Toyota kynnir smáan jeppling í París Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2014 09:43 Toyota C-HR, sportlegur og flottur. Toyota, sem segja má að hafi búið til jepplingaflokkinn með RAV4 bíl sínum fyrir 20 árum, mun kynna nýjan og smáan jeppling á bílsýningunni í París sem hefst 2. október. Toyota segir að þessi bíll gefi tóninn varðandi hönnun bíla þeirra á næstunni. Bíllinn er á stærð við Nissan Juke og hefur, líkt og hann, fengið djarft útlit og hvassar línur. Hann er með sportlegt útlit, fremur lágur til þaksins en samt háfættur. Þessi nýi bíll Toyota ber stafina C-HR, enn sem komið er, hvað svo sem hann mun heita ef að framleiðslu hans kemur. Toyota C-HR er tvinnbíll, en ekki er meira en það ljóst varðandi drifrás hans. Smáir jepplingar er sá flokkur bíla sem vex hvað mest í sölu þessa dagana og allir bílaframleiðendur vilja eiga væna sneið í þeirri sölu og það kemur ekki á óvart að stærsti bílaframleiðandi í heimi, þ.e. Toyota, vilji sína sneið. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Toyota, sem segja má að hafi búið til jepplingaflokkinn með RAV4 bíl sínum fyrir 20 árum, mun kynna nýjan og smáan jeppling á bílsýningunni í París sem hefst 2. október. Toyota segir að þessi bíll gefi tóninn varðandi hönnun bíla þeirra á næstunni. Bíllinn er á stærð við Nissan Juke og hefur, líkt og hann, fengið djarft útlit og hvassar línur. Hann er með sportlegt útlit, fremur lágur til þaksins en samt háfættur. Þessi nýi bíll Toyota ber stafina C-HR, enn sem komið er, hvað svo sem hann mun heita ef að framleiðslu hans kemur. Toyota C-HR er tvinnbíll, en ekki er meira en það ljóst varðandi drifrás hans. Smáir jepplingar er sá flokkur bíla sem vex hvað mest í sölu þessa dagana og allir bílaframleiðendur vilja eiga væna sneið í þeirri sölu og það kemur ekki á óvart að stærsti bílaframleiðandi í heimi, þ.e. Toyota, vilji sína sneið.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent