Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - Fylkir 4-3 | Fylkismenn horfðu á eftir Evrópusætinu Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 4. október 2014 00:01 Bjarni Þórður Halldórsson sér boltann í netinu. vísir/andri marinó Framarar luku keppni í Pepsi-deild karla með sóma þrátt fyrir að 4-3 sigur á Fylki dygði ekki til að halda sæti liðsins í deildinni. Manni færri og 3-2 undir skoruðu Framarar tvö mörk gegn engu og unnu sætan sigur. Fyrir vikið varð draumur Árbæinga um Evrópusæti að engu. Leikurinn í dag var algjör veisla eins og textalýsingin að neðan ber með sér. Fylkismenn komust þrisvar yfir í leiknum en alltaf jöfnuðu Framarar jafnharðan. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði svo sigurmark Framara á 81. mínútu eftir aukaspyrnu beint af æfingasvæðinu. Marki yfir 3-2 misstu Framarar Ósvald Jarl Traustason af velli. Fylkismenn voru í Evróusæti, manni fleiri en í stað þess að taka öll völd á vellinum skoruðu Framarar tvö mörk og þögguðu niður í stuðningsmönnum Fylkis í stúkunni sem höfðu verið afar líflegir. Eina von Framara fyrir leikinn var að ÍBV myndi leggja Fjölni í Grafarvogi. Snemma varð ljóst að gulklæddir Grafarvogsbúar myndu taka ÍBV í kennslustund sem varð raunin og von Framara því lítil. Þeir gerðu þó sitt, unnu sigur á Fylkismönnum sem kunna þeim væntanlega litlar þakkir fyrir. Fylkismenn hafna því í 5. sæti deildarinnar en Framarar í því ellefta og leika í 1. deild að ári. Fram hefur leikið í efstu deild óslitið frá sumrinu 2006 en endurnýjar nú kynnin við 1. deildina. Bjarni: Verkefnið heldur áfram„Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara. Bjarni var ánægður með sína menn sem lentu þrisvar undir í leiknum, misstu mann af velli en unnu 4-3 sigur. „3-2 undir og manni færi sínum við aftur karakter, klárum og vinnum leikinn,“ sagði Bjarni. Hann tók undir með blaðamanni að ef hægt væri að falla með stæl hefðu Framarar þó gert það. Framarar fögnuðu sigurmarki sínu af miklum móð þótt öllum nema þeim væri ljóst að Fram væri á leið niður. Fjölnir var 3-0 yfir og manni fleiri í Grafarvogi gegn ÍBV sem hefði þurft að vinna sigur til að gefa Fram von. „Við ákváðum að blanda þessum leikjum ekkert saman. Gera það sem væri á okkar valdi ef þetta félli með okkur annars staðar. Það vissi því enginn leikmaður af því hvernig staðan var annars staðar,“ sagði Bjarni. Leikmenn fengu eðlilega tíðindin eftir að leik lauk og var stemningin döpur í klefanum eftir leik. „Þetta er alls ekki skemmtilegt og í raun og veru hundleiðinlegt. Þetta er staða sem við komum okkur í sjálfir.“ Bjarni, sem lyft hefur fjölmörgum bikurum undanfarin ár með KR og spilað í atvinnumennsku, segir egó sitt ekki of stórt til að fara með Fram í 1. deildina. „Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar.“ Ásmundur: Menn gjörsamlega niðurbrotnir„Menn voru gjörsamlega niðurbrotnir og brjálaðir út í sjálfa sig. Við erum það allir. Við ætluðum að enda þetta öðruvísi,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Fylkismenn voru sjálfum sér verstir. Komust í þrígang yfir og leiddu 3-2, manni fleiri þegar leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. „Það var svo sem ekki bara á þessu augnabliki sem eitthvað gerist. Leikurinn þróaðist þannig að við vorum sífellt að koma okkur í þá stöðu sem við vildum. En í hvert skipti sem við komumst yfir virtist hugarfar og spennustig leikmanna ekki þola það.“ Ásmundur segir Fylkismenn hafa ætlað að einblína á að leggja Fram að velli í dag en ekki vera með hugann við stöðuna í öðrum leikjum. Allt gekk upp fyrir Fylki nema þeirra eigin frammistaða. „Við höfðum ekki stjórn á neinu nema að vinna leikinn hér í dag. Vorum ekkert mikið að velta fyrir okkur hvað var að gerast annars staðar. En einhvern veginn hefur þetta farið í hausinn á mönnum eins og þetta þróaðist.“ Ásmundur segir lokaniðurstöðuna ásættanlega þótt menn séu svekktir eftir daginn í dag. Liðið hafi vaxið eftir því sem á leið. Liðið þurfti að fórna heimaleiknum í fyrri umferðinni auk þess sem töluverð meiðsli herjuðu á Árbæinga. Þjálfarinn segist munu setjast niður með forráðamönnum á næstu dögum og ræða hvort hann verði áfram með liðið. „Það eru spennandi tímar í Árbænum og hægt að byggja ofan á fullt af hlutum eftir þetta tímabil. Já, ég er að hugsa um að halda áfram.“Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Framarar luku keppni í Pepsi-deild karla með sóma þrátt fyrir að 4-3 sigur á Fylki dygði ekki til að halda sæti liðsins í deildinni. Manni færri og 3-2 undir skoruðu Framarar tvö mörk gegn engu og unnu sætan sigur. Fyrir vikið varð draumur Árbæinga um Evrópusæti að engu. Leikurinn í dag var algjör veisla eins og textalýsingin að neðan ber með sér. Fylkismenn komust þrisvar yfir í leiknum en alltaf jöfnuðu Framarar jafnharðan. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði svo sigurmark Framara á 81. mínútu eftir aukaspyrnu beint af æfingasvæðinu. Marki yfir 3-2 misstu Framarar Ósvald Jarl Traustason af velli. Fylkismenn voru í Evróusæti, manni fleiri en í stað þess að taka öll völd á vellinum skoruðu Framarar tvö mörk og þögguðu niður í stuðningsmönnum Fylkis í stúkunni sem höfðu verið afar líflegir. Eina von Framara fyrir leikinn var að ÍBV myndi leggja Fjölni í Grafarvogi. Snemma varð ljóst að gulklæddir Grafarvogsbúar myndu taka ÍBV í kennslustund sem varð raunin og von Framara því lítil. Þeir gerðu þó sitt, unnu sigur á Fylkismönnum sem kunna þeim væntanlega litlar þakkir fyrir. Fylkismenn hafna því í 5. sæti deildarinnar en Framarar í því ellefta og leika í 1. deild að ári. Fram hefur leikið í efstu deild óslitið frá sumrinu 2006 en endurnýjar nú kynnin við 1. deildina. Bjarni: Verkefnið heldur áfram„Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara. Bjarni var ánægður með sína menn sem lentu þrisvar undir í leiknum, misstu mann af velli en unnu 4-3 sigur. „3-2 undir og manni færi sínum við aftur karakter, klárum og vinnum leikinn,“ sagði Bjarni. Hann tók undir með blaðamanni að ef hægt væri að falla með stæl hefðu Framarar þó gert það. Framarar fögnuðu sigurmarki sínu af miklum móð þótt öllum nema þeim væri ljóst að Fram væri á leið niður. Fjölnir var 3-0 yfir og manni fleiri í Grafarvogi gegn ÍBV sem hefði þurft að vinna sigur til að gefa Fram von. „Við ákváðum að blanda þessum leikjum ekkert saman. Gera það sem væri á okkar valdi ef þetta félli með okkur annars staðar. Það vissi því enginn leikmaður af því hvernig staðan var annars staðar,“ sagði Bjarni. Leikmenn fengu eðlilega tíðindin eftir að leik lauk og var stemningin döpur í klefanum eftir leik. „Þetta er alls ekki skemmtilegt og í raun og veru hundleiðinlegt. Þetta er staða sem við komum okkur í sjálfir.“ Bjarni, sem lyft hefur fjölmörgum bikurum undanfarin ár með KR og spilað í atvinnumennsku, segir egó sitt ekki of stórt til að fara með Fram í 1. deildina. „Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar.“ Ásmundur: Menn gjörsamlega niðurbrotnir„Menn voru gjörsamlega niðurbrotnir og brjálaðir út í sjálfa sig. Við erum það allir. Við ætluðum að enda þetta öðruvísi,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Fylkismenn voru sjálfum sér verstir. Komust í þrígang yfir og leiddu 3-2, manni fleiri þegar leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. „Það var svo sem ekki bara á þessu augnabliki sem eitthvað gerist. Leikurinn þróaðist þannig að við vorum sífellt að koma okkur í þá stöðu sem við vildum. En í hvert skipti sem við komumst yfir virtist hugarfar og spennustig leikmanna ekki þola það.“ Ásmundur segir Fylkismenn hafa ætlað að einblína á að leggja Fram að velli í dag en ekki vera með hugann við stöðuna í öðrum leikjum. Allt gekk upp fyrir Fylki nema þeirra eigin frammistaða. „Við höfðum ekki stjórn á neinu nema að vinna leikinn hér í dag. Vorum ekkert mikið að velta fyrir okkur hvað var að gerast annars staðar. En einhvern veginn hefur þetta farið í hausinn á mönnum eins og þetta þróaðist.“ Ásmundur segir lokaniðurstöðuna ásættanlega þótt menn séu svekktir eftir daginn í dag. Liðið hafi vaxið eftir því sem á leið. Liðið þurfti að fórna heimaleiknum í fyrri umferðinni auk þess sem töluverð meiðsli herjuðu á Árbæinga. Þjálfarinn segist munu setjast niður með forráðamönnum á næstu dögum og ræða hvort hann verði áfram með liðið. „Það eru spennandi tímar í Árbænum og hægt að byggja ofan á fullt af hlutum eftir þetta tímabil. Já, ég er að hugsa um að halda áfram.“Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira