Handbolti

Bryndís Elín kölluð inn í landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bryndísi Elín Halldórsdóttir (númer 22) fagnar með Valsliðinu.
Bryndísi Elín Halldórsdóttir (númer 22) fagnar með Valsliðinu. Vísir/Daníel
Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur þurft að gera breytingu á landliðshópi sínum fyrir æfingaferð til Svíþjóðar.

Ágúst valdi nýliðanna Bryndísi Elínu Halldórsdóttir úr Val í stað Hildigunnar Einarsdóttur sem varð að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Bryndís Elín er línumaður og hefur skorað 12 mörk í fyrstu fjórum leikjum Valsliðsins í Olís-deildinni.  Hún er einnig öflugur varnarmaður sem hefur fyllt í skarðið sem Anna Úrsúla Guðmunsdóttir skildi eftir sig í Valsvörninni.

Kvennalandslið fer á morgun til Svíþjóðar þar sem liðið leikur tvo vináttulandsleiki gegn Svíum.


Tengdar fréttir

Tveir nýliðar í landsliðshópnum

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið 16 leikmenn sem fara til Svíþjóðar til að leika tvo vináttulandsleiki við Svía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×