Lífið

Eskifjörður skartar sínu fegursta í Fortitude

mynd/skjáskot
Hólmatindur á Eskifirði skartar sínu fegursta í nýju myndbroti úr sjónvarpsþáttunum Fortitude sem hefja göngu sína í byrjun árs 2015.

Þættirnir, sem eru í anda Twin Peaks, fjalla um smábæinn Fortitude sem er talinn vera einn öruggasti bær í heimi þangað til vísindamaður í bænum er myrtur og allir liggja undir grun. Glæpurinn setur allt á annan endann í Fortitude og enginn er óhultur.

Tökur á seríunni hófust hér á landi í febrúar í fyrra en þættirnir eru samstarfsverkefni sjónvarpsstöðvanna Sky Atlantic í Bretlandi og Starz í Bandaríkjunum.

Myndbrotið má sjá með því að smella hér.




Tengdar fréttir

Lítið um stórar Hollywood-sprengjur

Verkefnum í tengslum við tökur erlendra kvikmyndavera hér á landi hefur fækkað þegar miðað er við árin 2012 og 2013. Pegasus, TrueNorth og Sagafilm hafa aðallega komið að gerð erlendra sjónvarpsþátta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.