Lífið

Sigga Lund í viðtali við Forbes

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sigga, Alli og kindurnar.
Sigga, Alli og kindurnar.
„Hér er ég í mínu splunkunýja lífi,“ segir fjölmiðlakonan Sigga Lund í grein sem birtist á vefsíðu tímaritsins Forbes en milljónir manna líta inn á vefsíðuna á degi hverjum. David Mac Dougall, sem sérhæfir sig í skrifum um Norðurlöndin, tekur viðtalið við Siggu en hún flutti á bæinn Vaðbrekku í Jökuldal með Alla kærasta sínum í fyrra eftir að hún missti vinnuna í útvarpinu.

„Í dag er ég bóndi með kærasta mínum og við eigum þrjú hundruð kindur. Kærasti minn er alinn upp hér en þetta er allt nýtt fyrir mér þannig að ég stíg út fyrir þægindarammann á hverjum degi,“ segir Sigga í samtali við Forbes. Hún segist stundum sakna Reykjavíkur.

„Þetta hefur gengið vel hingað til þó ég sakni borgarinnar stundum. Ég er að læra að lifa allt öðruvísi en ég gerði í borginni og það er áskorun.“

Sigga nýtur lífsins á Austurlandi.

„Það er svo margt hægt að sjá í þessum hluta Íslands. Hér er hægt að upplifa náttúruna í sínu tærasta formi; friðinn, fjöllin, jöklana, fossana og jafnvel gljúfur og náttúrulega heitar laugar.“

Lesið viðtali við Siggu í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×