Lífið

Þýsk poppstjarna tók upp tónlistarmyndband á Vík í Mýrdal

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Andreas er vinsæll í heimalandinu Þýskalandi.
Andreas er vinsæll í heimalandinu Þýskalandi. vísir/getty
Þýska poppstjarnan Andreas Bourani eyddi síðustu helgi á Íslandi við tökur á tónlistarmyndbandi við nýjasta lag sitt samkvæmt heimildum Lífsins á Vísi. 

Andreas kom hingað til landsins á föstudagsmorgun og flaug aftur heim til Þýskalands á mánudag. Tökur á myndbandinu fóru fram á Vík í Mýrdal og er tökulið Andreas enn þá statt á Íslandi.

Poppstjarnan fékk ekki mikinn frítíma á landinu og eyddi aðeins hálfum degi í Reykjavík. Er þetta í fyrsta sinn sem hann heimsækir land og þjóð.

Andreas gaf út fyrstu plötu sína, Staub & Fantasie, árið 2011 og náði platan 23. sæti á vinsældarlistum í Þýskalandi. Lagið Nur in meinem Kopf sló í gegn af plötunni og varð gríðarlega vinsælt í Austurríki, Þýskalandi og Sviss. 

Andreas gaf út aðra plötu sína, Hey, í maí á þessu ári en á þeirri plötu er hans þekktasta lag, Auf uns. Það lag fór á topp vinsældarlista í Austurríki og Þýskalandi og varð lag Þjóðverja á síðustu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.