Lífið

Daryl Hannah myndar sig með íslenskum hestum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Daryl Hannah hefur dvalið talsvert á Íslandi á undanförnum vikum við tökur á nýrri sjónvarpsseríu, Sense8.

Hún birtir mynd af sér með íslenskum hestum á Twitter.

„Ég elska Ísland,“ skrifar hún við myndina.

Leikstjórar Sense8 eru systkinin Lana og Andy Wachowski en þau eru hvað þekkstust fyrir að leikstýra og skrifa Matrix-þríleikinn og Cloud Atlas. Þá skrifuðu þau einnig V for Vendetta.

Serían er framleidd fyrir Netflix og er áætlað að hún komi út árið 2015. Framleiðslufyrirtækið True North aðstoðaði tökulið seríunnar á Íslandi en tökur fóru meðal annars fram á Óðinsgötu í Reykjavík og á Nesjavöllum.

Aðrir leikarar sem fara með hlutverk í seríunni eru Naveen Andrews og Freema Agyeman.


Tengdar fréttir

Erlendar stórstjörnur mættar til Íslands

Daryl Hannah, Naveen Andrews og systkinin Andy og Lana Wachowski eru mætt til landsins. Fjórmenningarnar hafa sést spóka sig í miðbæ Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×