Lífið

Frægir taka þátt í HeForShe

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
HeForShe herferð UN Women hefur vakið mikla athygli.
HeForShe herferð UN Women hefur vakið mikla athygli.
Eftir að Emma Watson hélt sína magnþrungnu ræðu um jafnrétti kynjanna sl. laugardag biðlaði hún til fólks á Twitter um að leggja herferðinni HeForShe lið. Ekki hefur staðið á viðbrögðum en markmið herferðarinnar er að fjölga karlmönnum sem styðja jafnrétti kynjanna.

HeForShe hefur vakið mikla athygli á Twitter og Facebook í kjölfar ræðu Watson og hafa margir heimsþekktir einstaklingar lýst yfir þátttöku sinni í herferðinni.

Íslenskir karlmenn taka einnig virkan þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna en á heimasíðu HeForShe má sjá að þátttakendur á Íslandi eru komnir yfir 2000 talsins. Þar á meðal eru tónlistarmaðurinn Páll Óskar, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Stefán Eiríksson og útvarpsmaðurinn Matti Már.


Tengdar fréttir

„Jafnréttisbaráttan er ekki einkamál kvenna“

HeForShe-herferð UN Women var formlega kynnt um helgina í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Herferðin hefur það að markmiði að fjölga körlum sem taka þátt í jafnréttisbaráttunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×