði sínu og nú hefur Matthew Bellamy, söngvari og gítarleikari Muse, beðið Skota um að lýsa yfir sjálfstæði. Bellamy sendi Skotum skilaboð í gegnum Twitter síðu sína í gær og byrjaði á því að þakka Skotum fyrir að hrista verulega upp í stjórnmálum í Bretlandi. Sagði Bellamy að flokkapólitíkin hefði brugðist Bretum og eina leiðin væri að draga úr miðstýringu stjórnvalda. Þá sagði hann að ef Skotar myndu lýsa yfir sjálfstæði væru það skýr skilaboð til stjórnvalda og vill Bellamy sjá fleiri lítil ríki líkt og Sviss. Bandaríska rokksveitin Slipknot hafa nú opinberað myndband við lagið „The Devil in I“ og hefur myndbandið nú þegar hlotið mikið lof. Það er M. Shawn Crahan, eða Trúðurinn, sem leikstýrði myndbandinu. Eins og von var á frá Slipknot hefur myndbandið hryllingsmyndablæ yfir sér og ætti því engin að vera svikinn. En lagið „The Devil In I“ verður á næstu breiðskífu Slipknot sem er væntanleg í október. Verður þetta fyrsta plata Slipknot eftir að bassaleikarinn Paul Gray lést og trommarinn Joey Jordison sagði skilið við sveitina.Julian á tónleikum í ár.GettyStrokes söngvarinn Julian Casablancas hefur nú fyllt aðdáendur sveitarinnar af bjartsýni eftir að hann lýsti því yfir í viðtali við BBC6 Music að sveitin væri á afar góðum stað þessa daganna og það væri gott andrúmsloft á meðal meðlima. Casablancas bætti því við að möguleiki væri á því að The Strokes kæmu saman í janúar til að vinna að nýjum lögum. The Strokes komu nokkrum sinnum saman í sumar vegna tónleika og sagði söngvarinn að þeir hefðu allir gengið frábærlega og því væru þeir spenntir að taka upp nýja plötu án þess þó að hafa neglt neitt niður. Hljómsveitin Foo Fighters kom fram á risatónleikum í London um helgina þegar að þeir spiluðu á lokaathöfn Invictus leikana. En Invictus leikarnir eru íþróttaviðburður þar sem að særðir hermenn keppa sín á milli. Lokaathöfnin fór fram á Ólympíuleikvanginum í London og spiluðu Foo Fighters 11 lög á tónleikunum og þar á meðal voru mörg bestu lög sveitarinnar. En Foo Fighters fengu sérstakt boð á leikana frá Harry bretaprins sem hringdi í Dave Grohl til að sannfæra sveitina um að spila. Foo Fighters nýttu ferðina til Bretlands vel og komu fram á nokkrum leynitónleikum til að gleðja aðdándur sína. Að lokum bendum við hlustendum á að ný hlustendakönnun var send út um helgina á alla sem hafa skráð sig í Hlustendaráð X977. Með því að svara könnuninni hafa þátttakendur bein áhrif á tónlistina sem spiluð er á X977 sem og Pepsi Max listann. En hægt er að skrá sig í Hlustendaráðið hér. Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Ekki hissa á því að ríkisstjórnin reyni að leggja niður Sérstakan saksóknara Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Sannleikurinn: Lögreglumaðurinn segir það tilbreytingu að vera sá ákærði Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Tónleikar sem munu breyta lífi þínu Harmageddon Á kafi í kynlífi Harmageddon
Nú styttist í að Skotar gangi að kjörborðinu og kjósa um hvort að landið fái sjálfstæði frá Bretlandi. Fjölmargir hafa reynt að hafa áhrif á hvernig Skotar haga atkvæði sínu og nú hefur Matthew Bellamy, söngvari og gítarleikari Muse, beðið Skota um að lýsa yfir sjálfstæði. Bellamy sendi Skotum skilaboð í gegnum Twitter síðu sína í gær og byrjaði á því að þakka Skotum fyrir að hrista verulega upp í stjórnmálum í Bretlandi. Sagði Bellamy að flokkapólitíkin hefði brugðist Bretum og eina leiðin væri að draga úr miðstýringu stjórnvalda. Þá sagði hann að ef Skotar myndu lýsa yfir sjálfstæði væru það skýr skilaboð til stjórnvalda og vill Bellamy sjá fleiri lítil ríki líkt og Sviss. Bandaríska rokksveitin Slipknot hafa nú opinberað myndband við lagið „The Devil in I“ og hefur myndbandið nú þegar hlotið mikið lof. Það er M. Shawn Crahan, eða Trúðurinn, sem leikstýrði myndbandinu. Eins og von var á frá Slipknot hefur myndbandið hryllingsmyndablæ yfir sér og ætti því engin að vera svikinn. En lagið „The Devil In I“ verður á næstu breiðskífu Slipknot sem er væntanleg í október. Verður þetta fyrsta plata Slipknot eftir að bassaleikarinn Paul Gray lést og trommarinn Joey Jordison sagði skilið við sveitina.Julian á tónleikum í ár.GettyStrokes söngvarinn Julian Casablancas hefur nú fyllt aðdáendur sveitarinnar af bjartsýni eftir að hann lýsti því yfir í viðtali við BBC6 Music að sveitin væri á afar góðum stað þessa daganna og það væri gott andrúmsloft á meðal meðlima. Casablancas bætti því við að möguleiki væri á því að The Strokes kæmu saman í janúar til að vinna að nýjum lögum. The Strokes komu nokkrum sinnum saman í sumar vegna tónleika og sagði söngvarinn að þeir hefðu allir gengið frábærlega og því væru þeir spenntir að taka upp nýja plötu án þess þó að hafa neglt neitt niður. Hljómsveitin Foo Fighters kom fram á risatónleikum í London um helgina þegar að þeir spiluðu á lokaathöfn Invictus leikana. En Invictus leikarnir eru íþróttaviðburður þar sem að særðir hermenn keppa sín á milli. Lokaathöfnin fór fram á Ólympíuleikvanginum í London og spiluðu Foo Fighters 11 lög á tónleikunum og þar á meðal voru mörg bestu lög sveitarinnar. En Foo Fighters fengu sérstakt boð á leikana frá Harry bretaprins sem hringdi í Dave Grohl til að sannfæra sveitina um að spila. Foo Fighters nýttu ferðina til Bretlands vel og komu fram á nokkrum leynitónleikum til að gleðja aðdándur sína. Að lokum bendum við hlustendum á að ný hlustendakönnun var send út um helgina á alla sem hafa skráð sig í Hlustendaráð X977. Með því að svara könnuninni hafa þátttakendur bein áhrif á tónlistina sem spiluð er á X977 sem og Pepsi Max listann. En hægt er að skrá sig í Hlustendaráðið hér.
Harmageddon Mest lesið Tuttugu ára afmæli X-977 - Brain Police Harmageddon Ekki hissa á því að ríkisstjórnin reyni að leggja niður Sérstakan saksóknara Harmageddon Lögmenn á daginn og trúbadorar í kvöldin Harmageddon Segir láglaunafólk geta bætt kjör sín með því að flytja út úr borginni Harmageddon Sannleikurinn: Lögreglumaðurinn segir það tilbreytingu að vera sá ákærði Harmageddon Kostulegt samtal Frosta við Nígeríusvindlara sem lofar honum milljónum króna Harmageddon Nýsjálenskir femínistar snúa vörn í sókn Harmageddon Bill Burr vill lífstíðarfangelsi fyrir bankamenn Harmageddon Tónleikar sem munu breyta lífi þínu Harmageddon Á kafi í kynlífi Harmageddon