„Sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar“ Viktoría Hermannsdóttir skrifar 28. september 2014 15:30 Blær, Katrín og Valdís „Hvaða Reykvíkingur hefur ekki gengið niður Laugaveginn klukkan fimm að nóttu til og upplifað þessar hugsanir, við einfaldlega komum þeim í orð. Tökum þau síðan upp og sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar sem og allra,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir ein meðlima sveitarinnar Reykjavíkur dætur um nýtt mynband sveitarinnar. Reykjavíkurdætur frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið Tíminn tapar takti. Sveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið en í þessu lagi eru aðeins þrjár dætranna að rappa, ásamt Blæ eru það Katrín Helga Andrésdóttir og Valdís Steinarsdóttir. „Reykjavíkurdætur eru „clan“ svo við gerum lög allt frá einni rappettu upp í tuttugu og eina, eftir því hvað við höfum áhuga á að semja um. Upprunalega ætluðum við að vera sex í lagi sem átti að heita þú „þykist þekkja mig“ sem breyttist í 2 lög, með 3 rappettum í hverju: „Tíminn tapar takti“ og „Þú þykist þekkja mig“. Þessi lög eru eins og tvær hliðar á sama peningnum. Nú erum við líka orðnar svo margar að fólk á eftir að sjá meira af myndböndum þar sem við erum færri. Þetta er heldur ekki fyrsta myndbandið sem kemur út með hljómsveit innan Reykjavíkurdætra. Í sumar gaf dúóið Cyber út lagið „Sjálfstæðisfyllerí“ og systurnar í Hljómsveitt hafa gefið út lagið „Kynþokkafull“ og munu senda frá sér nýtt myndband á næstu dögum,“ segir Blær.Myndbandið við lagið var tekið upp fyrir verkefni listamannsins Saulius Baradinskas. „Hann er með project í Litháen ásamt hópi af fólki sem heitir Vilnius Temperature. Það gengur út á að taka live myndbönd af hljómsveitum út um allan heim. Hefðin er að kynna sig fyrst og taka fram við hvaða hitastig myndbandið er tekið. Vilnius temperature er búið að taka upp fullt af myndböndum þar á meðal af Gusgus en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka upp live rapp-myndband, þannig að þetta er nýjung bæði fyrir þau og okkur. Þá eru engin hljóðfæri svo til að brjóta þetta aðeins upp ákváðum við að ganga um í bænum á meðan," segir hún. Samstarfið við Saulius kom til á skemmtilegan hátt. „Engin okkar þekkti Saulius í fyrstu en fyrir tilviljun fengu hann og kærastan hans Karolina að gista hjá mér nokkrar nætur á meðan þau voru að skoða Ísland. Hann gekk framhjá herberginu mínu eitt kvöldið þegar ég var að hlusta á lagið sem við vorum þá nýbúnar að gera og bauð honum að hlusta, hann varð yfir sig hrifinn og spurði strax hvort hann mætti ekki taka upp myndbandið. Tveimur dögum síðar vorum við komin á Skólavörðustíginn að taka upp,“ segir Blær. Reykjavíkurdætur sitja ekki auðum höndum þessa dagana og von er á tveimur lögum frá sveitinni á næstunni. „Annað um aftengingu okkar við raunveruleikann og hitt um dauðasyndirnar sjö. Planið er að vera búin að gefa þau út fyrir Airwaves. Þar af leiðandi hvetjum við fólk til að fylgjast með okkur því þau koma út á næstu vikum,“ segir Blær. Airwaves Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna Sjá meira
„Hvaða Reykvíkingur hefur ekki gengið niður Laugaveginn klukkan fimm að nóttu til og upplifað þessar hugsanir, við einfaldlega komum þeim í orð. Tökum þau síðan upp og sýnum öllum heiminum inn í innstu hugarfylgsni okkar sem og allra,“ segir Þuríður Blær Jóhannsdóttir ein meðlima sveitarinnar Reykjavíkur dætur um nýtt mynband sveitarinnar. Reykjavíkurdætur frumsýna hér á Vísi glænýtt myndband við lagið Tíminn tapar takti. Sveitin hefur vakið mikla athygli undanfarið en í þessu lagi eru aðeins þrjár dætranna að rappa, ásamt Blæ eru það Katrín Helga Andrésdóttir og Valdís Steinarsdóttir. „Reykjavíkurdætur eru „clan“ svo við gerum lög allt frá einni rappettu upp í tuttugu og eina, eftir því hvað við höfum áhuga á að semja um. Upprunalega ætluðum við að vera sex í lagi sem átti að heita þú „þykist þekkja mig“ sem breyttist í 2 lög, með 3 rappettum í hverju: „Tíminn tapar takti“ og „Þú þykist þekkja mig“. Þessi lög eru eins og tvær hliðar á sama peningnum. Nú erum við líka orðnar svo margar að fólk á eftir að sjá meira af myndböndum þar sem við erum færri. Þetta er heldur ekki fyrsta myndbandið sem kemur út með hljómsveit innan Reykjavíkurdætra. Í sumar gaf dúóið Cyber út lagið „Sjálfstæðisfyllerí“ og systurnar í Hljómsveitt hafa gefið út lagið „Kynþokkafull“ og munu senda frá sér nýtt myndband á næstu dögum,“ segir Blær.Myndbandið við lagið var tekið upp fyrir verkefni listamannsins Saulius Baradinskas. „Hann er með project í Litháen ásamt hópi af fólki sem heitir Vilnius Temperature. Það gengur út á að taka live myndbönd af hljómsveitum út um allan heim. Hefðin er að kynna sig fyrst og taka fram við hvaða hitastig myndbandið er tekið. Vilnius temperature er búið að taka upp fullt af myndböndum þar á meðal af Gusgus en þetta er í fyrsta sinn sem þau taka upp live rapp-myndband, þannig að þetta er nýjung bæði fyrir þau og okkur. Þá eru engin hljóðfæri svo til að brjóta þetta aðeins upp ákváðum við að ganga um í bænum á meðan," segir hún. Samstarfið við Saulius kom til á skemmtilegan hátt. „Engin okkar þekkti Saulius í fyrstu en fyrir tilviljun fengu hann og kærastan hans Karolina að gista hjá mér nokkrar nætur á meðan þau voru að skoða Ísland. Hann gekk framhjá herberginu mínu eitt kvöldið þegar ég var að hlusta á lagið sem við vorum þá nýbúnar að gera og bauð honum að hlusta, hann varð yfir sig hrifinn og spurði strax hvort hann mætti ekki taka upp myndbandið. Tveimur dögum síðar vorum við komin á Skólavörðustíginn að taka upp,“ segir Blær. Reykjavíkurdætur sitja ekki auðum höndum þessa dagana og von er á tveimur lögum frá sveitinni á næstunni. „Annað um aftengingu okkar við raunveruleikann og hitt um dauðasyndirnar sjö. Planið er að vera búin að gefa þau út fyrir Airwaves. Þar af leiðandi hvetjum við fólk til að fylgjast með okkur því þau koma út á næstu vikum,“ segir Blær.
Airwaves Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna Sjá meira