Alvarlegt mál sem á sér fá fordæmi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2014 12:01 Við aðalmeðferð málsins 22.september síðastliðinn. vísir/gva Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna, þau Sigurjón Þorvald Árnason og Elínu Sigfúsdóttur, hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. Þó sé hægt að líkja málinu við Exeter málið svokallaða þar sem stjórnendur sparisjóðsins Byrs voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Brot Sigurjóns og Elínar gætu varðað við sex ára fangelsi. Lánareglur þverbrotnar „Lánareglur Landsbankans voru þverbrotnar með veitingu sjálfskuldarábyrgðar. Þau fóru út fyrir þær heimildir sem þau höfðu til sjálfskuldarábyrðar og þar með misnotuðu þau aðstæður sínar gróflega,“ sagði Ásmunda Björg Baldursdóttir, saksóknarfulltrúi sérstaks saksóknara í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna sem sneri að aflandsfélögunum Empennage Inc og Zimham Corp sem voru í eigu bankans. Féð var lánað vegna kaupréttarsamninga starfsmanna. Ekkert áhættumat Ákæruvaldið telur að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna á lánasamningum félaganna við Kaupþing, sem afgreiddar voru á milli funda lánanefndar og án utanaðkomandi trygginga, hafi þau brotið lánareglur bankans. Sigurjón og Elín bentu þó á á mánudag að undirliggjandi trygging hefði legið fyrir og algengt væri að afgreiða mál á milli funda. Um sex hundruð slíkir fundir hefðu átt sér stað á þessu tímabili. Ásmunda gagnrýndi harðlega áhættumat félaganna en voru þau metin sem svo að lítil sem engin áhætta fylgdi því að lána félögunum. Þuldi hún upp tæmandi lista yfir þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að hægt sé að meta þau áhættulítil. Þar segir meðal annars að fyrirtæki þurfi að vera með trausta viðskipta- og fjárhagssögu og góða greiðslugetu. „Félögin uppfylla ekkert þessara skilyrða. Hér er um að ræða nýstofnuð skúffufélög með hundrað prósenta lánsfjármögnun. Það virðist ekkert áhættumat hafa farið fram á veitingu sjálfskuldarábyrgða,“ sagði Ásmunda. Sem fyrr segir neita bæði Sigurjón og Elín sök í málinu. Telja þau að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna hafi þau dregið umtalsvert úr áhættu bankans og ávinningurinn hafi verið um 10 milljarðar um mitt ár 2006 og 35 milljarðar um mitt ár 2007. Málflutningur stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Málflutningur í máli sérstaks saksóknara á hendur fyrrverandi stjórnendum Landsbankans vegna meintra umboðssvika fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið segir stjórnendurna, þau Sigurjón Þorvald Árnason og Elínu Sigfúsdóttur, hafa brotið gróflega af sér og segir fá fordæmi um umfang og alvarleika málsins. Þó sé hægt að líkja málinu við Exeter málið svokallaða þar sem stjórnendur sparisjóðsins Byrs voru dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Brot Sigurjóns og Elínar gætu varðað við sex ára fangelsi. Lánareglur þverbrotnar „Lánareglur Landsbankans voru þverbrotnar með veitingu sjálfskuldarábyrgðar. Þau fóru út fyrir þær heimildir sem þau höfðu til sjálfskuldarábyrðar og þar með misnotuðu þau aðstæður sínar gróflega,“ sagði Ásmunda Björg Baldursdóttir, saksóknarfulltrúi sérstaks saksóknara í munnlegum málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sigurjón og Elín eru ákærð fyrir fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna sem sneri að aflandsfélögunum Empennage Inc og Zimham Corp sem voru í eigu bankans. Féð var lánað vegna kaupréttarsamninga starfsmanna. Ekkert áhættumat Ákæruvaldið telur að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna á lánasamningum félaganna við Kaupþing, sem afgreiddar voru á milli funda lánanefndar og án utanaðkomandi trygginga, hafi þau brotið lánareglur bankans. Sigurjón og Elín bentu þó á á mánudag að undirliggjandi trygging hefði legið fyrir og algengt væri að afgreiða mál á milli funda. Um sex hundruð slíkir fundir hefðu átt sér stað á þessu tímabili. Ásmunda gagnrýndi harðlega áhættumat félaganna en voru þau metin sem svo að lítil sem engin áhætta fylgdi því að lána félögunum. Þuldi hún upp tæmandi lista yfir þau skilyrði sem fyrirtæki þurfa að uppfylla til þess að hægt sé að meta þau áhættulítil. Þar segir meðal annars að fyrirtæki þurfi að vera með trausta viðskipta- og fjárhagssögu og góða greiðslugetu. „Félögin uppfylla ekkert þessara skilyrða. Hér er um að ræða nýstofnuð skúffufélög með hundrað prósenta lánsfjármögnun. Það virðist ekkert áhættumat hafa farið fram á veitingu sjálfskuldarábyrgða,“ sagði Ásmunda. Sem fyrr segir neita bæði Sigurjón og Elín sök í málinu. Telja þau að með veitingu sjálfskuldarábyrgðanna hafi þau dregið umtalsvert úr áhættu bankans og ávinningurinn hafi verið um 10 milljarðar um mitt ár 2006 og 35 milljarðar um mitt ár 2007. Málflutningur stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 „Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33
„Hvað ætlið þið að segja við FME?“ "I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti starfsmanna Landsbankans. 22. september 2014 17:15
Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15
„Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02