Nýr Kia Rio í París Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 13:19 Talsvert breyttur Kia Rio. Kia mun kynna nýtt útlit á Kia Rio á bílasýningunni í París þrátt fyrir að nýjasta og fjórða kynslóð bílsins sé aðeins orðin 3 ára. Kia Rio er söluhæsta bílgerð S-kóreska framleiðandans. Talsverðar breytingar eru gerðar á bílnum, bæði að utan- sem innanverðu. Framendi bílsins er mikið breyttur, með nýtt grill, nýjan stuðara og þokuljós. Bíllinn fær einnig nýjan stuðara að aftan og nýjar álfelgur fylgja bílnum, allt frá 15 til 17 tommur að stærð. Að innan fær bíllinn nýjan miðjustokk og notkun á krómi er aukin í innréttingu bílsins. Nýjar vélar verða í boði í Rio, allt frá 74 til 107 hestafla og með 5 eða 6 gíra beinskiptingu eða 4 gíra sjálfskiptingu. Hægt verður að fá bílinn með Stop/Start búnaði en það verður ekki staðalbúnaður í bílnum. Þá bætast við tveir nýir litir, Urban Blue og Digital Yellow. Kia ætlar einnig að kynna Optima bíl sinn með tvinnaflrás (Hybrid) í París. Ekki kemur fram hve aflmikil hún verður, en brunavél bílsins verður sem fyrr 1,7 lítra dísilvélin. Kia mun svo að auki kynna nýja uppfærslu á Venga í París, en Venga er lítill fjölnotabíll sem byggður er á sama undirvagni og Kia Soul og Hyundai i20. Glögglega má sjá breytingar á Rio að aftan. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent
Kia mun kynna nýtt útlit á Kia Rio á bílasýningunni í París þrátt fyrir að nýjasta og fjórða kynslóð bílsins sé aðeins orðin 3 ára. Kia Rio er söluhæsta bílgerð S-kóreska framleiðandans. Talsverðar breytingar eru gerðar á bílnum, bæði að utan- sem innanverðu. Framendi bílsins er mikið breyttur, með nýtt grill, nýjan stuðara og þokuljós. Bíllinn fær einnig nýjan stuðara að aftan og nýjar álfelgur fylgja bílnum, allt frá 15 til 17 tommur að stærð. Að innan fær bíllinn nýjan miðjustokk og notkun á krómi er aukin í innréttingu bílsins. Nýjar vélar verða í boði í Rio, allt frá 74 til 107 hestafla og með 5 eða 6 gíra beinskiptingu eða 4 gíra sjálfskiptingu. Hægt verður að fá bílinn með Stop/Start búnaði en það verður ekki staðalbúnaður í bílnum. Þá bætast við tveir nýir litir, Urban Blue og Digital Yellow. Kia ætlar einnig að kynna Optima bíl sinn með tvinnaflrás (Hybrid) í París. Ekki kemur fram hve aflmikil hún verður, en brunavél bílsins verður sem fyrr 1,7 lítra dísilvélin. Kia mun svo að auki kynna nýja uppfærslu á Venga í París, en Venga er lítill fjölnotabíll sem byggður er á sama undirvagni og Kia Soul og Hyundai i20. Glögglega má sjá breytingar á Rio að aftan.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent