Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir og unnusti hennar eignuðust stúlku í gær.
„25. september kom lítil stúlka inn í líf okkar. Bústin og stór og ég er yfir mig ástfangin af litlu fjölskyldunni minni,“ skrifar Þórunn Antonía í skilaboðum til vina, kunningja og þeirra sem fylgja henni á Instagram.
Þórunn Antonía birti mynd af sér með prinsessunni í kvöld þar sem hún sýnir nýjasta fjölskyldumeðliminn.
„Fallega stelpan mín,“ skrifar Þórunn Antonía við myndina. Þetta er hennar fyrsta barn.
Vísir óskar nýbökuðu foreldrunum innilega til hamingju.
