„Hvað ætlið þið að segja við FME?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2014 17:15 Sigurður G. Guðjónsson og Sigurjón Þ. Árnason. vísir/gva „Hvað ætlið þið að segja við FME [Fjármálaeftirlitið] þegar það spyrst fyrir um þennan aðila sem skráður er í Panama (of all places) með þessa háu ábyrgðarfyrirgreiðslu? Klóra sér í hausnum og segja: „I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti frá Tryggva Jónssyni, fyrrverandi starfsmanni í útlánaeftirliti Landsbankans til Ingimundar Sigurmundssonar og Ársæls Hafsteinssonar, sem þá störfuðu báðir hjá útlánaeftirliti Landsbankans. Pósturinn var sendur hinn 12. september 2008 og sneri að sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning aflandsfélagsins Empennage Inc. við Kaupþing. Hann sagði jafnframt í póstinum að félagið, Empennage, sé með stærri fyrirgreiðsluaðilum bankans og því mikilvægt að fá frekari upplýsingar um málið. „Gleymdi að bæta við að fyrirtækið er með 1,2 milljarða inni á bankareikningi, en ekki kemur fram hvort innistæðan sé veðsett eða ekki.“ Í svari Ingimundar við tölvupóstinum segir: „Félagið heldur utan um kauprétt starfsmanna.“Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.vísir/gvaAðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Brot þeirra gætu varðað við sex ára fangelsisvist. Ingimundur bar vitni í málinu og sagðist lítið muna eftir póstinum, en ljóst sé að þarna hafi þeir einungis verið að slá á létta strengi. Pósturinn hafi verið sendur seinni part föstudags. „En þegar ég sé póstinn þá rifjast þetta upp,“ sagði Ingimundur í vitnaleiðslum í dag.Upphæðir sem þessar algengar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings, Davíð Björnsson, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri hjá fyrirtækjasviði Landsbankans og Rúnar Magni Jónsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá fyrirtækjasviði Kaupþings eru á meðal þeirra sem báru vitni í málinu í dag. Fæstir gátu þó gefið greinargóð svör þar sem langt er liðið frá meintum umboðssvikum og hófst formleg rannsókn ekki fyrr en árið 2011. Sigurjón og Elín margítrekuðu sakleysi sitt og sögðust þau ekki hafa haft neinn ábata af því að skrifa upp á slíkar sjálfskuldarábyrgðir. Á þessum tíma hafi slíkar upphæðir verið algengar og að þau hafi alla tíð haft hagsmuni bankans í fyrirrúmi. „Ávinningurinn af þessu fyrirkomulagi umfram kostnað er talinn vera um 10 milljarðar króna um mitt ár 2006 og 35 milljarðar um mitt ár 2007,“ sagði Sigurjón og bætti við að með þessu hafi þau verið að draga úr áhættu bankans, þvert á það sem fram kemur í ákæru þar sem segir að þau hafi stefnt fé bankans í verulega hættu.Engar takmarkanir ef þau unnu hlutina saman Aðspurð hvort þau hafi mátt gera allt það sem þau vildu í starfi sínu. Þ.e vinna með slíkar upphæðir og samþykkja þær svöruðu þau játandi. „Ef við Elín gerðum það saman, þá voru engar takmarkanir,“ sagði Sigurjón. Skýrslutökum og vitnaleiðslum lauk laust fyrir klukkan fjögur í dag. Málflutningur fer fram næstkomandi miðvikudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Hvað ætlið þið að segja við FME [Fjármálaeftirlitið] þegar það spyrst fyrir um þennan aðila sem skráður er í Panama (of all places) með þessa háu ábyrgðarfyrirgreiðslu? Klóra sér í hausnum og segja: „I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti frá Tryggva Jónssyni, fyrrverandi starfsmanni í útlánaeftirliti Landsbankans til Ingimundar Sigurmundssonar og Ársæls Hafsteinssonar, sem þá störfuðu báðir hjá útlánaeftirliti Landsbankans. Pósturinn var sendur hinn 12. september 2008 og sneri að sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning aflandsfélagsins Empennage Inc. við Kaupþing. Hann sagði jafnframt í póstinum að félagið, Empennage, sé með stærri fyrirgreiðsluaðilum bankans og því mikilvægt að fá frekari upplýsingar um málið. „Gleymdi að bæta við að fyrirtækið er með 1,2 milljarða inni á bankareikningi, en ekki kemur fram hvort innistæðan sé veðsett eða ekki.“ Í svari Ingimundar við tölvupóstinum segir: „Félagið heldur utan um kauprétt starfsmanna.“Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.vísir/gvaAðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Brot þeirra gætu varðað við sex ára fangelsisvist. Ingimundur bar vitni í málinu og sagðist lítið muna eftir póstinum, en ljóst sé að þarna hafi þeir einungis verið að slá á létta strengi. Pósturinn hafi verið sendur seinni part föstudags. „En þegar ég sé póstinn þá rifjast þetta upp,“ sagði Ingimundur í vitnaleiðslum í dag.Upphæðir sem þessar algengar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings, Davíð Björnsson, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri hjá fyrirtækjasviði Landsbankans og Rúnar Magni Jónsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá fyrirtækjasviði Kaupþings eru á meðal þeirra sem báru vitni í málinu í dag. Fæstir gátu þó gefið greinargóð svör þar sem langt er liðið frá meintum umboðssvikum og hófst formleg rannsókn ekki fyrr en árið 2011. Sigurjón og Elín margítrekuðu sakleysi sitt og sögðust þau ekki hafa haft neinn ábata af því að skrifa upp á slíkar sjálfskuldarábyrgðir. Á þessum tíma hafi slíkar upphæðir verið algengar og að þau hafi alla tíð haft hagsmuni bankans í fyrirrúmi. „Ávinningurinn af þessu fyrirkomulagi umfram kostnað er talinn vera um 10 milljarðar króna um mitt ár 2006 og 35 milljarðar um mitt ár 2007,“ sagði Sigurjón og bætti við að með þessu hafi þau verið að draga úr áhættu bankans, þvert á það sem fram kemur í ákæru þar sem segir að þau hafi stefnt fé bankans í verulega hættu.Engar takmarkanir ef þau unnu hlutina saman Aðspurð hvort þau hafi mátt gera allt það sem þau vildu í starfi sínu. Þ.e vinna með slíkar upphæðir og samþykkja þær svöruðu þau játandi. „Ef við Elín gerðum það saman, þá voru engar takmarkanir,“ sagði Sigurjón. Skýrslutökum og vitnaleiðslum lauk laust fyrir klukkan fjögur í dag. Málflutningur fer fram næstkomandi miðvikudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33
Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15
„Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02