Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - KR 0-1 | Grétar hélt spennu í baráttunni um Evrópusæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Víkingsvelli skrifar 28. september 2014 00:01 Grétar Sigfinnur Sigurðarson tryggði KR 1-0 sigur á Víkingum sem halda áfram að gefa eftir á lokaspretti deildarinnar. Markið kom undir lok fyrri hálfleiks. Víkingar byrjuðu ágætlega í leiknum og gáfu fá færi á sér. En markið breytti gang mála og voru KR-ingar betri aðilinn í síðari hálfleik, þó svo að bæði lið hafi fengið góð tækifæri til að skora. Úrslitin eru vonbrigði fyrir Víkinga sem geta þó huggað sig við að standa enn best að vígi í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar, það síðasta sem veitir þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildar UEFA á næsta ári. Víkingar endurheimtu Garov úr meiðslum og gátu því stillt upp sömu þriggja manna miðju og þeir gerðu gegn Stjörnunni í þarsíðasta leik - með þeim Kristni, Taskovic og Dofra. Stjarnan hafði sigur í þeim leik en Víkingar litu lengst af vel afar vel út - mun betur en í 4-1 tapinu gegn Blikum um síðustu helgi. Framan af gekk skipulag heimamanna eftir. KR-ingum gekk bölvanlega að komast í gegnum þéttan varnarmúr liðsins og flestum sóknaraðgerðum lauk með háum boltum inn á teig eða skottilraunum af löngu færi. Að sama skapi voru Víkingar ekki að hætta sér mjög mikið fram og treystu þess í stað á að sækja hratt á andstæðinginn þegar færið gafst, sem var þó afar sjaldan. Heimamenn leyfðu því KR-ingum að vera mikið með boltann og þó svo að það hafi lítið komið úr opnu spili gestanna var ávallt hættan að föst leikatriði myndi skila þeim svarthvítu árangri. Slíkt var tilfellið undir lok hálfleiksins er boltinn fór inn eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar. Grétar Sigfinnur var þar að verki eftir nokkuð klafs í teignum. Það var allt annað að sjá til KR-inga í síðari hálfleik, enda komnir marki yfir og Víkingum ekki annar kostur í boði en að reyna að sækja. KR-ingar voru mun hættulegri og gekk mun betur að skapa sér færi en í fyrri hálfleik. Víkingum tókst þó að sækja fram endrum og eins en besta færið fékk fyrirliðinn Taskovic þegar skalli hans af stuttu færi var glæsilega varinn af Stefáni Loga Magnússyni. Viktor Jónsson átti svo skot í stöng þegar lítið var eftir en annars var fátt um fína drætti í sóknarspili Víkinga og ljóst að heimamenn söknuðu Arons Elísar Þrándarsonar í dag. Undir lok leiksins fékk svo Gonzalo Balbi dauðafæri til að gulltryggja sigur KR er hann slapp einn í gegnum vörn heimamanna en Ingvar Kale varði vel frá honum. Það kom þó ekki að sök og 1-0 sigur gestanna í vesturbænum staðreynd. Það er því ljóst að það verður mikil spenna í baráttunni um Evrópusætið í lokaumferðinni um næstu helgi en þar standa Víkingar, þrátt fyrir tapið í dag, enn best að vígi. KR var fyrir leikinn öruggt í þriðja sætinu.Ólafur: Söknum mikilvægra leikmanna Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, sagði niðurstöðuna í leiknum gegn KR í dag hafa verið svekkjandi. „Við hefðum getað fengið eitthvað úr þessum leik með smá heppni,“ sagði Ólafur eftir 1-0 tap gegn KR í dag. „Markið breytti ekki miklu, þannig séð. En við reyndum að sækja meira og þá vilja leikirnir oft opnast - þegar bæði lið ætla að sækja til sigurs. Það gerðist í dag.“ „Við fengum nokkur færi til að skora en mér fannst okkur vanta kjark til að klára færin.“ „Það var hér undir lokin þegar leikurinn var að fjara út að mér fannst menn gefa allt sem þeir áttu. Ef þeir hefðu gert það frá upphafi hefðum við kannski fengið eitthvað úr þessu.“ Hann segir að það hafi verið mannekla í herbúðum Víkinga og það hafi haft áhrif á liðið. „Menn voru að reyna hér í dag og það var ekki vandamálið. En það vantar sterka leikmenn í liðið og við tínum þá ekki af trjánum.“ „Nú verður spenna áfram í þessari baráttu um fjórða sætið og nú förum við til Keflavíkur í lokaumferðinni til að reyna að tryggja okkur það. Við höfum verið að reyna það í síðustu leikjum en það hefur bara ekki gengið eftir.“Grétar Sigfinnur: Menn eru í KR til að vinna leiki Markaskorarinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson segir að þetta hafi verið erfið fæðing hjá sínum mönnum í dag. „Klárlega. 1-0 sigur með skítamarki. En við áttum samt að vera búnir að klára þetta enda fengum við færin til þess. Við gerðum þetta óþarflega spennandi í lokin,“ sagði Grétar. „Víkingarnir voru þéttir fyrir og við vissum að þeir væru duglegir. Við ætluðum að taka þá á skyndisóknunum og skora nokkur mörk þannig en það gekk ekki alveg eftir.“ Hann segir að það hafi verið lítið vandamál fyrir KR-inga að koma vel stemmdir í leikinn þar sem liðið hefur í raun að engu að keppa. „Menn eru í KR til að vinna leiki. Enginn þolir að tapa og því á þetta ekki að vera neitt vesen. Við höfum verið nokkuð góðir í síðustu leikjum, sérstaklega þegar við komum til baka í síðasta leik eftir að hafa lent 3-1 undir. Mér fannst menn ekki tala nógu mikið um það.“ „En við viljum vinna leiki og hafa áhrif á baráttuna um Evrópusætið. Það gerðist og nú verður spenna í þessu fram í lokaumferðina.“ Hann segir að umræðan um möguleg vistaskipti Rúnars Kristinssonar þjálfara hafi engin áhrif haft á liðið. „Það hefur ekki einu sinni verið rætt um það.“Rúnar: Stoltur þjálfari KR Rúnar segir enn margt óljóst um framtíð sína í þjálfun en hann hefur að undanförnu verið oraður við lið í Noregi. „Þetta var hörkuleikur og Víkingarnir eru erfiðir á heimavelli. En við sigldum þessu heim.“ Víkingar voru þéttir fyrir í fyrri hálfleik og Rúnar tók undir að það hafi þurft þolinmæði til að skora fyrsta markið. „Mér fannst þeir liggja aftar en ég átti von á. Ég taldi að þeir hefðu þurft á sigri að halda í dag en kannski var uppleggið hjá þeim að liggja til baka og beita skyndisóknum.“ „En mér fannst við vera mikið með boltann þó svo að við sköpuðum ekki mörg færi. Þau komu í seinni hálfleik og við hefðum átt að nýta þau betur. En ég er sáttur við sigurinn og að halda markinu hreinu. Stefán Logi varði meistaralega.“ Hann segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að fá menn til að leggja sig fram. „Við áttum gott spjall fyrir leikinn og fórum yfir málin. Auðvitað verða menn að leggja sig fram því við viljum fá eins mörg stig og við getum.“ „Það er stundum stutt í kæruleysið þegar það skiptir kannski öllu máli. En menn unnu vel saman og það skilaði okkur sigrinum í dag.“ Hann sagðist ekki reikna með því að þetta hafi verið hans næstsíðasti leikur sem þjálfari KR en hann hefur undanfarna daga átt í viðræðum við félög í Noregi, sem hann vildi þó ekki nafngreina. „Það held ég ekki. Ég ætla að klára Íslandsmótið með KR en það er ekki búið að bjóða mér eitt eða neitt úti. Það eru fleiri en ég sem koma til greina hjá þessum félögum og þetta þarf sinn tíma til að skýrast.“ „Það er ekki búið að bjóða mér eitt né neitt, heldur hafa aðeins einhverjar hugmyndir verið viðraðar. Það var aðeins kannaður áhugi minn á starfinu ef tilboðið kæmi og það er ekkert komið ennþá.“ „Ég er að þjálfa KR og er stoltur af því. Þetta er sennilega eftirsóttasta þjálfarastarf á Íslandi og ég er í því starfi eins og er.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Grétar Sigfinnur Sigurðarson tryggði KR 1-0 sigur á Víkingum sem halda áfram að gefa eftir á lokaspretti deildarinnar. Markið kom undir lok fyrri hálfleiks. Víkingar byrjuðu ágætlega í leiknum og gáfu fá færi á sér. En markið breytti gang mála og voru KR-ingar betri aðilinn í síðari hálfleik, þó svo að bæði lið hafi fengið góð tækifæri til að skora. Úrslitin eru vonbrigði fyrir Víkinga sem geta þó huggað sig við að standa enn best að vígi í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar, það síðasta sem veitir þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildar UEFA á næsta ári. Víkingar endurheimtu Garov úr meiðslum og gátu því stillt upp sömu þriggja manna miðju og þeir gerðu gegn Stjörnunni í þarsíðasta leik - með þeim Kristni, Taskovic og Dofra. Stjarnan hafði sigur í þeim leik en Víkingar litu lengst af vel afar vel út - mun betur en í 4-1 tapinu gegn Blikum um síðustu helgi. Framan af gekk skipulag heimamanna eftir. KR-ingum gekk bölvanlega að komast í gegnum þéttan varnarmúr liðsins og flestum sóknaraðgerðum lauk með háum boltum inn á teig eða skottilraunum af löngu færi. Að sama skapi voru Víkingar ekki að hætta sér mjög mikið fram og treystu þess í stað á að sækja hratt á andstæðinginn þegar færið gafst, sem var þó afar sjaldan. Heimamenn leyfðu því KR-ingum að vera mikið með boltann og þó svo að það hafi lítið komið úr opnu spili gestanna var ávallt hættan að föst leikatriði myndi skila þeim svarthvítu árangri. Slíkt var tilfellið undir lok hálfleiksins er boltinn fór inn eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar. Grétar Sigfinnur var þar að verki eftir nokkuð klafs í teignum. Það var allt annað að sjá til KR-inga í síðari hálfleik, enda komnir marki yfir og Víkingum ekki annar kostur í boði en að reyna að sækja. KR-ingar voru mun hættulegri og gekk mun betur að skapa sér færi en í fyrri hálfleik. Víkingum tókst þó að sækja fram endrum og eins en besta færið fékk fyrirliðinn Taskovic þegar skalli hans af stuttu færi var glæsilega varinn af Stefáni Loga Magnússyni. Viktor Jónsson átti svo skot í stöng þegar lítið var eftir en annars var fátt um fína drætti í sóknarspili Víkinga og ljóst að heimamenn söknuðu Arons Elísar Þrándarsonar í dag. Undir lok leiksins fékk svo Gonzalo Balbi dauðafæri til að gulltryggja sigur KR er hann slapp einn í gegnum vörn heimamanna en Ingvar Kale varði vel frá honum. Það kom þó ekki að sök og 1-0 sigur gestanna í vesturbænum staðreynd. Það er því ljóst að það verður mikil spenna í baráttunni um Evrópusætið í lokaumferðinni um næstu helgi en þar standa Víkingar, þrátt fyrir tapið í dag, enn best að vígi. KR var fyrir leikinn öruggt í þriðja sætinu.Ólafur: Söknum mikilvægra leikmanna Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkinga, sagði niðurstöðuna í leiknum gegn KR í dag hafa verið svekkjandi. „Við hefðum getað fengið eitthvað úr þessum leik með smá heppni,“ sagði Ólafur eftir 1-0 tap gegn KR í dag. „Markið breytti ekki miklu, þannig séð. En við reyndum að sækja meira og þá vilja leikirnir oft opnast - þegar bæði lið ætla að sækja til sigurs. Það gerðist í dag.“ „Við fengum nokkur færi til að skora en mér fannst okkur vanta kjark til að klára færin.“ „Það var hér undir lokin þegar leikurinn var að fjara út að mér fannst menn gefa allt sem þeir áttu. Ef þeir hefðu gert það frá upphafi hefðum við kannski fengið eitthvað úr þessu.“ Hann segir að það hafi verið mannekla í herbúðum Víkinga og það hafi haft áhrif á liðið. „Menn voru að reyna hér í dag og það var ekki vandamálið. En það vantar sterka leikmenn í liðið og við tínum þá ekki af trjánum.“ „Nú verður spenna áfram í þessari baráttu um fjórða sætið og nú förum við til Keflavíkur í lokaumferðinni til að reyna að tryggja okkur það. Við höfum verið að reyna það í síðustu leikjum en það hefur bara ekki gengið eftir.“Grétar Sigfinnur: Menn eru í KR til að vinna leiki Markaskorarinn Grétar Sigfinnur Sigurðarson segir að þetta hafi verið erfið fæðing hjá sínum mönnum í dag. „Klárlega. 1-0 sigur með skítamarki. En við áttum samt að vera búnir að klára þetta enda fengum við færin til þess. Við gerðum þetta óþarflega spennandi í lokin,“ sagði Grétar. „Víkingarnir voru þéttir fyrir og við vissum að þeir væru duglegir. Við ætluðum að taka þá á skyndisóknunum og skora nokkur mörk þannig en það gekk ekki alveg eftir.“ Hann segir að það hafi verið lítið vandamál fyrir KR-inga að koma vel stemmdir í leikinn þar sem liðið hefur í raun að engu að keppa. „Menn eru í KR til að vinna leiki. Enginn þolir að tapa og því á þetta ekki að vera neitt vesen. Við höfum verið nokkuð góðir í síðustu leikjum, sérstaklega þegar við komum til baka í síðasta leik eftir að hafa lent 3-1 undir. Mér fannst menn ekki tala nógu mikið um það.“ „En við viljum vinna leiki og hafa áhrif á baráttuna um Evrópusætið. Það gerðist og nú verður spenna í þessu fram í lokaumferðina.“ Hann segir að umræðan um möguleg vistaskipti Rúnars Kristinssonar þjálfara hafi engin áhrif haft á liðið. „Það hefur ekki einu sinni verið rætt um það.“Rúnar: Stoltur þjálfari KR Rúnar segir enn margt óljóst um framtíð sína í þjálfun en hann hefur að undanförnu verið oraður við lið í Noregi. „Þetta var hörkuleikur og Víkingarnir eru erfiðir á heimavelli. En við sigldum þessu heim.“ Víkingar voru þéttir fyrir í fyrri hálfleik og Rúnar tók undir að það hafi þurft þolinmæði til að skora fyrsta markið. „Mér fannst þeir liggja aftar en ég átti von á. Ég taldi að þeir hefðu þurft á sigri að halda í dag en kannski var uppleggið hjá þeim að liggja til baka og beita skyndisóknum.“ „En mér fannst við vera mikið með boltann þó svo að við sköpuðum ekki mörg færi. Þau komu í seinni hálfleik og við hefðum átt að nýta þau betur. En ég er sáttur við sigurinn og að halda markinu hreinu. Stefán Logi varði meistaralega.“ Hann segir að það hafi ekki verið erfitt fyrir hann að fá menn til að leggja sig fram. „Við áttum gott spjall fyrir leikinn og fórum yfir málin. Auðvitað verða menn að leggja sig fram því við viljum fá eins mörg stig og við getum.“ „Það er stundum stutt í kæruleysið þegar það skiptir kannski öllu máli. En menn unnu vel saman og það skilaði okkur sigrinum í dag.“ Hann sagðist ekki reikna með því að þetta hafi verið hans næstsíðasti leikur sem þjálfari KR en hann hefur undanfarna daga átt í viðræðum við félög í Noregi, sem hann vildi þó ekki nafngreina. „Það held ég ekki. Ég ætla að klára Íslandsmótið með KR en það er ekki búið að bjóða mér eitt eða neitt úti. Það eru fleiri en ég sem koma til greina hjá þessum félögum og þetta þarf sinn tíma til að skýrast.“ „Það er ekki búið að bjóða mér eitt né neitt, heldur hafa aðeins einhverjar hugmyndir verið viðraðar. Það var aðeins kannaður áhugi minn á starfinu ef tilboðið kæmi og það er ekkert komið ennþá.“ „Ég er að þjálfa KR og er stoltur af því. Þetta er sennilega eftirsóttasta þjálfarastarf á Íslandi og ég er í því starfi eins og er.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira