Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Stjarnan 1-2 | Stjarnan meistari í fyrsta sinn Ingvi Þór Sæmundsson og Stefán Árni Pálsson í Kaplakrika skrifar 4. október 2014 00:01 Ólafur Karl Finsen kemur Stjörnunni yfir í leiknum. vísir/andri marinó Stjarnan er Íslandsmeistari 2014. Það sem byrjaði sem draumur er orðið að veruleika. Stjörnumenn hafa staðist mörg próf, komist yfir ótal hindranir og unnið stóra sigra í sumar, en það er enginn stærri sigur en þessi - í úrslitaleik á útivelli gegn frábæru og þrautreyndu FH-liði sem var heilt yfir betri aðilinn í leiknum. En Stjörnumenn sýndu fágæta þrautseigju og styrk, einum færri síðustu 30 mínútur leiksins. FH-ingum tókst að jafna og fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn, en í uppbótartíma fengu Stjörnumenn vítaspyrnu sem Ólafur Karl Finsen skoraði úr, sitt annað mark í leiknum og það ellefta í deildinni.Mörk og helstu atvik í leiknum má sjá hér. Þetta var taugastrekkjandi leikur, stemmningin á vellinum var rafmögnuð og spennan var gríðarleg. Dómaratríóið átti erfiðan dag og þeir höfðu í nógu að snúast. Veigar Páll Gunnarsson, fyrirliði Stjörnunnar, fékk að líta rauða spjaldið hjá Kristni Jakobssyni eftir 59. mínútna leik og svo virtist sem þessi mikla Stjörnuhetja ætlaði að reynast skúrkur. En hann var eflaust fegnasti maður vallarins þegar Ólafur Karl skoraði úr vítaspyrnunni. FH-ingar voru sterkari stærstan hluta fyrri hálfleiks. Þeir héldu boltanum vel - mun betur en Garðbæingar sem áttu í erfiðleikum með að byggja upp spil. Hólmar Örn Rúnarsson og Davíð Þór Viðarsson höfðu undirtökin á miðjunni gegn Þorra Geir Rúnarssyni og Atla Jóhannssyni, en sá síðarnefndi náði sér engan veginn á strik í dag. FH-ingar sköpuðu sér samt ekki mörg opin færi, en Stjörnuvörnin var sterk í fyrri hálfleik. Atli Guðnason fékk þó dauðafæri, aleinn á fjærstöng, á 29. mínútu, en Ingvar Jónsson varði stórkostlega. Stjörnumenn unnu sig þó inn í leikinn og á 40. mínútu náðu þeir forystunni, en þar var að verki Ólafur Karl. FH-ingar voru mjög ósáttir við markið og það skiljanlega, en Ólafur var augljóslega fyrir innan varnarlínu FH þegar hann skoraði. Sigurður Óli Þórleifsson aðhafðist hins vegar ekki neitt, en óhætt er að segja að hann hafi reynst örlagavaldur í leikjum liðanna. Í fyrri leiknum dæmdi hann umdeilt mark gilt og svo virtist sem hann hefði tekið eftir atvikinu sem leiddi til rauða spjaldsins sem Pétur Viðarsson fékk. Staðan var 0-1 í leikhléi og fátt markvert gerðist á upphafsmínútum seinni hálfleiks, þangað til á 59. mínútu þegar Veigar Páll gerði sig sekan um dómgreindarskort með því að slá til Hólmars. Kristinn Jakobsson hefði hins vegar átt að dæma aukaspyrnu á Kassim Doumbia í aðdraganda rauða spjaldsins, en Malí-maðurinn fór með takkana á undan sér í Veigar. Einum fleiri náðu FH-ingar betri tökum á leiknum og það tók þá ekki nema fimm mínútur að jafna metin. Atli fékk þá boltann hægra megin í vítateignum, sendi á Lennon sem sneri glæsilega á Martin Rauschenberg og renndi boltanum smekklega undir Róbert Örn Óskarsson. Eftir þetta fengu FH-ingar tækifæri til að ganga frá leiknum, fleiri en eitt, fleiri en tvö og fleiri en þrjú. Atli komst einn í gegn, en skaut í stöngina; Lennon skaut framhjá eftir frábæra sókn; Niclas Vemmelund bjargaði ótrúlega á línu frá Emil Pálssyni og Ingvar varði vel frá Ólafi Páli Snorrasyni. FH var með fulla stjórn á aðstæðum og fyrir utan eitt dauðafæri sem varamaðurinn Atli Freyr Ottesen Pálsson fékk eftir skyndisókn voru heimamenn með hreðjatak á leiknum. Þangað til á 92. mínútu. Hörður Árnason lyfti þá boltanum inn á vítateiginn á Ólaf Karl sem var varla búinn að taka við boltanum þegar Doumbia keyrði utan í hann og Kristinn Jakobsson dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. FH-ingar mótmæltu - enginn meira en Doumbia sem trylltist hreinlega í lok leiks - en Ólafur Karl var rólegasti maðurinn á vellinum. Hann steig á punktinn og renndi boltanum í markið, eins yfirvegaður hægt var að vera í svona aðstæðum. FH fékk hornspyrnur eftir þetta og leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu en allt kom fyrir ekki. Stjörnumenn héldu út og fögnuðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Frábær árangur hjá þessu félagi sem var fyrir ekki svo löngu 1. deildarfélag. En með markvissri uppbyggingu og miklum metnaði hefur Garðbæingum tekist að búa til frábært lið. Og það sem meira er, - Íslandsmeistaralið. Til hamingju Stjarnan! Ingvar: Næ ekki upp orði„Ég næ varla einu orði upp, ég bara trúi þessu ekki,“ segir Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. Ingvar var frábær í markinu og varði einu sinni meistaraleika. „Ég hélt að þetta væri að fara frá okkur undir lokin en þetta var bara einfaldalega vítaspyrna.“ Ingvar segir að þetta hafi Stjarnan gert í allt sumar, liðið komi alltaf til baka. „Það er auðvitað smá heppni í þessu en það fylgir stundum. Það er allt hægt í þessum aðstæðum, hár bolti fyrir og maður veit aldrei hvað gerist.“ „Við héldum alltaf áfram þrátt fyrir að vita að það væri lítið eftir. Það er auðvitað geðveikt að klára þetta fyrir framan þetta fólk.“ Daníel Laxdal: Maður er mjög lítill í sér núna„Maður er búinn að vera lengi í þessu og alltaf með uppeldisfélaginu og loksins nær maður í titil,“ segir Daníel Laxdal, leikmaður Stjörnunnar. „Það er ekki laust við því að maður sé mjög lítill í sér núna. Það var spenna allan tímann og vissulega var þetta erfitt þegar við misstum mann útaf.“ Daníel segir að liðið sem með það sterkan karakter að það gefist aldrei upp. „Maður veit bara í þessu sporti að maður á alltaf að halda áfram alveg þangað til að dómarinn flautar leikinn af.“ „Þetta er frábært fyrir félagið og stuðningsmennina líka að fá loksins einn bikar.“ Atli Jóhannsson: Þvílíkur endir á stórkostlegu tímabili„Ég er bara svo stoltur af þessu liði og ná í þennan sigur á móti þessu FH liði er bara ótrúlegt,“ segir Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar. „Þvílíkur endir á stórkostlegur tímabili. Þetta er ólýsanlegt lið og ef maður hefur trú á verkefninu þá er bara allt hægt.“ Atli segir að leikir liðsins í Evrópukeppninni í sumar hafi ekki verið nein tilviljun. „Sama hvað kemur upp, við erum með sterka menn í meiðslum, setjum inn kjúklinga en við komum alltaf til baka.“ Veigar Páll: Man ekki eftir að hafa liðið svona„Ég man ekki eftir að hafa liðið svona. Það var skrítin tilfinning að geta verið sá sem hefði eyðilagt hlutina,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson, fyrirliðið Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Þá vitnar hann til þess þegar hann stóð utanvallar eftir að hafa fengið rautt spjald og horfði á liðsfélaga sína berjast fyrir titlinum. „Þetta lýsir sumrinu hjá okkur. Við höfum oft lent einum færri og ég held að við höfum aldrei tapað á því.“ Veigar vill meina að það vaki einhvern yfir þeim upp á himnum sem hafi alltaf viljað þeir yrðu Íslandsmeistarar. „Þessi liðsheild, stemmning og karakter er ótrúlegur í þessu liði og mér finnst magnað að spila fyrir þennan klúbb.“ Veigar segir að þessi titill fara á toppinn á hans ferli ásamt Noregsmeistaratitli með Stabæk. Ólafur Karl: Vissi að við ættum að vinna þetta svona„Mér er bara kalt,“ segir hetja Stjörnunnar Ólafur Karl Finsen sem gerði bæði mörk liðsins í dag. Hann tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er frábært lið, við erum með frábæran stuðning, frábæra þjálfara og allt í kringum liðið er ótrúlegt.“ Ólafur Karl skoraði sigurmarkið undir lok leiksins og það úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfar. „Mér fannst þetta vera víti. Ég næ að snerta boltann og hann fer í mig, það er víti.“ „Ég hugsaði þegar við vorum orðnir manni færi og þeir jöfnuðu leikinn að við ættum að vinna þetta svona.“ #pepsi365 Tweets Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Stjarnan er Íslandsmeistari 2014. Það sem byrjaði sem draumur er orðið að veruleika. Stjörnumenn hafa staðist mörg próf, komist yfir ótal hindranir og unnið stóra sigra í sumar, en það er enginn stærri sigur en þessi - í úrslitaleik á útivelli gegn frábæru og þrautreyndu FH-liði sem var heilt yfir betri aðilinn í leiknum. En Stjörnumenn sýndu fágæta þrautseigju og styrk, einum færri síðustu 30 mínútur leiksins. FH-ingum tókst að jafna og fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn, en í uppbótartíma fengu Stjörnumenn vítaspyrnu sem Ólafur Karl Finsen skoraði úr, sitt annað mark í leiknum og það ellefta í deildinni.Mörk og helstu atvik í leiknum má sjá hér. Þetta var taugastrekkjandi leikur, stemmningin á vellinum var rafmögnuð og spennan var gríðarleg. Dómaratríóið átti erfiðan dag og þeir höfðu í nógu að snúast. Veigar Páll Gunnarsson, fyrirliði Stjörnunnar, fékk að líta rauða spjaldið hjá Kristni Jakobssyni eftir 59. mínútna leik og svo virtist sem þessi mikla Stjörnuhetja ætlaði að reynast skúrkur. En hann var eflaust fegnasti maður vallarins þegar Ólafur Karl skoraði úr vítaspyrnunni. FH-ingar voru sterkari stærstan hluta fyrri hálfleiks. Þeir héldu boltanum vel - mun betur en Garðbæingar sem áttu í erfiðleikum með að byggja upp spil. Hólmar Örn Rúnarsson og Davíð Þór Viðarsson höfðu undirtökin á miðjunni gegn Þorra Geir Rúnarssyni og Atla Jóhannssyni, en sá síðarnefndi náði sér engan veginn á strik í dag. FH-ingar sköpuðu sér samt ekki mörg opin færi, en Stjörnuvörnin var sterk í fyrri hálfleik. Atli Guðnason fékk þó dauðafæri, aleinn á fjærstöng, á 29. mínútu, en Ingvar Jónsson varði stórkostlega. Stjörnumenn unnu sig þó inn í leikinn og á 40. mínútu náðu þeir forystunni, en þar var að verki Ólafur Karl. FH-ingar voru mjög ósáttir við markið og það skiljanlega, en Ólafur var augljóslega fyrir innan varnarlínu FH þegar hann skoraði. Sigurður Óli Þórleifsson aðhafðist hins vegar ekki neitt, en óhætt er að segja að hann hafi reynst örlagavaldur í leikjum liðanna. Í fyrri leiknum dæmdi hann umdeilt mark gilt og svo virtist sem hann hefði tekið eftir atvikinu sem leiddi til rauða spjaldsins sem Pétur Viðarsson fékk. Staðan var 0-1 í leikhléi og fátt markvert gerðist á upphafsmínútum seinni hálfleiks, þangað til á 59. mínútu þegar Veigar Páll gerði sig sekan um dómgreindarskort með því að slá til Hólmars. Kristinn Jakobsson hefði hins vegar átt að dæma aukaspyrnu á Kassim Doumbia í aðdraganda rauða spjaldsins, en Malí-maðurinn fór með takkana á undan sér í Veigar. Einum fleiri náðu FH-ingar betri tökum á leiknum og það tók þá ekki nema fimm mínútur að jafna metin. Atli fékk þá boltann hægra megin í vítateignum, sendi á Lennon sem sneri glæsilega á Martin Rauschenberg og renndi boltanum smekklega undir Róbert Örn Óskarsson. Eftir þetta fengu FH-ingar tækifæri til að ganga frá leiknum, fleiri en eitt, fleiri en tvö og fleiri en þrjú. Atli komst einn í gegn, en skaut í stöngina; Lennon skaut framhjá eftir frábæra sókn; Niclas Vemmelund bjargaði ótrúlega á línu frá Emil Pálssyni og Ingvar varði vel frá Ólafi Páli Snorrasyni. FH var með fulla stjórn á aðstæðum og fyrir utan eitt dauðafæri sem varamaðurinn Atli Freyr Ottesen Pálsson fékk eftir skyndisókn voru heimamenn með hreðjatak á leiknum. Þangað til á 92. mínútu. Hörður Árnason lyfti þá boltanum inn á vítateiginn á Ólaf Karl sem var varla búinn að taka við boltanum þegar Doumbia keyrði utan í hann og Kristinn Jakobsson dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. FH-ingar mótmæltu - enginn meira en Doumbia sem trylltist hreinlega í lok leiks - en Ólafur Karl var rólegasti maðurinn á vellinum. Hann steig á punktinn og renndi boltanum í markið, eins yfirvegaður hægt var að vera í svona aðstæðum. FH fékk hornspyrnur eftir þetta og leikmenn liðsins reyndu hvað þeir gátu en allt kom fyrir ekki. Stjörnumenn héldu út og fögnuðu sínum fyrsta Íslandsmeistaratitli. Frábær árangur hjá þessu félagi sem var fyrir ekki svo löngu 1. deildarfélag. En með markvissri uppbyggingu og miklum metnaði hefur Garðbæingum tekist að búa til frábært lið. Og það sem meira er, - Íslandsmeistaralið. Til hamingju Stjarnan! Ingvar: Næ ekki upp orði„Ég næ varla einu orði upp, ég bara trúi þessu ekki,“ segir Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, eftir sigurinn í dag. Ingvar var frábær í markinu og varði einu sinni meistaraleika. „Ég hélt að þetta væri að fara frá okkur undir lokin en þetta var bara einfaldalega vítaspyrna.“ Ingvar segir að þetta hafi Stjarnan gert í allt sumar, liðið komi alltaf til baka. „Það er auðvitað smá heppni í þessu en það fylgir stundum. Það er allt hægt í þessum aðstæðum, hár bolti fyrir og maður veit aldrei hvað gerist.“ „Við héldum alltaf áfram þrátt fyrir að vita að það væri lítið eftir. Það er auðvitað geðveikt að klára þetta fyrir framan þetta fólk.“ Daníel Laxdal: Maður er mjög lítill í sér núna„Maður er búinn að vera lengi í þessu og alltaf með uppeldisfélaginu og loksins nær maður í titil,“ segir Daníel Laxdal, leikmaður Stjörnunnar. „Það er ekki laust við því að maður sé mjög lítill í sér núna. Það var spenna allan tímann og vissulega var þetta erfitt þegar við misstum mann útaf.“ Daníel segir að liðið sem með það sterkan karakter að það gefist aldrei upp. „Maður veit bara í þessu sporti að maður á alltaf að halda áfram alveg þangað til að dómarinn flautar leikinn af.“ „Þetta er frábært fyrir félagið og stuðningsmennina líka að fá loksins einn bikar.“ Atli Jóhannsson: Þvílíkur endir á stórkostlegu tímabili„Ég er bara svo stoltur af þessu liði og ná í þennan sigur á móti þessu FH liði er bara ótrúlegt,“ segir Atli Jóhannsson, leikmaður Stjörnunnar. „Þvílíkur endir á stórkostlegur tímabili. Þetta er ólýsanlegt lið og ef maður hefur trú á verkefninu þá er bara allt hægt.“ Atli segir að leikir liðsins í Evrópukeppninni í sumar hafi ekki verið nein tilviljun. „Sama hvað kemur upp, við erum með sterka menn í meiðslum, setjum inn kjúklinga en við komum alltaf til baka.“ Veigar Páll: Man ekki eftir að hafa liðið svona„Ég man ekki eftir að hafa liðið svona. Það var skrítin tilfinning að geta verið sá sem hefði eyðilagt hlutina,“ sagði Veigar Páll Gunnarsson, fyrirliðið Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Þá vitnar hann til þess þegar hann stóð utanvallar eftir að hafa fengið rautt spjald og horfði á liðsfélaga sína berjast fyrir titlinum. „Þetta lýsir sumrinu hjá okkur. Við höfum oft lent einum færri og ég held að við höfum aldrei tapað á því.“ Veigar vill meina að það vaki einhvern yfir þeim upp á himnum sem hafi alltaf viljað þeir yrðu Íslandsmeistarar. „Þessi liðsheild, stemmning og karakter er ótrúlegur í þessu liði og mér finnst magnað að spila fyrir þennan klúbb.“ Veigar segir að þessi titill fara á toppinn á hans ferli ásamt Noregsmeistaratitli með Stabæk. Ólafur Karl: Vissi að við ættum að vinna þetta svona„Mér er bara kalt,“ segir hetja Stjörnunnar Ólafur Karl Finsen sem gerði bæði mörk liðsins í dag. Hann tryggði liðinu Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er frábært lið, við erum með frábæran stuðning, frábæra þjálfara og allt í kringum liðið er ótrúlegt.“ Ólafur Karl skoraði sigurmarkið undir lok leiksins og það úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfar. „Mér fannst þetta vera víti. Ég næ að snerta boltann og hann fer í mig, það er víti.“ „Ég hugsaði þegar við vorum orðnir manni færi og þeir jöfnuðu leikinn að við ættum að vinna þetta svona.“ #pepsi365 Tweets
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira