Innköllun á 690.000 Toyota Tacoma Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 09:39 Toyota Tacoma. Toyota hefur tilkynnt um innköllun á 690.000 Tacoma pallbílum af árgerðum 2005 til 2011. Innköllunin á bæði við um einsdrifsútgáfu bílsins sem og þá fjórhjóladrifnu. Sá galli sem Toyota vill laga í bílunum er í afturfjöðrun bílsins, en gormur í fjöðrun bílanna á það til að brotna. Þessi galli hefur ekki ennþá orðið til neinna óhappa eða slysa, en Toyota vill fyrirbyggja að svo verði. Brotni gormurinn eru bílarnir ennþá ökuhæfir, en þar sem hann er svo nálægt eldsneytistanki bílanna telur Toyota ráðlegt að skipta honum út. Eigendur bílanna munu engan kostnað bera af viðgerð þeirra. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent
Toyota hefur tilkynnt um innköllun á 690.000 Tacoma pallbílum af árgerðum 2005 til 2011. Innköllunin á bæði við um einsdrifsútgáfu bílsins sem og þá fjórhjóladrifnu. Sá galli sem Toyota vill laga í bílunum er í afturfjöðrun bílsins, en gormur í fjöðrun bílanna á það til að brotna. Þessi galli hefur ekki ennþá orðið til neinna óhappa eða slysa, en Toyota vill fyrirbyggja að svo verði. Brotni gormurinn eru bílarnir ennþá ökuhæfir, en þar sem hann er svo nálægt eldsneytistanki bílanna telur Toyota ráðlegt að skipta honum út. Eigendur bílanna munu engan kostnað bera af viðgerð þeirra.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent