„Vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. september 2014 06:30 Velgengni Stjörnunnar á undanförnum árum hefur verið ótrúleg. Vísir/Valli „Sviðið og bikarinn voru á svæðinu og því var eðlilega smá skrekkur í okkur framan af. Við hristum það svo af okkur og kláruðum þetta eins og við vildum,“ segir besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, eftir að hún hafði tryggt Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Aftureldingu reif Stjarnan sig upp og vann 3-0 sigur með glæsilegri þrennu frá Hörpu. Hún er komin með 27 mörk í 17 leikjum í sumar og hefur verið óstöðvandi. „Ég vona að Stjarnan haldi áfram að vera með yfirburði í þessari deild. Við höfum svo sannarlega alla burði til þess. Liðið er gott og mikill efniviður í yngri flokkunum hjá okkur.“ Yfirburðir Stjörnunnar hafa verið miklir í sumar rétt eins og í fyrra. Liðið er aðeins búið að tapa einum leik og gera eitt jafntefli. Í fyrra vann liðið alla sína leiki. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessu Stjörnuliði og með markaskorara eins og Hörpu innan sinna raða er það einfaldlega óstöðvandi. „Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, en það leyndi sér ekki að hann var gríðarlega stoltur af stelpunum og hann ætlar að halda áfram að þjálfa þær. „Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því að hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar.“ Það er svo sannarlega verk að vinna hjá öðrum félögum ef á að velta þessu Stjörnuliði úr sessi. Frábært lið, breiður hópur og fleiri stelpur að koma upp. Þessar stelpur skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt á hverju ári og þær vilja að strákarnir feti í fótspor þeirra. „Við erum að endurskrifa söguna og nú er komið að strákunum. Ég er viss um að þeir vinna í ár og það sé gullöld í uppsiglingu í fótboltanum í Garðabæ,“ sagði sigurreifur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
„Sviðið og bikarinn voru á svæðinu og því var eðlilega smá skrekkur í okkur framan af. Við hristum það svo af okkur og kláruðum þetta eins og við vildum,“ segir besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, eftir að hún hafði tryggt Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Aftureldingu reif Stjarnan sig upp og vann 3-0 sigur með glæsilegri þrennu frá Hörpu. Hún er komin með 27 mörk í 17 leikjum í sumar og hefur verið óstöðvandi. „Ég vona að Stjarnan haldi áfram að vera með yfirburði í þessari deild. Við höfum svo sannarlega alla burði til þess. Liðið er gott og mikill efniviður í yngri flokkunum hjá okkur.“ Yfirburðir Stjörnunnar hafa verið miklir í sumar rétt eins og í fyrra. Liðið er aðeins búið að tapa einum leik og gera eitt jafntefli. Í fyrra vann liðið alla sína leiki. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessu Stjörnuliði og með markaskorara eins og Hörpu innan sinna raða er það einfaldlega óstöðvandi. „Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, en það leyndi sér ekki að hann var gríðarlega stoltur af stelpunum og hann ætlar að halda áfram að þjálfa þær. „Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því að hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar.“ Það er svo sannarlega verk að vinna hjá öðrum félögum ef á að velta þessu Stjörnuliði úr sessi. Frábært lið, breiður hópur og fleiri stelpur að koma upp. Þessar stelpur skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt á hverju ári og þær vilja að strákarnir feti í fótspor þeirra. „Við erum að endurskrifa söguna og nú er komið að strákunum. Ég er viss um að þeir vinna í ár og það sé gullöld í uppsiglingu í fótboltanum í Garðabæ,“ sagði sigurreifur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32