„Hvað ætlið þið að segja við FME?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2014 17:15 Sigurður G. Guðjónsson og Sigurjón Þ. Árnason. vísir/gva „Hvað ætlið þið að segja við FME [Fjármálaeftirlitið] þegar það spyrst fyrir um þennan aðila sem skráður er í Panama (of all places) með þessa háu ábyrgðarfyrirgreiðslu? Klóra sér í hausnum og segja: „I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti frá Tryggva Jónssyni, fyrrverandi starfsmanni í útlánaeftirliti Landsbankans til Ingimundar Sigurmundssonar og Ársæls Hafsteinssonar, sem þá störfuðu báðir hjá útlánaeftirliti Landsbankans. Pósturinn var sendur hinn 12. september 2008 og sneri að sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning aflandsfélagsins Empennage Inc. við Kaupþing. Hann sagði jafnframt í póstinum að félagið, Empennage, sé með stærri fyrirgreiðsluaðilum bankans og því mikilvægt að fá frekari upplýsingar um málið. „Gleymdi að bæta við að fyrirtækið er með 1,2 milljarða inni á bankareikningi, en ekki kemur fram hvort innistæðan sé veðsett eða ekki.“ Í svari Ingimundar við tölvupóstinum segir: „Félagið heldur utan um kauprétt starfsmanna.“Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.vísir/gvaAðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Brot þeirra gætu varðað við sex ára fangelsisvist. Ingimundur bar vitni í málinu og sagðist lítið muna eftir póstinum, en ljóst sé að þarna hafi þeir einungis verið að slá á létta strengi. Pósturinn hafi verið sendur seinni part föstudags. „En þegar ég sé póstinn þá rifjast þetta upp,“ sagði Ingimundur í vitnaleiðslum í dag.Upphæðir sem þessar algengar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings, Davíð Björnsson, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri hjá fyrirtækjasviði Landsbankans og Rúnar Magni Jónsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá fyrirtækjasviði Kaupþings eru á meðal þeirra sem báru vitni í málinu í dag. Fæstir gátu þó gefið greinargóð svör þar sem langt er liðið frá meintum umboðssvikum og hófst formleg rannsókn ekki fyrr en árið 2011. Sigurjón og Elín margítrekuðu sakleysi sitt og sögðust þau ekki hafa haft neinn ábata af því að skrifa upp á slíkar sjálfskuldarábyrgðir. Á þessum tíma hafi slíkar upphæðir verið algengar og að þau hafi alla tíð haft hagsmuni bankans í fyrirrúmi. „Ávinningurinn af þessu fyrirkomulagi umfram kostnað er talinn vera um 10 milljarðar króna um mitt ár 2006 og 35 milljarðar um mitt ár 2007,“ sagði Sigurjón og bætti við að með þessu hafi þau verið að draga úr áhættu bankans, þvert á það sem fram kemur í ákæru þar sem segir að þau hafi stefnt fé bankans í verulega hættu.Engar takmarkanir ef þau unnu hlutina saman Aðspurð hvort þau hafi mátt gera allt það sem þau vildu í starfi sínu. Þ.e vinna með slíkar upphæðir og samþykkja þær svöruðu þau játandi. „Ef við Elín gerðum það saman, þá voru engar takmarkanir,“ sagði Sigurjón. Skýrslutökum og vitnaleiðslum lauk laust fyrir klukkan fjögur í dag. Málflutningur fer fram næstkomandi miðvikudag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
„Hvað ætlið þið að segja við FME [Fjármálaeftirlitið] þegar það spyrst fyrir um þennan aðila sem skráður er í Panama (of all places) með þessa háu ábyrgðarfyrirgreiðslu? Klóra sér í hausnum og segja: „I can explain everything!“ Eins og karlinn sem ráfaði inn í vitlaust herbergi og lenti fyrir vikið uppi í rúmi með vinkonu eiginkonunnar,“ sagði í tölvupósti frá Tryggva Jónssyni, fyrrverandi starfsmanni í útlánaeftirliti Landsbankans til Ingimundar Sigurmundssonar og Ársæls Hafsteinssonar, sem þá störfuðu báðir hjá útlánaeftirliti Landsbankans. Pósturinn var sendur hinn 12. september 2008 og sneri að sjálfskuldarábyrgð Landsbankans á lánasamning aflandsfélagsins Empennage Inc. við Kaupþing. Hann sagði jafnframt í póstinum að félagið, Empennage, sé með stærri fyrirgreiðsluaðilum bankans og því mikilvægt að fá frekari upplýsingar um málið. „Gleymdi að bæta við að fyrirtækið er með 1,2 milljarða inni á bankareikningi, en ekki kemur fram hvort innistæðan sé veðsett eða ekki.“ Í svari Ingimundar við tölvupóstinum segir: „Félagið heldur utan um kauprétt starfsmanna.“Frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.vísir/gvaAðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik upp á samtals 13,6 milljarða króna. Brot þeirra gætu varðað við sex ára fangelsisvist. Ingimundur bar vitni í málinu og sagðist lítið muna eftir póstinum, en ljóst sé að þarna hafi þeir einungis verið að slá á létta strengi. Pósturinn hafi verið sendur seinni part föstudags. „En þegar ég sé póstinn þá rifjast þetta upp,“ sagði Ingimundur í vitnaleiðslum í dag.Upphæðir sem þessar algengar Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, Bjarki H. Diego, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings, Davíð Björnsson, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri hjá fyrirtækjasviði Landsbankans og Rúnar Magni Jónsson, fyrrverandi viðskiptastjóri hjá fyrirtækjasviði Kaupþings eru á meðal þeirra sem báru vitni í málinu í dag. Fæstir gátu þó gefið greinargóð svör þar sem langt er liðið frá meintum umboðssvikum og hófst formleg rannsókn ekki fyrr en árið 2011. Sigurjón og Elín margítrekuðu sakleysi sitt og sögðust þau ekki hafa haft neinn ábata af því að skrifa upp á slíkar sjálfskuldarábyrgðir. Á þessum tíma hafi slíkar upphæðir verið algengar og að þau hafi alla tíð haft hagsmuni bankans í fyrirrúmi. „Ávinningurinn af þessu fyrirkomulagi umfram kostnað er talinn vera um 10 milljarðar króna um mitt ár 2006 og 35 milljarðar um mitt ár 2007,“ sagði Sigurjón og bætti við að með þessu hafi þau verið að draga úr áhættu bankans, þvert á það sem fram kemur í ákæru þar sem segir að þau hafi stefnt fé bankans í verulega hættu.Engar takmarkanir ef þau unnu hlutina saman Aðspurð hvort þau hafi mátt gera allt það sem þau vildu í starfi sínu. Þ.e vinna með slíkar upphæðir og samþykkja þær svöruðu þau játandi. „Ef við Elín gerðum það saman, þá voru engar takmarkanir,“ sagði Sigurjón. Skýrslutökum og vitnaleiðslum lauk laust fyrir klukkan fjögur í dag. Málflutningur fer fram næstkomandi miðvikudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Tengdar fréttir 13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33 Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15 „Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02 Mest lesið Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Viðskipti innlent Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Fleiri fréttir Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Sjá meira
13 milljarða umboðssvik: Ítreka sakleysi sitt Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara á hendur Sigurjóni Þorvaldi Árnasyni og Sigríði Elínu Sigfúsdóttur, fyrrverandi stjórnenda Landsbanka Íslands, hófst í Héraðdómi Reykavíkur í morgun. 22. september 2014 11:33
Réttað yfir Elínu og Sigurjóni í dag Aðalmeðferð í máli tveggja fyrrverandi stjórnenda Landsbankans, sem ákærðir eru fyrir umboðssvik, hefst við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. 22. september 2014 07:15
„Algjörlega óskiljanlegt að lenda í þessu“ Laun þeirra beggja, Elínar og Sigurjóns, tengdust heildarafkomu bankans með áherslu á eigið fé. Þau neituðu því þó bæði að hafa haft nokkurn ávinning af þessum tilteknu samningum. 22. september 2014 13:02