Engin Agent Fresco plata á þessu ári Orri Freyr Rúnarsson skrifar 26. september 2014 14:07 Ný plata frá Agent Fresco væntanleg á næsta ári Mynd/Magnus Andersen Hljómsveitin Agent Fresco hefur nú tilkynnt að þeir þurfi að seinka útgáfu væntanlegrar plötu til ársins 2015 án þess þó að geta nefnt einhvern ákveðinn útgáfudag. Biðja þeir einnig aðdáendur afsökunar á töfinni en síðasta plata þeirra kom út árið 2010. Viðurkennir hljómsveitin að hafa lent á ýmsum óvæntum hindrunum við gerð plötunnar. Að lokum segjast þeir vera afar stoltir af þessari væntanlegu plötu og eiga því hlustendur eflaust von á góðu. Næstu vikur verða þó spennandi hjá hljómsveitinni en áætlaðar eru fleiri upptökur vegna plötunnar auk þess sem tónleikar erlendis eru á döfinni.Josh Homme, gítarleikari og söngvari Queens of the Stone Age, er greinilega ekki mikill aðdáandi hljómsveitarinnar One Direction ef marka má viðtal við hann á MTV. Þar sagðist söngvarinn frekar keyra fram af bjargi en að hlusta á strákasveitina. Ummæli komu fram þegar að hann var að ræða hvaða stefnu hann væri með varðandi hvað börnin hans mega hlusta á. Sagðist hann þá reyna að stýra þeim í réttar átti enda væri það hann sem þyrfti að keyra bílinn með útvarpið í gangi. Börnin hefðu því val um að hlusta á One Direction og keyra fram af bjargi eða hlusta á eitthvað annað og hann skutlaði þeim þá í skólann. Við sögðum frá því fyrr í vikunni að Foo Fighters aðdáendur í Birmingham hafa sett hópfjáröflun af stað til að lokka hljómsveitina til bæjarins. En söfnunin hefur nú náð markmiði sínu og safnað £150.000 eða um 30 milljónir íslenskra króna. Hljómsveitin hefur enn ekkert tjáð sig um þessa söfnun en stutt er síðan að Foo Fighters spiluðu á samskonar tónleikum í Bandaríkjunum en þar sagði Dave Grohl að svona hópfjaraflanir væru mögulega framtíðin í tónleikahaldi.Nick Cave og Johnny Greenwood hittust óvænt á götuhorni í New YorkStórskemmtileg mynd fer nú eins og eldur um sinu í netheimum en á myndinni má sjá þegar að goðsagnirnar Nick Cave og Johnny Greenwood, gítarleikari Radiohead, rákust óvænt á hvorn annan í New York á dögunum. Nú styttist óðum í Rokkjötna tónleikana sem fara fram í Vodafonehöllinni á morgun, laugardag. Frábærar hljómsveitir koma fram en þær sveitir sem spila á tónleikunum eru Skálmöld, Dimma, Sólstafir, Brain Police, Beneath, Strigaskór 42, In Memoriam og Melrakkar. Ljóst er að um tónleika er að ræða sem enginn ætti að láta framhjá sér fara en miðasala er í fullum gangi á midi.is Boðið verður upp á alvöru rokkveislu á Kex Hostel í kvöld en á meðal þeirra hljómsveita sem ætla að koma fram þar eru Pétur Ben, Low Roar, Agent Fresco og Dimma. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og aðgangur er ókeypis. Að lokum minnum við að sjálfsögðu á Hlustendaráð X977 en ný könnun verður send út nú um helgina. Með því að vera í Hlustendaráðinu er hægt að hafa áhrif á þá tónlist sem hljómar hjá okkur á X-inu auk þess sem að meðlimir ráðisins raða upp Pepsi Max listanum. Hægt er að skrá sig hér. Harmageddon Mest lesið Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Lítil virðing borin fyrir kvenkyns hljóðfæraleikurum Harmageddon Sannleikurinn: Vinsælustu folunum oftast skilað Harmageddon „Ráðherra grátandi á Facebook eins og táningsstelpa“ Harmageddon Það er von Harmageddon
Hljómsveitin Agent Fresco hefur nú tilkynnt að þeir þurfi að seinka útgáfu væntanlegrar plötu til ársins 2015 án þess þó að geta nefnt einhvern ákveðinn útgáfudag. Biðja þeir einnig aðdáendur afsökunar á töfinni en síðasta plata þeirra kom út árið 2010. Viðurkennir hljómsveitin að hafa lent á ýmsum óvæntum hindrunum við gerð plötunnar. Að lokum segjast þeir vera afar stoltir af þessari væntanlegu plötu og eiga því hlustendur eflaust von á góðu. Næstu vikur verða þó spennandi hjá hljómsveitinni en áætlaðar eru fleiri upptökur vegna plötunnar auk þess sem tónleikar erlendis eru á döfinni.Josh Homme, gítarleikari og söngvari Queens of the Stone Age, er greinilega ekki mikill aðdáandi hljómsveitarinnar One Direction ef marka má viðtal við hann á MTV. Þar sagðist söngvarinn frekar keyra fram af bjargi en að hlusta á strákasveitina. Ummæli komu fram þegar að hann var að ræða hvaða stefnu hann væri með varðandi hvað börnin hans mega hlusta á. Sagðist hann þá reyna að stýra þeim í réttar átti enda væri það hann sem þyrfti að keyra bílinn með útvarpið í gangi. Börnin hefðu því val um að hlusta á One Direction og keyra fram af bjargi eða hlusta á eitthvað annað og hann skutlaði þeim þá í skólann. Við sögðum frá því fyrr í vikunni að Foo Fighters aðdáendur í Birmingham hafa sett hópfjáröflun af stað til að lokka hljómsveitina til bæjarins. En söfnunin hefur nú náð markmiði sínu og safnað £150.000 eða um 30 milljónir íslenskra króna. Hljómsveitin hefur enn ekkert tjáð sig um þessa söfnun en stutt er síðan að Foo Fighters spiluðu á samskonar tónleikum í Bandaríkjunum en þar sagði Dave Grohl að svona hópfjaraflanir væru mögulega framtíðin í tónleikahaldi.Nick Cave og Johnny Greenwood hittust óvænt á götuhorni í New YorkStórskemmtileg mynd fer nú eins og eldur um sinu í netheimum en á myndinni má sjá þegar að goðsagnirnar Nick Cave og Johnny Greenwood, gítarleikari Radiohead, rákust óvænt á hvorn annan í New York á dögunum. Nú styttist óðum í Rokkjötna tónleikana sem fara fram í Vodafonehöllinni á morgun, laugardag. Frábærar hljómsveitir koma fram en þær sveitir sem spila á tónleikunum eru Skálmöld, Dimma, Sólstafir, Brain Police, Beneath, Strigaskór 42, In Memoriam og Melrakkar. Ljóst er að um tónleika er að ræða sem enginn ætti að láta framhjá sér fara en miðasala er í fullum gangi á midi.is Boðið verður upp á alvöru rokkveislu á Kex Hostel í kvöld en á meðal þeirra hljómsveita sem ætla að koma fram þar eru Pétur Ben, Low Roar, Agent Fresco og Dimma. Tónleikarnir hefjast klukkan 19:00 og aðgangur er ókeypis. Að lokum minnum við að sjálfsögðu á Hlustendaráð X977 en ný könnun verður send út nú um helgina. Með því að vera í Hlustendaráðinu er hægt að hafa áhrif á þá tónlist sem hljómar hjá okkur á X-inu auk þess sem að meðlimir ráðisins raða upp Pepsi Max listanum. Hægt er að skrá sig hér.
Harmageddon Mest lesið Þið sem hélduð að geitungar væru andstyggilegir Harmageddon Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon „Ég geri þá kröfu að þú hleypir mér héðan út!“ Harmageddon Sannleikurinn: Ómar Ragnarsson handsamaður Harmageddon Nýtt myndband með Leoncie og Shades of Reykjavík Harmageddon Gabríel með stjörnuhröp Harmageddon Lítil virðing borin fyrir kvenkyns hljóðfæraleikurum Harmageddon Sannleikurinn: Vinsælustu folunum oftast skilað Harmageddon „Ráðherra grátandi á Facebook eins og táningsstelpa“ Harmageddon Það er von Harmageddon