Lífið

Missir hlutverk í Ted 2 í skugga játningar um barnaníð

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Stephen Collins.
Stephen Collins. vísir/getty
Leikarinn Stephen Collins er búinn að missa hlutverk sitt í kvikmyndinni Ted 2 eftir að TMZ birti upptöku í gær þar sem leikarinn játar að hafa misnotað stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Þetta kemur fram í Entertainment Weekly. Óljóst er hvaða hlutverki hann var búinn að landa í myndinni eða hvort hann var byrjaður að leika í henni en Ted 2 verður frumsýnd í júní á næsta ári.

Vísir sagði frá því í gær að TMZ hefði birt upptöku af fjölskylduráðgjafafundi Stephens og eiginkonu hans, Faye Grant. Faye tók fundinn upp árið 2012 án þess að Stephen vissi af því. Á upptökunni lýsir Stephen því í smáatriðum hvernig hann braut gegn ungum stúlkum kynferðislega.

Leikarinn hefur ekki gefið út yfirlýsingu en Faye sagði í gær ekki hafa gefið TMZ upptökuna.

„Ég vaknaði í dag og sá að mjög persónuleg upptaka, sem ég sendi yfirvöldum árið 2012 að þeirra beiðni vegna rannsóknar á glæpsamlegu athæfi, hafði verið send til fjölmiðla. Ég kom ekki nálægt því að senda þessa upptöku til fjölmiðla,“ segir Faye í samtali við E! News. Þá segir hún í samtali við TMZ að henni bjóði við hegðun Stephens.

„Ég hef oft hvatt Stephen til að leita sér meðferðar við barnagirnd en hann hefur neitað að leita sér hjálpar eða leggjast inn á spítala vegna þessarar girndar.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.