Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Fjölnir - Stjarnan 0-0 | Stjarnan tapaði dýrmætum stigum Anton Ingi Leifsson á Fjölnisvelli skrifar 23. september 2014 10:47 Þórir Guðjónsson með Atla Jóhannsson á hælunum. Vísir/Pjetur Fjölnir og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli í Pepis-deild karla í kvöld, en leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Fjölnismenn fengu betri færi, en náðu ekki að nýta sér þau og því fór sem fór. Eins og fyrr segir var leikurinn ekki mikið fyrir augað. Bæði lið reyndu þó að sækja á sem flestum mönnum, en hægt var að telja færin á annari hendi eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var kaldur. Stjarnan var meira með boltann, en Fjölnismenn beittu skyndisóknum sem voru virkilega beittar. Stjörnumenn skildu oft á tíðum pláss eftir sig á miðjunni sem Þórir Guðjónsson og Guðmundur Karl Guðmundsson voru klókir í að finna sér, en þeir náðu ekki að búa til nægilega góð færi til að skora mark.Mark Charles Magee fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann klikkaði sannkölluðu dauðafæri eftir rúmlega hálftíma leik. Hann og Ragnar Leósson spiluðu þá laglega á milli sín, Magee fékk frábært færi, en skaut boltanum framhjá. Klaufi. Staðan var markalaus í hálfleik og ekkert var skorað í síðari hálfleik þrátt fyrir ágætis tilburði beggja liða. Bláklæddir gestirnir reyndu mikið að þvinga sér í gegnum miðja vörn Fjölnis þar sem Bergsveinn Ólfasson og Haukur Lárusson voru eins og klettir. Eitt af klúðrum sumarsins kom eftir klukkutíma leik. Rangstöðugildra Stjörnunnar klikkaði og Þórir Guðjónsson virtist einungis eiga eftir að setja boltann framhjá Ingvari Jónssyni. Þórir leit hins vegar á aðstoðardómarann sem var með flaggið niðri, missti einbeitinguna um stundarsakir og steig á boltann! Afar klaufalegt og gæti þetta reynst dýrt fyrir Fjölnismenn í botnbaráttunni. Stjörnumenn voru orðnir ansi margir í sókninni undir lokin og freistuðust þeir til að skora, en ekki tókst það og lokaniðurstaðan markalaust jafntefli. Stjarnan er því tveimur stigum á eftir FH, en er þó enn með þetta í sínum höndum því vinni liðið báða leiki sína það sem eftir er stendur liðið uppi sem Íslandsmeistari þar sem liðið mætir FH í síðustu umferðinni. Stigið var fínt fyrir Fjölnismenn sem er komið núna tveimur stigum frá fallsæti, en missti einn sinn besta mann Gunnar Már Guðmundsson í bann. Gunnar Már fékk beint rautt spjald undir lok leiks frá dómara leiksins Garðari Erni Hinrikssyni fyrir brot á Atla Jóhannssyni en einróma álit blaðamanna var að þetta hefði átt að vera gult spjald.Gunnari Má var vikið af velli undir lok leiksins.Vísir/PjeturGunnar Már: Þetta er að eyðileggja mótið fyrir mér „Við erum svekktir að hafa ekki tekið þrjú. Okkar spilamennska gekk upp og við fengum færi til að klára leikin," sagði Gunnar Már Guðmundsson, miðjumaður Fjölnis í leikslok. „Ég veit ekki hvað það var í færunum hvort það hafi verið einbeitingarleysi eða ekki nægileg reynsla í færunum. Mér fannst varnarleikurinn góður og spilamennskan í heild sinni." Hvað fannst Gunnari um rauða spjaldið sem hann fékk undir lokin? „Þetta voru mjög litlar sakir. Ég get alveg fullyrt það að ef það væri hægt að áfrýja spjöldum þá væri þessu áfrýjað. Ef þetta er rautt spjald þá veit ég ekki. Hann sleppti Atla (Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar með gult spjald fyrr í leiknum fyrir gróft brot." „Ég hefði sætt mig við gult spjald, en hann fullyrðir að ég fari með tvær fætur í loftköstum í leikmanninn. Ég fer ekki í leikmanninn, ekki með tvær fætur á undan mér og þegar ég mæti manninum er ég kominn með fótinn í jörðina." „Mér fannst rauða spjaldið full fljótt úr vasanum hjá Garðari. Atli stóð upp og sagði að þetta hafi aldrei verið rautt og það fullyrði hann. Þetta er ansi dýrt í fallbaráttunni, en búið og gert. Það er ekkert hægt að gera hér á Íslandi." „Ég sagði að þetta væri rangur dómur. Meira sagði ég ekki við hann. Ég var kurteis." Gunnar vill að menn taki upp áfrýjunar-kerfi hér á Íslandi. „Þetta er að eyðileggja mótið fyrir mér. Ef að dómurinn er klárlega rangur finndist mér að það ætti að vera hægt að dæma eftir myndbandsupptökum eftir á, en það er víst ekki hægt hérna á litla Íslandi," sagi hundfúll Gunnar Már í leikslok.Rúnar Páll: Nýttum ekki okkar styrkleika „Stigið var sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn þróast. Við vorum að spila ágætlega úti á velli, en við sköpuðum ekki mikið af færum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við fengum þrjú ágætis upphlaup í fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað potað honum inn, en meira var það ekki. Jafnteflið er sanngjarnt." „Það vantaði uppá að skora mörk í sóknarleiknum. Við vorum alltaf að fara í gegnum miðjuna og ætluðum að troða boltanum þar inn þar sem Fjölnismenn voru þéttir. Við nýttum ekki okkar styrkleika sem er að fara upp kantana og koma með fyrirgjafir." „Menn eru bara ánægðir að vera í þessari baráttu um að verða Íslandsmeistarar og það er ekkert stress," sagði Rúnar og bætti við: „Þetta er allt í okkar höndum ennþá." „Framararnir sýnda skemmtilega takta á móti FH. Þeir þurfa að fá þrjú stig í fallbaráttunni sem þeir eru í og þeir koma grimmir. Við þurfum þrjú stig til að vera með áfram í baráttunni um titilinn," „Ég hvet Garðbæinga til að mæta á sunnudaginn og ég held að það verði mikið af fólki," sagði Rúnar Páll að endingu.Rúnar Páll á bekknum í dag.Vísir/Pjetur Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Fjölnir og Stjarnan gerðu markalaust jafntefli í Pepis-deild karla í kvöld, en leikurinn var ekki mikið fyrir augað. Fjölnismenn fengu betri færi, en náðu ekki að nýta sér þau og því fór sem fór. Eins og fyrr segir var leikurinn ekki mikið fyrir augað. Bæði lið reyndu þó að sækja á sem flestum mönnum, en hægt var að telja færin á annari hendi eftir leikinn. Fyrri hálfleikurinn var kaldur. Stjarnan var meira með boltann, en Fjölnismenn beittu skyndisóknum sem voru virkilega beittar. Stjörnumenn skildu oft á tíðum pláss eftir sig á miðjunni sem Þórir Guðjónsson og Guðmundur Karl Guðmundsson voru klókir í að finna sér, en þeir náðu ekki að búa til nægilega góð færi til að skora mark.Mark Charles Magee fékk besta færi fyrri hálfleiks þegar hann klikkaði sannkölluðu dauðafæri eftir rúmlega hálftíma leik. Hann og Ragnar Leósson spiluðu þá laglega á milli sín, Magee fékk frábært færi, en skaut boltanum framhjá. Klaufi. Staðan var markalaus í hálfleik og ekkert var skorað í síðari hálfleik þrátt fyrir ágætis tilburði beggja liða. Bláklæddir gestirnir reyndu mikið að þvinga sér í gegnum miðja vörn Fjölnis þar sem Bergsveinn Ólfasson og Haukur Lárusson voru eins og klettir. Eitt af klúðrum sumarsins kom eftir klukkutíma leik. Rangstöðugildra Stjörnunnar klikkaði og Þórir Guðjónsson virtist einungis eiga eftir að setja boltann framhjá Ingvari Jónssyni. Þórir leit hins vegar á aðstoðardómarann sem var með flaggið niðri, missti einbeitinguna um stundarsakir og steig á boltann! Afar klaufalegt og gæti þetta reynst dýrt fyrir Fjölnismenn í botnbaráttunni. Stjörnumenn voru orðnir ansi margir í sókninni undir lokin og freistuðust þeir til að skora, en ekki tókst það og lokaniðurstaðan markalaust jafntefli. Stjarnan er því tveimur stigum á eftir FH, en er þó enn með þetta í sínum höndum því vinni liðið báða leiki sína það sem eftir er stendur liðið uppi sem Íslandsmeistari þar sem liðið mætir FH í síðustu umferðinni. Stigið var fínt fyrir Fjölnismenn sem er komið núna tveimur stigum frá fallsæti, en missti einn sinn besta mann Gunnar Már Guðmundsson í bann. Gunnar Már fékk beint rautt spjald undir lok leiks frá dómara leiksins Garðari Erni Hinrikssyni fyrir brot á Atla Jóhannssyni en einróma álit blaðamanna var að þetta hefði átt að vera gult spjald.Gunnari Má var vikið af velli undir lok leiksins.Vísir/PjeturGunnar Már: Þetta er að eyðileggja mótið fyrir mér „Við erum svekktir að hafa ekki tekið þrjú. Okkar spilamennska gekk upp og við fengum færi til að klára leikin," sagði Gunnar Már Guðmundsson, miðjumaður Fjölnis í leikslok. „Ég veit ekki hvað það var í færunum hvort það hafi verið einbeitingarleysi eða ekki nægileg reynsla í færunum. Mér fannst varnarleikurinn góður og spilamennskan í heild sinni." Hvað fannst Gunnari um rauða spjaldið sem hann fékk undir lokin? „Þetta voru mjög litlar sakir. Ég get alveg fullyrt það að ef það væri hægt að áfrýja spjöldum þá væri þessu áfrýjað. Ef þetta er rautt spjald þá veit ég ekki. Hann sleppti Atla (Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar með gult spjald fyrr í leiknum fyrir gróft brot." „Ég hefði sætt mig við gult spjald, en hann fullyrðir að ég fari með tvær fætur í loftköstum í leikmanninn. Ég fer ekki í leikmanninn, ekki með tvær fætur á undan mér og þegar ég mæti manninum er ég kominn með fótinn í jörðina." „Mér fannst rauða spjaldið full fljótt úr vasanum hjá Garðari. Atli stóð upp og sagði að þetta hafi aldrei verið rautt og það fullyrði hann. Þetta er ansi dýrt í fallbaráttunni, en búið og gert. Það er ekkert hægt að gera hér á Íslandi." „Ég sagði að þetta væri rangur dómur. Meira sagði ég ekki við hann. Ég var kurteis." Gunnar vill að menn taki upp áfrýjunar-kerfi hér á Íslandi. „Þetta er að eyðileggja mótið fyrir mér. Ef að dómurinn er klárlega rangur finndist mér að það ætti að vera hægt að dæma eftir myndbandsupptökum eftir á, en það er víst ekki hægt hérna á litla Íslandi," sagi hundfúll Gunnar Már í leikslok.Rúnar Páll: Nýttum ekki okkar styrkleika „Stigið var sanngjarnt miðað við hvernig leikurinn þróast. Við vorum að spila ágætlega úti á velli, en við sköpuðum ekki mikið af færum," sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, í leikslok. „Við fengum þrjú ágætis upphlaup í fyrri hálfleik þar sem við hefðum getað potað honum inn, en meira var það ekki. Jafnteflið er sanngjarnt." „Það vantaði uppá að skora mörk í sóknarleiknum. Við vorum alltaf að fara í gegnum miðjuna og ætluðum að troða boltanum þar inn þar sem Fjölnismenn voru þéttir. Við nýttum ekki okkar styrkleika sem er að fara upp kantana og koma með fyrirgjafir." „Menn eru bara ánægðir að vera í þessari baráttu um að verða Íslandsmeistarar og það er ekkert stress," sagði Rúnar og bætti við: „Þetta er allt í okkar höndum ennþá." „Framararnir sýnda skemmtilega takta á móti FH. Þeir þurfa að fá þrjú stig í fallbaráttunni sem þeir eru í og þeir koma grimmir. Við þurfum þrjú stig til að vera með áfram í baráttunni um titilinn," „Ég hvet Garðbæinga til að mæta á sunnudaginn og ég held að það verði mikið af fólki," sagði Rúnar Páll að endingu.Rúnar Páll á bekknum í dag.Vísir/Pjetur
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira