Lífið

Drungalegur Reyðarfjörður í fyrsta sýnishorni úr Fortitude

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stanley Tucci, Sofie Grabol og Christopher Eccleston.
Stanley Tucci, Sofie Grabol og Christopher Eccleston.
Sky Atlantic er búið að frumsýna fyrsta sýnishornið úr sjónvarpsseríunni Fortitude sem tekin var upp að miklu leyti á Reyðarfirði á þessu ári.

Í sýnishorninu er lítið gefið upp en Reyðarfjörður nýtur sín í því og er bærinn gerður ansi drungalegur.

Þá hefur Sky Atlantic líka sett á netið lítið myndbrot þar sem skyggnst er á bak við tjöldin við tökur á seríunni en í því ræðir framleiðandinn Patrick Spence um seríuna. 

Þættirnir, sem eru í anda Twin Peaks, fjalla um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur.

Michael Gambon og Richard Dormer.





Tengdar fréttir

Björn Hlynur landar stóru hlutverki í Fortitude

Ásamt Birni Hlyni mun leikkonan Sofie Gråbøl fara með hlutverk í þáttunum, en hún er hvað best þekkt fyrir hlutverk sitt sem Sarah Lund í dönsku þáttunum Forbrydelsen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.