„Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2014 12:30 Margrét ætlar að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum í október. mynd/úr einkasafni „Eitt af markmiðunum mínum í október, Meistaramánuði, er að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum. Þetta er verulega farið að trufla mig. Það er einfaldlega ekki í lagi að vera símalaus í dag og ef það er ekki hægt að ná í mann strax hlýtur eitthvað að vera að,“ segir Margrét R. Jónasar, eigandi Make Up Store á Íslandi um markmið sín í Meistaramánuði. „Fólk hittist ekki lengur, það er ekki lengur farið á alvöru stefnumót heldur virðast samskiptin því miður fara í gegnum Facebook og SMS. Stundum sitjum við mæðgurnar þrjár í sitt hvoru herberginu að horfa á sitt hvora bíómyndina eða skoðum símann við matarborðið sem er auðvitað skammarlegt. Þessu ætla ég að breyta.“Undir of miklu álagi Margrét setur sér þessi markmið sérstaklega í ljósi þess að hún vann yfir sig ekki fyrir svo löngu síðan. „Það var í raun ástæðan fyrir því að ég lokaði versluninni í Kringlunni. Ég var undir of miklu álagi. Ég hef unnið ein síðastliðin níu ár eftir að ég opnaði Make Up Store. Fæstir gera sér grein fyrir hvað það er gífurlega mikil vinna að reka tvær verslanir, sérstaklega eftir hrun. Það er mikið utanumhald og vinnan er margþætt, það er samskipti við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð, pantanir, innflutningur, starfsmannamál, vefsíðurnar mínar, uppákomur og markaðsmál og þetta tekur gríðarlega mikinn tíma. Ég hef unnið alla markaðssetningu sjálf, til dæmis gert auglýsingar og skrifað greinar í blöð og tímarit,“ segir Margrét.Fékk hálfgert taugaáfall út af þreytu Árið 2012 hóf hún samstarf við Elite-skólann og þá jókst álagið enn meira. „Á sama tíma átti ég hollenskan kærasta sem bjó úti í Hollandi. Stuttu eftir að ég lokaði versluninni í Kringlunni og sleit sambandinu við kærastann fékk ég hálfgert taugaáfall út af þreytu. Auðvitað var þetta líka sorg innst inni yfir því að hafa tekið ákvörðun um að loka og játa sig sigraða.“ Margrét segir þetta hafa verið vonda lífsreynslu. „Það er erfitt þegar maður áttar sig á því að líkaminn fylgir ekki huganum. Þetta er eins og að keyra á vegg og allt í einu er núll prósent orka í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi,“ segir Margrét. Hún segir fólk ekki átta sig alveg á hvað það er að fá það sem er kallað „burnout“ eða kulnun í starfi fyrr en það lendi í því sjálft. „Við sem lendum í þessu erum fólk sem er metnaðarfullt og duglegt að vinna og vinnur yfir sig. Þess vegna er svo gífurlega erfitt þegar fótunum er kippt svona undan manni.“Þarf ekki að vera fullkomin Margrét ætlar að hugsa vel um sjálfa sig í október, og auðvitað um ókomna framtíð. „Nú ætla ég að viðurkenna að ég get ekki munað allt né gert allt og að ég þarf ekki að vera fullkomin. Í þessum mánuði ætla ég að gíra mig niður úr þessum hraða. Gera ekki of miklar kröfur til sjálfs míns, leyfa mér að hvíla mig ef ég er þreytt án þess að fá samviskubit, vera góð við mig og hreinlega hafa ekki áhyggjur af smáatriðum.“ Meistaramánuður Mest lesið Kári og Eva eru hjón Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Sjá meira
„Eitt af markmiðunum mínum í október, Meistaramánuði, er að eyða minni tíma í tölvunni, á Facebook og í farsímanum. Þetta er verulega farið að trufla mig. Það er einfaldlega ekki í lagi að vera símalaus í dag og ef það er ekki hægt að ná í mann strax hlýtur eitthvað að vera að,“ segir Margrét R. Jónasar, eigandi Make Up Store á Íslandi um markmið sín í Meistaramánuði. „Fólk hittist ekki lengur, það er ekki lengur farið á alvöru stefnumót heldur virðast samskiptin því miður fara í gegnum Facebook og SMS. Stundum sitjum við mæðgurnar þrjár í sitt hvoru herberginu að horfa á sitt hvora bíómyndina eða skoðum símann við matarborðið sem er auðvitað skammarlegt. Þessu ætla ég að breyta.“Undir of miklu álagi Margrét setur sér þessi markmið sérstaklega í ljósi þess að hún vann yfir sig ekki fyrir svo löngu síðan. „Það var í raun ástæðan fyrir því að ég lokaði versluninni í Kringlunni. Ég var undir of miklu álagi. Ég hef unnið ein síðastliðin níu ár eftir að ég opnaði Make Up Store. Fæstir gera sér grein fyrir hvað það er gífurlega mikil vinna að reka tvær verslanir, sérstaklega eftir hrun. Það er mikið utanumhald og vinnan er margþætt, það er samskipti við höfuðstöðvarnar í Svíþjóð, pantanir, innflutningur, starfsmannamál, vefsíðurnar mínar, uppákomur og markaðsmál og þetta tekur gríðarlega mikinn tíma. Ég hef unnið alla markaðssetningu sjálf, til dæmis gert auglýsingar og skrifað greinar í blöð og tímarit,“ segir Margrét.Fékk hálfgert taugaáfall út af þreytu Árið 2012 hóf hún samstarf við Elite-skólann og þá jókst álagið enn meira. „Á sama tíma átti ég hollenskan kærasta sem bjó úti í Hollandi. Stuttu eftir að ég lokaði versluninni í Kringlunni og sleit sambandinu við kærastann fékk ég hálfgert taugaáfall út af þreytu. Auðvitað var þetta líka sorg innst inni yfir því að hafa tekið ákvörðun um að loka og játa sig sigraða.“ Margrét segir þetta hafa verið vonda lífsreynslu. „Það er erfitt þegar maður áttar sig á því að líkaminn fylgir ekki huganum. Þetta er eins og að keyra á vegg og allt í einu er núll prósent orka í líkamanum. Ég fann fyrir mikilli þreytu, einbeitingarskorti, minnisleysi, kvíða og svefnleysi,“ segir Margrét. Hún segir fólk ekki átta sig alveg á hvað það er að fá það sem er kallað „burnout“ eða kulnun í starfi fyrr en það lendi í því sjálft. „Við sem lendum í þessu erum fólk sem er metnaðarfullt og duglegt að vinna og vinnur yfir sig. Þess vegna er svo gífurlega erfitt þegar fótunum er kippt svona undan manni.“Þarf ekki að vera fullkomin Margrét ætlar að hugsa vel um sjálfa sig í október, og auðvitað um ókomna framtíð. „Nú ætla ég að viðurkenna að ég get ekki munað allt né gert allt og að ég þarf ekki að vera fullkomin. Í þessum mánuði ætla ég að gíra mig niður úr þessum hraða. Gera ekki of miklar kröfur til sjálfs míns, leyfa mér að hvíla mig ef ég er þreytt án þess að fá samviskubit, vera góð við mig og hreinlega hafa ekki áhyggjur af smáatriðum.“
Meistaramánuður Mest lesið Kári og Eva eru hjón Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Lífið samstarf „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Sjá meira