Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2014 21:45 Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu fimm fyrirtækja, Becromals á Akureyri, gagnavers Verne, Kísilfélagsins, Thorsils og GMR Endurvinnslu. Iðnaðarráðherra segir að þetta muni engin áhrif hafa á þau fjárfestingaráform sem nú eru í undirbúningi, eins og kísilver. Ástæða þess að ríkisaðstoðin er talin ólögmæt er annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum voru þegar hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi. Því hafi ekki verið sýnt fram á að ívilnun væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slíkt er óheimilt samkvæmt reglum EES-samningsins.Becromal á Akureyri gæti þurft að endurgreiða ríkinu 30 milljóna króna ríkisaðstoð.Tvo af fyrirtækjunum hófu aldrei rekstur. Hjá öðrum tveimur nemur áætluð endurgreiðsla ríkisaðstoðar smáum fjárhæðum, en í einu tilviki, Becromal, er áætluð endurgreiðsla á þriðja tug milljóna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þessi niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem nú eru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík. „Þetta er algerlega þeim ótengt og hefur ekkert með þau að gera,“ sagði ráðherrann.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.Í fréttatilkynningu ráðuneytisins síðdegis kemur fram að ákvörðun ESA snúi að lögum sem féllu úr gildi í lok árs 2013. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um ívilnanir fyrir nýfjárfestingar á Íslandi. Við gerð þess hafi meðal annars verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem borist höfðu frá ESA. Frumvarpið, sem og þeir fjárfestingarsamningar sem gerðir hafi verið á þessu ári, séu því með fyrirvara um samþykki ESA og hafi ráðuneytið átt í reglubundnum samskiptum við ESA um framgang þeirra mála. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu fimm fyrirtækja, Becromals á Akureyri, gagnavers Verne, Kísilfélagsins, Thorsils og GMR Endurvinnslu. Iðnaðarráðherra segir að þetta muni engin áhrif hafa á þau fjárfestingaráform sem nú eru í undirbúningi, eins og kísilver. Ástæða þess að ríkisaðstoðin er talin ólögmæt er annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum voru þegar hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi. Því hafi ekki verið sýnt fram á að ívilnun væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slíkt er óheimilt samkvæmt reglum EES-samningsins.Becromal á Akureyri gæti þurft að endurgreiða ríkinu 30 milljóna króna ríkisaðstoð.Tvo af fyrirtækjunum hófu aldrei rekstur. Hjá öðrum tveimur nemur áætluð endurgreiðsla ríkisaðstoðar smáum fjárhæðum, en í einu tilviki, Becromal, er áætluð endurgreiðsla á þriðja tug milljóna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þessi niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem nú eru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík. „Þetta er algerlega þeim ótengt og hefur ekkert með þau að gera,“ sagði ráðherrann.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.Í fréttatilkynningu ráðuneytisins síðdegis kemur fram að ákvörðun ESA snúi að lögum sem féllu úr gildi í lok árs 2013. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um ívilnanir fyrir nýfjárfestingar á Íslandi. Við gerð þess hafi meðal annars verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem borist höfðu frá ESA. Frumvarpið, sem og þeir fjárfestingarsamningar sem gerðir hafi verið á þessu ári, séu því með fyrirvara um samþykki ESA og hafi ráðuneytið átt í reglubundnum samskiptum við ESA um framgang þeirra mála.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Talsmaður ferðaþjónustunnar þreyttur á „endemis væli“ Egils Helga Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira